Vikan


Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 44
Velduð þér yður bíl eftir hemlukerfinu, kœmi tœpust nemu einn til greinu £U a cr co £U s ■g- • =3 CQ 8> O HT Tvöfalt hemlakerfi-Tvöfalt öryggi læðast framhjá dyrum yðar til að fara upp til Savalle. Hún hef- ur kallað svo mikla óhamingju og sorg yfir aðra, mér þykir það leitt að það skyldi endilega þurfa að snerta yður líka! Eg gat ekki litið framan í hann. Hann var alvarlegur á svipinn þegar hann rétti mér vasaklút- inn sinn og ég þurrkaði mér um augun. Hann hélt að ég væri að gráta vegna Stuarts, en hann vissi ekki að það var vegna þess að ég var svo hrærð yfir um- hyggju hans, en það gat ég ekki sagt honum. — Hún tekur líka á móti Joel Weir, sagði Nicholas og það var viðbjóður í rödd hans. Ég sagði hugsandi: — Þessi vinátta við Joel Weir virðist hafa borið nokkuð brátt að. Hún þekkti hann ekki fyrr en hún kom til Seabridge, eða gerði hún það? — Jú, það gerði hún. Frú Danby er móðursystir hans og hún var ráðskona hjá okkur í London líka. Joel kom oft í heimsókn til hennar. Mér varð hugsað til Joels og frekjulegrar framkomu hans. Það var eins og eitthvert undar- legt samband væri milli hans, Savalle og frú Danby. Nicholas sleppti öxl minni og leit í kringum sig í sólbjörtum garðinum, eins og hann langaði til að vera þar kyrr. — Er ekki nokkur von til að hægt verði að laga hjónaband yðar? spurði ég, eins og til að segja eitthvað. — Nei! sagði hann hörkulega. — Þér hafið nú séð hvernig Sa- valle negðar sér og hvað henni dettur í hug. Það eina sem ég get gert úr þessu, er að reyna að koma í veg fyrir að hún geri fleirum mein! Það var hrollur í mér, þrátt fyrir hitann. Ég var fegin því að Savalle hafði aldrei stigið fæti sínum á Tarn, vegna þess að kuldi- og hrollur fylgdi henni alls staðar. Það hvarflaði líka að mér að það yrði ekki eins auð- velt að losa sig við hana og Nic- holas virtist halda. Ég hafði einhverja ónotatil- finningu, eins og eitthvað ægi- legt vofði yfir okkur. Ég vissi að Nicholas myndi láta til skarar skríða strax og Savalle kæmi heim, og að þá myndi eitthvað ógurlegt ske. Ég nefndi þetta aðeins við Al- an Drake, einn daginn, þegar ég fór til vinnustofu Liams. Ég var með skilaboð til Liams frá móð- ur hans. — Líklega hefur þú á réttu að standa, sagði hann. — Hvað er langt síðan Savalle fór? -—- Þrír dagar. — Þá kemur hún á mánudag- inn, það er alveg öruggt, sagði hann og ég var hissa á hve hann þóttist viss. •— Þegar bátur Joels kemur aftur frá Frakklandi. Hann fór með hóp af ferða- mönnum. —• Hvaða samband er á milli þess og heimkomu Savalle? spurði ég undrandi. — Bíddu og sjáðu. Það getur verið að mér skjátlist. Ég skildi hann ekki. Hann var nokkuð skrítin skrúfa, þessi sam- starfsmaður Liams. En hann hafði á réttu að standa, Savalle kom heim á mánudag. Hún kom um kvöldið. Það hafði verið rigning og rok allan daginn og það hvein í öllu, þegar Savalle steig út úr bíln- um, með fangið fullt af blómum. Hún kom æðandi inn í stof- una, þar sem við vorum að drekka kaffi eftir matinn. Ég varð strax kvíðin, vegna þess að ég vissi að stormurinn úti væri ekki neitt í samanburði við það, sem nú myndi dynja yfir. Hún kom æðandi inn í stof- una, með slegið hár og fráflak- andi kápuna, svo skarlatsrauður kjóllinn sást vel. Augun voru líkust smarögðum, gneistandi skær og um varir hennar lék munaðarlegt bros. — Komið þið sæl, elskurnar mínar, sagði hún ofsakát. — En hve það er yndislegt að vera komin heim! Enginn sagði neitt. Ég sá hvernig vöðvarnir kipptust til í andliti Nicholas. Það hvarflaði að mér í fyrsta sinn að hann hefði líklega andstyggð á alls konar valdbeitingu. Hann hafði mikinn viljastyrk og það var hægt að gera hann ofsalega reið- an, en hann hafði ótrúlega mik- ið vald á skapi sínu. — Ja, svei, en þær móttökur! Rödd hennar var glaðleg og hláturinn dillandi. Hún gekk til hans, lagði armana um háls hans og lyfti stríðnislega andlitinu, eins og til að kyssa hann. Hann ýtti henni frá sér og ég sá að hann varð að beita kröftum. — En ástin mín, hvað er þetta. Augu hennar voru stór og sak- leysisleg. — Hvað hef ég nú gert? Ég skrapp til London í nokkra daga, mig langaði í svo- litla tilbreytingu. — Hvers vegna lokaðir þú Lu- cindu inni í garðhúsinu? spurði hann. Hún hristi undrandi höfuðið. — Hvað ertu að segja, — hver hefur sagt þér það? Hvers vegna ætti ég að fremja slíkt glapræði? — Ef til vill vegna þess að 44 VIKAN 38- tw-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.