Vikan


Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 30.07.1970, Blaðsíða 39
TAKIÐ UPP HINA N?JU AÐFERÐ OG LÁTIÐ PRENTA ALLS KONAR AÐGÖNGUMIÐA, TIL- KYNNINGAR, KONTROLNÚMER, KVITTANIR O.FL. Á RÚLLUPAPPÍR. HÖFUM FYRIRLIGGJ- ANDI OG ÚTVEGUM MEÐ STUTTUM FYRIR- VARA YMIS KONAR AFGREIÐSLUBOX. LEITIÐ UPPLYSINGA SKIPHOLTI 33 - SÍMI 35320 að vera óhæf til starfsins, Mede læknir? Við vorum ein í stofunni. Frú Mede hafði farið fram í forsal- inn og slegið í gömlu málm- klukkuna, líklega til að kalla á Savalle. — Nei, síður en svo, sagði hann, án þess að breyta um svip. -— En sé tekið tillit til þess fatn- aðar, sem þér voruð í, síðast þegar við sáumst, þá getið þér ekki láð mér að ég skyldi vera svolítið tortrygginn. Nei, auðvitað ekki, en sú tor- tryggni átti nú við meira en föt- in, hugsaði ég reiðilega. Honum var ekkert um mig, var mótfall- inn ákvörðun móður sinnar, og hafði ekkert fyrir að leyna því. Nú fannst mér allt í einu ákaf- lega einmanalegt þarna, og þráði það heitt að komast heim til Tarn og heyra rödd Stuarts í símanum. En ég ætlaði ekki að láta það ná tökum á mér, hugsaði ég þrjózkulega. Ég brosti til hans og leyndi andúð minni miklu betur en hann. Frú Mede setti skál með salati og fat með köld- um kjúkling á borðið. Við bið- um í nokkrar mínútur, en þá sagði Nicholas: — Nú byrjum við að borða. — En Savalle? spurði Mede. —- Hún hefur að öllum líkind- um tekið aðra ákvörðun, sagði hann, eins og honum væri al- veg sama. Við fórum að borða. Nicholas talaði kurteislega við okkur og sagði frá því að áformað væri að byggja nýja álmu við sjúkrahús- ið. Frú Mede talaði um garðinn og reyndi að draga mig inn í samtalið. Það var eins og hún sæti á nálum og Nicholas var líka greinilega taugaóstyrkur. Mér var ljóst að við biðum eft- ir einhverju, öll þrjú. Það kom að lokum, ég sá sner- ilinn hreyfast. Frú Mede sat grafkyrr og leit niður í diskinn sinn. Nicholas horfði til dyranna, og svipur hans var jafn áhuga- laus. Ég hélt niðri í mér andan- um. Dyrnar opnuðust og þar stóð Savalle. - Halló, sagði hún, og rödd hennar var mjúk og hljómfögur. Framhald. Við myndirnar mínar er ekkert falskt... Framhald af bls. 23 skiptasamning sinn. Sam- kvæmt þeiin samningi átti Elmyr að fá fjögur hundruð dollara á mánuði, en Fernand og Réal áttu að útvega sér- fræðingsvottorð og kaupend- ur og taka á sig alla áhættu. „Eg hélt að nú væri öllum mínum áhygg'jum lokið,“ stuudi Elmyr, „en þess í stað mögnuðust þær nú fyrst fyr- ir alvöru.“ En samvjnna hans við þá Fernand og Réal varði í níu ár. Hrein óheppni olli því að blaðran sprakk að lokum haustið 1967. Eða kannski kom þar til óhjákvæmileg röð af keðjuatburðum. Olíukóng- urinn í Texas var ekki gróm- laus lengur og allur sá fjöldi sérfræðinga, sem hann kvaddi á vettvang, staðfesti um síðir að hann ætti heimsins mesta safn af listfölsunum. Lögfræð- ingar hans ráðlögðu honum að vísu að þegja yfir öllu saman, og listsalarnir sem.voru skelf- ingu lostnir þögðu líka. f Evrópu gekk það enn verr. Sambúð þeirra Fernands og Réals hríðversnaði unz svo var komið að þeir köstuðust á hnífum á almannafæri. Þeir lentu hvað eftir annað í klandri við lögregluna fyrir hitt og þetta smávegis, og El- myr varð æ verr settur pen- ingalega. Eitt sinn ætlaði Fernand að setja sex myndir á meiri háttar uppboð í Pon- toise. Fyrir þær gerði hann ráð fyrir að fá hundrað og fimmtíu þúsund dollara. Hann vantaði ekki nema einn Vlaminck í þetta búnt er El- myr hringdi í hann frá Ibiza, vfir sig æstur. Avísun, sem hann hafði fengið frá Fern- and, var ekki árituð, og var það ekki í fyrsta sinn að það hafði komið fyrir. „Kæri Elmyr . ..“ byrjaði Fernand afsakandi. „Ég er enginn kæri þinn,“ öskraði Elmyr í símann. „Þið skriðkvikindin hafið þénað á mér milljónir og mjólkað mig eins og gamla belju. En nú er kýrin orðin geld, og allt sem ég vil segja við þig er adieu, gamla rottan þín!“ Nú voru góð ráð dýr fyrir Fernand, en honum tókst að hafa upp á gömlum Vlaminck eftir Elmyr, sem enn hafði ekki verið seldur. Það sem hann ekki vissi var að Réal hafði nýlega gert myndina ellilegri með því að maka á si.tbi. VIKAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.