Vikan


Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 22

Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 22
Lucinda var háttuð, þegar ég kom. Tessa var eitthvað að stússa í eldhúsinu og Liam sat og horfði á hana. Ég sagði þeim frá orðaskiptum okkar Joels. Liam hristi höfuðið. — Þú hef- ur létt á skapi þínu, sagði hann þurrlega. — En Savalle er eitur- naðra, hún er lúmsk. Ég hugsa að Nicholas takist aldrei að hafa hendur í hári hans, jafnvel þótt hann haldi vörð dag og nótt. Ég ætla að tala við Savalle, sagði hann lágt en með miklum þunga. Tessa var skelfd á svipinn, þeg- ar hún leit upp. — Liam, Luci er komin heim, heil á húfi. Ég vil ekki að þú farir að blanda þér í þetta. . . . — En ég ætla að blanda mér í það! sagði hann ákveðinn. Það var svo mikil ástúð í augnaráði þeirra beggja að þrátt fyrir allt, fann ég til innilegrar gleði. — Hvað hefurðu hugsað þér að gera, Liam? spurði ég. — Fara aftur til High Trees og bíða þar til Savalle kemur heim, sagði hann rólega. — Ég fer með þér, sagði ég. — Savalle er hættuleg og það er betra að við séum tvö! Hann vildi ekki heyra það nefnt, sagðist ekki ætla að fela sig í pilsunum mínum, en Tessa var mér sammála og það endaði með því að ég fékk að ráða. Klukkan var rúmlega ellefu, þegar við komum til High Trees. Liam kveikti ljós og fann eitt- hvað að drekka handa okkur. —■ Hve marga menn hefur Sa- valle haft uppi hjá sér á kvöld- in? sagði hann. — Hvernig veizt þú . . . ? spurði ég undrandi. — Ég sit oft í klúbbnum á kvöldin, svaraði hann. — Ég sé að dyrnar í veggnum eru mikið notaðar. Það er skiljanlegt að Savalle lagði svo mikið upp úr að fá þær opnaðar og gróðurinn klipptan í burtu. Hve oft hefur Stuart Kimberley heimsótt hana bakdyramegin? Þessi spurning kom mér svo á óvart að ég hafði ekki svigrúm til að hugsa. — H . . . hefur þú séð hann? spurði ég. — Nei, þetta er bara ágizkun, viðurkenndi hann. — En segðu mér það samt. —- Ég hef aðeins einu sinni heyrt til hans. Liam klappaði á hönd mína. — Veslings Serena! En þú skalt ekki hafa áhyggjur af honum, hann jafnar sig, þegar hann er orðinn þreyttur á Savalle, þá kemur hann til þin aftur! — Ég kæri mig ekki um hann ,,aftur“! Joel heimsækir hana líka. Hvort þeir eru fleiri, veit ég ekki. — Hvers vegna hefur þú ekki sagt Nicholas þetta? — Mér finnst hann vera bú- inn að líða nóg hennar vegna, þótt þetta bætist ekki við áhyggjur hans. — Já, þú hefur rétt fyrir þér, sagði Liam lágt. Hann sat svo grafkyrr og ég hélt helzt að hann væri að sofna, en svo sá ég ausnaráð hans, og það var sann- arlega ekkert syfjulegt við það. Savalle kom klukkan hálf tólf og var ekki alveg einsömul. Við heyrðum að tveir eða þrír bílar voru stöðvaðir fyrir utan hliðið, heyrðum raddir og hlát- ur. Nokkru síðar stakk Savalle lyklinum í skráargatið og sveifl- aði sér inn fyrir, reif upp dyrnar og hló, þegar hún kom auga á okkur. Tíu, tólf manns komu fast á eftir henni með miklum há- vaða. Skinnkraginn hékk á annarri öxl hennar, hárið var úfið og laust, andlitssnyrtingin þurrkuð út og hún átti erfitt með að standa á fótunum. — Hér skal verða glatt á hjalla í kvöld, sagði hún með grautarlegri rödd. — Savalle er komin heim. Hér á ég heima og við skulum skemmta okkur vel! Elsku Liam, en hve gaman er að sjá að þú skulir bíða eftir mér! Liam var ekki eins hlédrægur og bróðir hans, enda þurfti hann ekki að taka tillit til hjúskapar við þessa tæfu. Hann gekk rak- leitt til Savalle, þreif til hennar og sneri henni við, að gestunum, , sem fylltu anddyrið. — Viltu biðja þetta fólk að fara héðan! sagði hann hátt og, skýrt. — Hér verður ekkert samkvæmi í nótt, Savalle! Hún neitaði, reyndi að snúa sig af honum, en hann hélt hönd- um hennar föstum fyrir aftan bak. Nokkrir gestanna, sem ekki voru mjög drukknir, færðu sig nær útidyrunum. — Hvernig vogar þú þér að gera þetta, öskraði Savalle, — þetta er mitt heimili! Þú ert ekki maðurinn minn! — Nei, Guði sé lof, sagði Li- am innilega. — Savalle, nú