Vikan - 30.07.1970, Side 50
VERÐIÐ BRÚN - BRENNIÐ EKKI
Fáanlegar COPPERTONE vörur eru: COPPERTONE Lotion, COPPERTONE Oil, COPPERTONE Oil Spray, COPPERTONE Tanning Butter, COPPERTONE
Tanning Butter Spray, COPPERTONE Shade. COPPERTONE NOSKOTE, COPPERTONE Liphoa, COPPERTONE quick TAN.
HEILDVERZLUNIN ÝMIR SF., símar 14191, 11193 og HARALDUR ÁRNASON, HEILDVERZLUN H.F., símar 15583, 13255.
NOTIÐ
COPPERTONE
Píslarleikurinn
Framhald af bls. 46.
Oberammergau harðneitað, þar eð þeir telji
að þá myndi leikurinn missa sinn rétta, upp-
runalega anda. Þeir hafa hlotið stuðning
Doepfners kardínála í Miinchen, sem mun
vera einhver mestur kaþólskur kirkjuhöfð-
ingi í Þýzkalandi. Hann hefur sagt að það
séu herfilegustu öfgar að halda því fram að
leikurinn innihaldi Gyðingahatur. ☆
Arfur og örlög
Framhald af bls. 33
Mér leið betur, er ég var setzt á svölum
hótelsins og horfði yfir fljótið. Ég ákvað að
senda Dan póstkort og gekk því fljótlega til
söluturnsins. Á leiðinni sá ég miðaldra karl-
mann, sem söng einn sins liðs og var greini-
lega ölvaður. En þegar ég heyrði orðin, sem
hann' söng, hrærðist strengur í hjarta mínu.
Þetta var skozkt danslag og textinn á óbjag-
aðri skozku. Þetta stóðst ég ekki og gekk því
að borðinu hans, en á því voru nokkur tóm
glös.
Hann leit upp þegar ég nálgaðist og brosti
þunglyndislega til mín. — Hvað viljið þér?
spurði hann og sló annarri hendinni út. Hann
talaði á mjúkri hálandsskozku, sem minnti
mig á víðfeðm heiðalönd og þokubakka við
sj óndeildarhr ing.
Ég settist við borðið og svaraði: — Þér
ættuð að skammast yðar. Þér eruð dauða-
drukkinn.
— Já, ég er það, sagði hann drafandi
röddu. —- Hvað viljið þér?
Hann gaf þjóninum merki, og hann stillti
fyrir framan okkur tveim koníaksglösum. Eg
fann á öllu, að ég mundi neyðast til að
fylgja manninum til hótels síns, úr því hann
reyndist svona á sig kominn.
Þessi samlandi minn var Hálendingur, en
með greinilegt gyðingsútlit. Hann var hár
og grannur, andlitið langleitt og smátt, nef-
ið myndarlegt. Andlitið var alsett skörpum
dráttum eða hrukkum og hárið þétt og grá-
sprengt. Hann gat vel hafa verið um hálf-
sextugt.
Hann hélt áfram að brosa þunglyndislega
til mín, og ég sagði snefsin: — Það er fal-
legt ástand, sem þér eruð kominn í. Hvern-
ig ætlið þér að komast heim?
— Það hef ég ekki hugmynd um, svaraði
hann og brosti breitt. — Hvað má bjóða yð-
ur?
— Þjónninn er búinn að koma. Sáuð þér
það ekki?
— Ah, sagði hann og góndi á koníaksglas-
ið, dró það að sér og tæmdi í einum teig.
Síðan kastaði hann tómu glasinu yfir öxl
sér, svo það brotnaði í steinveggnum.
Þegar ég sagði þurrlega, að ég vonaði að
hann hefði peninga til að borga fyrir sig,
varð hann fýlulegur á svipinn og henti lófa-
fyili af mynt á borðið.
— Ég er Crouner Gunn, sagði hann.
Þetta var hlægilegt. .Engin manneskja
heitir Crouner, því þetta er nafnið á em-
bættismanni þeim, sem hefur líkskoðanir
með höndum.
— Það stemmir ekki, svaraði ég.
— Ég er kallaður Crouner Gunn, sagði
hann hranalega. -—- Og einn af forfeðrum
mínum var nefndur það sama. Hann var
myrtur af Keith-unum, þeim vesölu þrjót-
um....
— Heyrðu nu, herra Gunn....
Crouner Gunn. Viljið þér heyra ættar-
sögu mína? Framhald í næsta blaði.
Marraco
Framhald af bls. 28
— Setjum nú svo, að maðurinn
þinn hefði séð mig, sagði ég.
Hún svaraði:
— O, skítt með það!
— Hvað? Hefði það ekki verið
hættulegt? Er hann kannski ekki nógu
sterkur, þessi risi? Hann hefði ekki
þurft annað en beygja sig til þess að
sjá mig.
Hún hló ekki lengur, en brosti þó
og horfði á mig sínum stóru augum.
— Hann mundi ekki hafa beygt
sig, sagði hún.
— Nú? Ekki það? Setjum nú svo
til dæmis, að hann hefði misst hatt-
inn sinn á gólfið. ITefði hann þá ekki
fengið leyfi til þess að beygja sig og
taka hann upp? Ja, það hefði verið
dáiaglegt!
Hún lagði armana á öxl mér, stundi
og hvíslaði að mér:
— Hann hefði að minnsta kosti
ekki staðið upp aftur!
Og nú hef ég lýst fýrir þér, kæri
vinur, hvernig litið er á skyldur hjóna-
bandsins, ást og gestrisni í þessum
hluta veraldarinnar.
☆
.50 VIKAN 31-tbl'