Vikan


Vikan - 30.07.1970, Page 46

Vikan - 30.07.1970, Page 46
í hugum kaþólskra Þjóðverja skipar píslarleik- urinn í Oberammergau nokkuð hliðstætt rúm og Passíusálmarnir hjá íslend- ingum, enda f jallar hvort- tveggja um sama efni. Árið 1634 náði skæð drepsótt til þorpsins Oberammergau í þýzku Ölpunum. Skelfingu lostn- ir gerðu þorpsbúar það heit að færa pínu og dauða Frelsarans á leiksvið tíunda hvert ár, svo fremi Drottinn léti plágunni linna. Og bænir þeirra voru heyrðar; engir í þorpinu dóu úr pestinni eftir að heitið var gert. Við það hafa þorpsbúar svo stað- ið allt til þessa dags, og á þessu ári er pislarleikurinn færður upp í þrítugasta og sjötta skiptið. Alls verða sýningarnar á leikn- um hundrað og ein, og aðsókn hefur verið meiri en nokkru sinni fyrr. Allir miðar á sýning- arnar seldust löngu fyrirfram, „En einn af hermönnunum lagði spjóti í síðu hans, og jafnskjótt kom út blóð og vatn.“ Þá er liðið að lok- um píslarleiksins, en hann stendur yfir í hálfu sjöttu klukkustund. en þeir voru alls yfir hálf mill- jón að tölu. Segja má að allt þorpið taki þátt í leiknum, en íbúar þess eru aðeins fimm þús- und. í þetta sinn hefur nokkra at- hygli vakið sú gagnrýni að leik- urinn sé mengaður Gyðinga- hatri, og mun rétt vera að í honum gæti þess miðaldalega skilnings á píslarsögunni, sem raunar er nægur fótur fyrir í guðspjöllun- um, að Gyðingar séu skúrkarn- ir í henni. Þessarar gagnrýni gætti einnig þegar leikurinn var sýndur 1960. Er bent á í því sambandi að foringinn heitinn hafi lýst velþóknun sinni á þessu sjónarspili og þess krafist að leiktextanum verði breytt, þann- ig að öll hnýfilyrði gegn Gyðing- um falli úr. En því hafa íbúar Framhald á bls. 50. Píslarleikurinn í Oberammergau 46 VIKAN 31tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.