seg- ir þú fólkinu að fara héðan á stundinni! Það var hótun í hverju orði. Hún losnaði við það ómak. Þeir, sem eftir voru af gestun- um, tóku til fótanna og flýttu sér út. Rétt á eftir heyrðist að bílarnir óku af stað, hver af öðr- um. Ég heyrði að sumir hlógu vandræðalega. Það langar engan til að láta blanda sér í rifrildi. Ég var hissa á að Stuart skyldi ekki vera þarna með, hún hafði sagt að hún ætlaði út með hon- um. — Þú hefur eyðilagt fyrir mér kvöldið! öskraði Savalle. — Hvernig vogar þú þér að koma hingað og taka ákvarðanir, Li- am! Þetta er mitt heimili! - Það er Nicholas sem ræður húsum hér, sagði Liam þurrlega. — Þú hefur fyrir löngu misst réttinn til að kalla þig húsmóð- ur. Hann hrinti henni niður í stól- inn, sem Tessa hafði setið í með Lueindu í fanginu. Svo beygði hann sig yfir hana, hélt höndun- um á stólbríkunum, svo hún gat ekki staðið upp. — Þú lokaðir Lucindu inni í garðhúsinu! sagði hann. Savalle glápti reiðilega á hann. Mér datt í hug öskrandi tígris- dýr, sem sleikir sár sín. — Hún átti það skilið, svona snuðrari, sem laumast inn í garða fólks! •— Hve lengi hafðir þú hugs- að þér að halda henni þar? spurði Liam. Savalle yppti öxlum. Ég sá, mér til skelfingar, að henni var alveg sama. — Ég gleymdi henni reyndar.... — Hún sagði að þú hefðir ver- ið þar með Joel Weir. Þú hefur lélegan smekk, Savalle! Hún hallaði höfðinu aftur á bak, og horfði á hann undan hálfluktum augnlokum. —■ Jæja, finnst þér það, sagði hún með grautarlegri rödd. — Hann er eftir mínum smekk, Liam. Reglu- legt karlmenni, sem veit hvað hann vill! Ég býst við að þú ætl- ir að segja Nicholas frá því, er það ekki? — Auðvitað, sagði Liam. Þá hló hún. — Það er ekki skilnaðarsök að kyssa annan karlmann, það veiztu. Nicholas er búinn að reyna að finna ein- hverja átyllu til að losna við mig í mörg ár, en ég er sniðug. Segðu honum hvað sem þú vilt, en haltu þessum krakkaskratta frá garðinum mínum! Og nú verður þú að fara, Liam, ég ætla að fara í rúmið! — Ekki ennþá. Hægt og ró- lega sveigði hann andlit hennar ■upp á við, þannig að hún neydd- ist til að horfa í augu hans. — Ef þú snertir Lucindu nokkurn tíma aftur, þá verður mér að mæta! Ég skal þá ná mér niðri á þér, á allt annan hátt en Nic- holas getur gert. Nicholas er kvæntur þér og það er staðreynd, sem hann tekur tillit til. É'g virði hann fyrir það, en það bindur hendur hans. Ég hef ekki bundn- ar hendur, mundu það, Savalle! Hún rak upp svo hræðilegt öskur að mér fannst blóðið storkna í æðum mér. Liam gaf henni utan undir, svo hún þagn- aði strax og starði á hann og pírði augun. — Þú skalt einhvern tíma iðrast eftir þetta, Liam, sagði hún með silkimjúkri rödd. — Þetta er eins og þriðja flokks leiksýning, sagði hann með fyrirlitningu. — Hugsaðu þér hvað hefði skeð, ef við hefð- um kallað á lögregluna! Hvað hefðir þú sagt þeim? Að hún minnti þig alltaf á Cheryl? Ég efast um að þú segðir þeim að hún hafi verið vasaútgáfa af móður sinni? Sagt þeim að hún hafi alltaf öskrað og stappað í gólfið, til að fá vilja sinn? Komdu þér út héðan, hvæsti hún. — Og láttu aldrei sjá þig á High Trees framar! — Ég vil ekki hafa neitt saman við þig að sælda framar, Savalle, sagði Nicholas rólega. — Ég sel High Trees og flyt til út- landa. Ég held varla þú getir elt mig um hálfan heiminn til að fá hefnd. — Jæja, get ég það ekki? sagði hún. — Við sjáum nú til, Nick! — Ég fer þegar mér sýnist. Og mundu hvað ég sagði, Sa- valle. Ef þú snertir Lucindu einu sinni ennþá, þá gleymi ég allri siðmenningu! Hann gekk til mín. — Við skulum koma, sagði hann snöggt. Savalle staulaðist á fætur. Hún beygði sig niður og náði í skinn- kragann, sem hafði fallið á gólf- ið, sveipaði honum um sig með drottningarsvip. — Cheryl! sagði hún lágt. — Cheryl! Svo rak hún upp æðislegan hlátur, sem ómaði eftir okkur niður stíginn. Morguninn eftir hringdi Liam og sagði mér að hann hefði séð 22 VIKAN 38 tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.