Vikan - 30.07.1970, Síða 45
SÖNN SAKAMÁLASAGA EFTIR JERRY SMART
af honum byssunni, og neyddi
hann til að miða beint upp í loft-
ið, hljóp af annað skot.
Þetta skot lenti í loftinu og
varð engum að meini, en við-
bragð byssunnar í höndum Are-
valos olli því, að Carlos missti
tökin.
Samstundis varð Carlos ljóst,
að hann var sjálfur í mikilli
hættu. . . . Eða hvað var liann
eiginlega að gera? Áttu það að
verða örlög hans að láta hér líf-
ið, á þessu veitingahúsi, út af
einhverju asnastriki, sem honum
kom ekkert við? Hafði hann lif-
að fjörutíu og eitt ár til þess að
ljúka ævidögunum í augnabliks
tilgangslausum átökum við vit-
lausan mann?
í örvæntingu sinni flýði hann
til dyra. En að baki hans sneri
Arevalo sér við og miðaði á
hann.
Þrjú skot kváðu við, hvert á
eftir öðru; eins og þrumur í fár-
viðri.
Kúlan, sem hæfði Carlos Carr-
anza til dauðs, kom í bak hans.
Það var ofur auðvelt skotmark.
Hann skjögraði og var næst-
um fallinn, tók síðan þrjú ör-
væntingarfull skref í viðbót, rétt
eins og hann vildi enn reyna að
losna úr greip dauðans. En hann
var óneitanlega látinn, þegar lík-
ami hans féll út á gangstéttina
fyrir utan.
George Arevalo greip til þess
ráðs að hlaupa sem mest hann
mátti niður götuna og hverfa
fyrir horn.
4.
í glæpadeild lögreglustöðvar-
innar í Los Angeles sat leynilög-
reglumaðurinn Jose Castellanos,
36 ára gamall, ásamt öðrum lög-
reglumönnum og gljáfægði byss-
una sína.
„d-itlarðu þér að fá einn verð-
launapeninginn bráðum?“ spurði
einn starfsbræðra hans ertnis-
lega.
„Það er aldrei að vita, hvenær
ég þarf að nota hana, greyið
atarna,“ svaraði Castellanos
brosandi. „Ég er allavega þeirrar
skoðunar, að ef ég þarf á annað
borð að nota hana, sé bezt að
hafa hana í lagi'“
Castellanos hafði hvað eftir
annað fengið viðurkenningu fyr-
ir hugrekki, en félagar hans
höfðu dálítið gaman af að vera
fyndnir á hans kostnað — ekki
hvað sízt vegna þess, að þessi
égæti starfsbróðir þeirra gat al-
veg eins hlegið að bröndurum
sem sagðir voru um sjálfan hann
eins og um aðra. Hann var fremri
þeim í því að hafa fengið fleiri
heiðurspeninga en nokkur ann-
ar. Hann hafði starfað í lögreglu
Los Angeles í níu ár, en ferða-
menn og reyndar margir fleiri
héldu hann vera kvikmyndaleik-
ara, því útlitið gaf tilefni til
þess. . . . Hins vegar var elzta
barnið hans af fjórum orðið átj-
án ára gamalt. —
Og þar eð Castellanos var
spönskumælandi, lenti það nú í
hans hlut að hafa uppi á morð-
ingja Carlos Carranza og hand-
taka George Arevalo. Samstarfs-
maður hans í þeirri leit var lög-
reglumaðurmn og teiknarinn Ec-
tor Garcia.
Ector Garcia- listamaður og
lögregluþjónn í einni og sömu
persónu....
5.
Ýmsir hafa heyrt Garcia getið.
Glæpasérfræðingar um gervöll
Bandaríkin kannast við hann.
Þeir þekkja teikningar hans af
glæpamönnum, sem leitað er að
- teikningar, sem bera áletrun-
ina Garcia LAPD — (Los Angel-
es Police Department).
Blýantur þessa manns er eins
öruggur og ljósmyndavél. Það er
hægt að láta hann fá í hendur
blað og blýant, lýsa fyrir honum
glæpamanni, — og hann teiknar
eins nákvæma mynd af glæpa-
manninum eins og ljósmyndavél
hefði haft milligönguna. Myndir
hans hafa átt þátt í lausn ótölu-
fjölda smærri og stærri glæpa.
Á átta árum höfðu þær orðið til
mikillar hjálpar við að hafa uppi
á 150 stórglæpamönnum.
Þeir Castellanos og Garcia
hröðuðu sér nú til veitingastofu
Mary. Þar komust þeir brátt að
raun um, að bezt væri að láta
hendur standa fram úr ermum
við að ná í afbrotamanninn, —
áður en hann beindi byssu sinni
að enn fleirum. Þeir fóru í
K.F.U.M.. en ekki var hann þar;
þeim var ijóst að hann þorði
ekki að sitja þar — og bíða
þeirra. Þeir komust yfir heim-
ilisfang hinnar fráskildu konu
hans, þar sem hún bjó hjá skyld-
fólki sínu, og hafði nýlega ver-
ið fórnarlamb skapvonzku hans
og vanstillingar. Það var í North
Bonnie Beach Place. Hinn 77 ára
gamli frændi konunnar, Alex-
ander Verdenas, bauð lögreglu-
mönnunum inn fyrir og átti tal
við þá.
„Ég gat ekki verið hjá honum
lengur," sagði hin fráskilda eig-
inkona. „Hann á það til að reið-
ast svo heiftarlega, að hann veit
ekki hvað hann gerir. Hann lagði
hendur á mig og misþyrmdi mér
illilega. Hann lagði meira að
segja hendur á hann frænda
minn gamla og litlu frændsyst-
kinin mín. Þetta fólk hafði aldr-
ei gert honum neitt.“
Hún grét: „Hann gæti verið í
leyni hér á næstu grösum, núna.
