Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 13
þegar hér var komið má segja
að hún haíi verið búin að fá fast
land undir fætur.
— Ég fékk leyfi Sigurds
Christiansens til að breyta sögu-
þræðinum dálítið frá því sem er
í skáldsögunni, segir Ibsen. —
Bókin f jallar sem kunnugt er um
póstrán og afleiðingar þess fyrir
þá þrjá starfsmenn, sem voru á
staðnum þegar árásin var gerð.
Einn þeirra afhenti peningakass-
ann og hlaut síðan fyrirlitningu
vegna þess að fólk taldi hann
huglausan, en hinir tveir, sem
sköðuðust lítillega, urðu hetjur
í bænum, þar sem ránið átti sér
stað. í bókinni hittast þau al-
drei, kona póststarfsmannsins
óheppna og ræninginn. í kvik-
myndinni læt ég póstmanninn
bjóða ræningjanum — sem hann
ekki veit að er ræninginn —
heim til sín, og þar skilst honum
á konu póstmannsins hvílíkri
ógæfu fjölskyldan hefur orðið
fyrir. Sigurd Christiansen lýsti
því yfir að þannig hefði það
kannski átt að vera í skáldsög-
unni.
Við vorum eins heppnir og
mögulegt var við upptökurnar á
„Fant“. Við þurftum fjörutiu
daga góðviðri til upptökunnar og
fengum það. Að vísu rigndi tvo
daga, en það voru hvorteð var
sunnudagar. Myndin varð fræg
um alla Skandinavíu, og átti
frammistaða Alfreds Maurstads
í aðalhlutverkinu ekki minnsta
þáttinn í því.
SlegiS í spil og lofað
í mörg ár hafði Tancred alið
í brjósti von um að fá að kvik-
mynda hvalveiðar Norðmanna á
sjálfum vettvangi þeirra. En það
var léttara sagt en gert. Hvað
eftir annað hafði hann nauðað á
vini sínum Anders Jahre að út-
vega rúm fyrir hóp kvikmynd-
ara um borð í einhverju hval-
veiðiskipinu, en Jahre sagði það
óhugsandi með öllu að hægt
væri að taka með tuttugu manns
ásamt öllum tilheyrandi útbún-
aði.
1937 hittust þeir á Finse, og
Ibsen færði þennan óskadraum
sinn í tal eins og venjulega.
— Jahre, sem var snillingur í
að spila „Cachons", sagði hlæj-
andi að ef mér tækist að sigra
hann í því, skyldi hann koma
mér og fólki mínu einhvers stað-
ar um borð. Okkur báðum til
stórundrunar vann ég spilið og
Jahre stóð við loforðið.
Þegar þetta fréttist, kom
Claeson framkvæmdastjóri við
Svensk Filmindustri þjótandi frá
Stokkhólmi, og þótt ég hefði
enga elsku á því fyrirtæki féllst
ég á að láta það annast fram-
leiðslu myndarinnar. Samningur-
inn sem ég gerði við þá var hag-
stæður mér efnahagslega, en
annars gekk hann út á að ég
væri átta mánuði við upptökuna
í Suður-íshafinu og aðra átta
mánuði við upptökur innanhúss
í Stokkhólmi.
Átta mánaða vistin innan um
hafísinn suður frá var full með
ævintýri og atburði, hvalveiðar-
arnir reyndust frábærir kvik-
myndaleikarar, ekkert hræddir
við myndavélar fremur en börn
og töluðu saman fullkomlega
eðlilega meðan þeir leystu af
hendi störf sín. Ég tók myndir
af öllum hugsanlegum aðstæð-
um við hvalveiðar og starfið um
borð í skipunum. Meðal annars
rákumst við á næstum hvítan
hval með gamlan skutul í
skrokknum, og hann kvikmynd-
uðum við líka.
Hugmynd mín var að gera
eins konar heimildarkvikmynd
um hvalveiðina. Hún hefði þá
orðið sú fyrsta af slíkum, að
minnsta kosti í Skandinavíu. En
. Svensk Filmindustri hafði hugs-
að sér annað. Mánuðurnir átta í
Stokkhólmi fóru í endalaust
stapp og rex. Að þeim liðnum
sagði Claeson framkvæmdastjóri
við mig: „Ég sé að umsamdi
tíminn er runninn út, svo að þú
mátt fara heim.“ Svensk Film-
Framhald á bls. 45.
Þessi mynd var nýlega tekin af hinum aldna filmsnillingi heima hjá honum.
Tancred ásamt Öscar Braaten, höfundi „Barnedápen“, og sænska leikar-
anum Gösta Ekman.
38. tw. VIKAN 13