Vikan


Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 3

Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 3
38. tölublað - 17. september 1970 - 32. árgangur VIKAN I ÞESSARI VIKU Palladómar Lúpusar um þingmennina okkar blessaða njóta greinilega mikilla vinsælda hjá lesendum, og nú er röðin komin að Jóhanni Hafstein, núverandi forsætisráðherra og einum helsta forustu- manni Sjálfstæðisflokksins. Ofblæði hefur löngum verið erfitt viðfangs, og sérstaklega skætt hefur það reynst ættum konunga og keisara. í þessari Viku er sagt frá tilraunum og lyfjum sem gefa von um að loksins geti þeir, sem þjást af þessum sjúkdómi, fengið bót meina sinna. „Flóttaleiðirnar eru óendanlega margar. Svefntöflur eru ein þeirra, áfengið önnur. Sjórinn eða bílaumferðin." Þessar setn- ingar eru úr upphafi smásögu eftir hinn kunna rithöfund Ingibjörgu Jónsdóttur. Sagan birtist í þessu blaði og ber heitið Lögtaksmenn koma á laugardagsmorgnum. í NÆSTU VIKU Parapsychology nefnist á ensku ein grein sálfræðivísinda, sem litt er þekkt hérlendis, þótt hún fjalli einmitt um efni, sem kváðu ísiendingum hugleikin flestum fremur. Það er að segja svokölluð dulræn fyrirbrigði. í næstu Viku verður viðtal við Erlend Haraldsson, sálfræðing, um vísindi þessi. Froskmennska er ein af vinsæiustu iþróttum nútímafólks, og á dögunum brugðu blaðamaður og Ijósmyndari frá Vikunni sér austur að Þingvöllum og köfuðu í Flosagjá. í næstu Viku koma myndir ásamt frásögn af þvi afreki. Hippunum er oft og mikið hallmælt og ekki alltaf af miklum skilningi eða sanngirni, en víst er hitt að með fáu fólki er fylgst af meiri forvitni þetta árið. Evrópskir hippar héldu fyrir skömmu festíval við Rotterdam í Hollandi og birtast myndir og frásögn af því i næsta blaði. FORSfÐAN Á henni sést hluti gömlu húsanna við Lækjargötu, sem enn er ekki vitað hvort fá að vera eða verða að fara. Sjá myndaopnu inni í blaðinu. f FULLRI ALVÖRU ÞETTA LÆRIST Þegar dómur hafði verið felldur yfir þeim, er stóðu að sprengjutilræðinu i Hvalfirði (lélega einkunn hefðu þeir fengið hjá Guevara), stóð einn hinna sakfelldu upp og las dómendum pistil ótrauður þrátt fyrir hamarshögg og framiköll rétt- visinnar. Komst ræðumaður svo að orði að þótt ekki hefði til þessa verið til siðs meðal íslend- inga að berjast fyrir skoðunum sínum með skemmdarverkum og skæruhernaði, þá mætti auðvitað læra þetta. Þar reyndist ræðumaður sannspárri en hann sjálfan hefur sjálfsagt órað fyrir, þvi að nú hafa honum og félögum hans sannanlega bætst læri- sveinar, sem fylgja fordæmi lærifeðranna trúlega að þvi frádregnu, að þeir framkvæma aðgerðir sínar með ólikt meiri myndarskap og árangri. Hér er að sjálfsögðu átt við stiflusprengingu Mývetn- inga nýverið. Yfirvöld landsins hafa þegar gripið til gagnaðgerða með þvi að fyrirskipa málsrann- sókn, en ekki verður því að óreyndu trúað um Þingeyinga að þeir láti slíkt skjóta sér skelk i bringu; reynt hafa þeir það brattara í átökum við landsins yfirvöld. Miðkvíslarsprengingin er sterkasta íslenska dæmið til þessa — allavega að frátaldri sendi- ráðstökunni í Stokkhólmi — um vaxandi vantrú manna á því að vænlegt sé að fá leiðréttingu mála sinna innan svokallaðs löglegs ramma. Dag- inn áður en þetta var ritað dreifðu „nokkrir námsmenn" um borgina bréfi, þar sem fólk er hvatt til „almennrar óhlýðni" gagnvart „opinberu ofbeldi". í bréfinu er þvi haldið fram að öll völd í þjóðfélaginu séu í höndum sérréttindastéttar, og skoðanafrelsi sé ekki til nema á pappirnum, þar eð fjölmiðlarnir séu ekki annað en áróðurspípur þeirrar sömu stéttar. Fólk, sem sé svo ólánssamt að vera fætt utan hagsmunamúra sérréttindaklik- unnar eigi því ekki annars kost, ef það vill ná rétti sinum, en að vippa sér út fyrir „ramma laganna" og hefja „aðgerðir". Taka sendiráðsins var á sínum tíma fordæmd með mörgum stórum orðum og hysteriskum hamagangi, og ekki er vafi á því að margir hugsa Mývetningum þörfina þessa dagana — flestir að visu þegjandi, af augljósum ástæðum. Það er áreynslulítið að koma fram með fljótfærn- isleqar fordæmingar, en það er bara ekki til neins. Miklu nær væri að reyna hræsnislaust að grafast fyrir um hinar raunverulegu ástæður til þess, að fólk skuli farið að lita á ráðandi aðila ís- lands sem ópersónulegt og ómannlegt bákn, sem hvað helzt hlýði máli valdbeitingar. dþ. VirVMM Útgeíandl; Hllmlr hf. Ritstjóri: Gylfl Gröndal. BlaOamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall- dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Sigriður Ól- afsdóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiOsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533. VerO 1 lausasölu kr. 50,00. ÁskriftarverO er 475 kr. fyrir 13 tölublöO ársfjórOungslega. 900 kr. fyrir 26 tölublöO misserislega. — Áskriftargjaldið grelOlst fyrirfram. Gjaldd. eru; Nóv., febrúar, maí og ágúst. 38. tbi. VIKAN 3

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.