Hann ætlar sér að gera út af við
okkur, áður en yfir lýkur....“
„Kvíðið engu,“ sagði Castella-
nos lögreglumaður. „Til þess er
lögreglan, ■—■ að vernda ykkur.“
Síðan spurðu lögreglumennirn-
ir, hvort hún gæti upplýst þá um
vini Georges og hugsanlega dval-
arstaði.
Og stundarfjórðungi síðar
stungu þeir minnisbókum sínum
í vasann og gengu út um for-
stofudyrnar. Þeir gengu í áttina
að bílnum sínum, og gamli Alex
Verdenas gekk nokkur skref á
eftir þeim, óskandi þeim góðrar
og árangursríkrar ferðar; óskaði
þess, að hann gæti verið þeim til
einhverrar aðstoðar, og kvaðst
skyldi hringja til þeirra strax, ef
hann frétti eitthvað af George.
En þetta loforð var alger
óþarfi . .
Skyndilega birtist þéttholda
andlit með svarta yfirskeggsrönd
fram undan trjárunna, aðeins
tuttugu fetum fram undan lög-
reglumönnunum og frændanum
gamla.
George Arevalo miðaði byss-
unni beint fram fyrir sig; og
hann spennti gikkinn.
Fyrsta skotið lenti í vinstra
gagnauga Jose Castellanos lög-
reglumanns og gerði út af við
hann samstundis, áður en hann
gæti dregið upp byssuna, sem
hann hafði verið að gljáfægja
tveim klukkustundum áður.
f því sem Ector Garcia áttaði
sig reið af annað skotið, eins og
bergmál af því fyrra. Það kom
utanvert á hægra auga hans, fór
þvert gegnum nefrótina ofanvert
og út um hið vinstra.
Á andartaki voru augun sem
lífvana blóðtætlur. Það var hon-
um ógerningur að sjá nokkurn
skapaðan hlut.
6.
Gamli frændinn, Alex Verden-
as, sneri hið bráðasta heim á
leið og hrópaði upp yfir sig:
„Dios mio! Hann er búinn að
skióta lögreglumennina! —
En George leyfði honum ekki
að Ijúka við ákallið til guðs.
Með byssuskothríð sinni kom
hann í veg fyrir, að gamli mað-
urinn næði lengra. Alex Verden-
as heyktist og féll endilangur í
götuna.
En kannske hefur bænarákall
Alex gamla heyrzt, þrátt fyrir
allt: f fimmtíu feta fjarlægð var
listamaðurinn og lögregluþjónn-
inn Ector Garcia, steinblindur og
hálf-meðvitundarlaus. Hann dró
upp byssuna sína og miðaði út í
myrkrið —■ í áttina sem hann
hafði heyrzt skotin koma úr.
Tvisvar hleypti hann af.
Fyrri kúlan lenti í höfði Ge-
orges Arevalos. Hin hæfði hann
í hjartastað. Hann lézt svo til
svipstundis — áður en hann gæti
sent fleiri kúlur á eftir Alex
Verdenas . . . sem enn var á lífi,
þar eð eina kúlan, sem hafði hæft
hann, hafði lent í utanverðu rif-
beini og ekki tekizt að skadda
hann innvortis....
Einn lögreglumaður var fall-
inn; góðviljaður veitingahúsgest-
ur, sem reynt hafði að koma í
veg fyrir frekari glæp, var sömu-
leiðis fallinn; auk þess óaldar-
maðurinn sjálfur. Þrír aðrir
höfðu særzt: stúlkan, sem Are-
valo hafði talið vinstúlku sína,
gamall frændi konunnar hans
fyrrverandi — og lögreglumað-
urinn, sem kumiað hafði að beita
blýanti á hættulegri hátt fyrir
glæpamenn en jafnvel byssa gat
verið.
Fréttin um blindu hans kom
eins og reiðarslag yfir lögregl-
una. Garcia hafði þó jafnan gert
lítið úr listhæfileika sínum og
sagt, að myndir sínar væru að-
eins gerðar til að hjálpa lögregl-
unni við að sjá staðreyndir, sem
hún væri þegar búin að afla sér.
Engu að síður voru teikningar
hans ómetanlegur fengur fyrir
lögregluna: hann hafði komið
upp safni af sérkennilegum and-
litsgerðum vissra glæpamanna,
ásamt skýringum. Á myndum
hans sást jafnan greinilega ein-
mitt það sem fórnarlömb slíkra
manna taka eftir: brotið nef,
hátt enni, starandi augu o. s. frv.
En nú var þessi ágæti lista-
maður orðinn blindur.
Kona hans kom til hans á spít-
alann ásamt tveim börnum
þeirra hjóna.
>,Ég er samt fegin, að þú ert
á lífi,“ hvíslaði hún, — en vissi
jafnframt, að læknarnir töldu
það ganga kraftaverki næst, ef
hægt væri að bjarga sjón hans.
Samt getur það enn hugsazt,
þegar þetta er ritað. Það er ekki
ótrúlegra kraftaverk en það, að
— steinblindur og sárþjáður —
skyldi Garcia geta miðað byssu
sinni á hinn stórhættulega glæpa-
mann hið umtalaða kvöld.
Svo má kannske kalla það
þjálfun. næmi lögreglumanns
eða tilviljun eina . . . að Garcia
skyldi geta miðað hárrétt um
íimmtíu feta vegalengd inn í
kolsvarta myrkur. -tr
3i. tw. VTKAN 45