Vikan


Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 8
 MIG DREYMDI Eldgos Kæri draumráðandi! Mig dreymdi að ég, foreldrar mínir og systkini sætum inni í stofu við að horfa á sjónvarpið. Við vorum að horfa á einhverja mynd í því. Lítið transistorút- varpstæki stóð á borði þar inni, og var einhver að fikta í því. Allt í einu kviknaði á tækinu og þulurinn sagði að allt svæðið frá Heklu og niður að Reykjavík sé logandi af hrauni og sjáist vel til þess úr miðbænum. Við hlupum öll út til að sjá þetta, og verðum vitni að er jörð- in springur og hraunið vellur upp. Ekki var búið að byggja Ár- bæjarhverfið og Bústaðakirkja fannst mér vera það lág, að sá yfir hana úr raðhúsunum við Tunguveg og Ásgarð. Þar sem við stóðum þarna og horfðum á, kallaði mamma upp yfir sig: — Nú er heimsendir kominn! Við efri enda Bústaðakirkju (kirkjuskipið var það eina sem búið var að reisa í draumnum) var smátjörn, og allt í einu komu þar upp glóandi hraunslettur. Við tjörnina stóð stelpa og horfði á, en hvarf von bráðar á brott. Þá kom fullvaxinn karlmaður þar að'Og horfði á hraunið spýt- ast upp, og ætlaði hann að at- huga það nánar og taka lítið stykki. En áður en það varð sneri ég mér undan og vaknaði við það. Ég vona að þér finnist þetta ekki eins lygilegt og það litur út fyrir að vera, og því vona ég að þú ráðir þennan draum fyrir mig eins fljótt og auðið er. Fyrirgefðu hrafnasparkið, rit- villurnar og allt krassið. Þinn Gunnar Jónsson. Nei, mér finnst þetta alls ekki lygilegt, því þessi möguleiki er sagður fyrir hendi, að vísu er ekki reiknað með því að það verði hraun úr Heklu sem yfir okkur Iekur, heldur úr Bláfjöll- unum. En að dreyma eldgos og eld- fjöll er, þótt undarlegt megi virðast, fyrir frið og gleði, og ekki spillir kirkjan fyrir í þeim efnum. Því viljum við ráða draum þinn þannig að innan skamms muni móðir þín fá ein- hverjar nýjar fréttir sem koma til með að valda ykkur mikilli gleði og ánægju, svo það er ekk- ert að óttast. Gulur jakki af afa Kæri draumráðandi! Mig dreymdi að ég væri í her- bergi þar sem margt fólk var samankomið. Úr þessu herbergi var gengið inn í annað minna, en það herbergi var fullt af fötum, allavega litum. Mér fannst ég vera í rauðum jakka, og er hann með því sniði sem mest er í tízku núna. Þá finnst mér að til mín komi fólk og láti mig fá gulan jakka, sem er eins og minn í sniðinu. Mér er sagt að afi minn hafi átt jakkann, og að ég megi eiga hann. (Afi minn var dáinn áður en ég fæddist). Ég tók við jakk- anum og mátaði hann. Það vakti þá furðu mína hversu nákvæm- lega hann passaði mér og eins að hann skyldi vera eins í snið- inu og þeir sem nú eru hæst- móðsins. Mér fannst vera árið 1930 eða eitthvað svoleiðis, en þó er ég ekki nema 15 ára. Jæja, ég fór úr jakkanum og setti hann á stólbak og fór svo og skemmti mér með fólkinu. Það var skrýtið við jakkann, að hann var með þremur tölum að framan (minn rauði er með tveim) og efsta talan var stór og svört, en sums staðar sást í hvítt vegna slits. Miðtalan var minni, venjuleg jakkatala, en sú neðsta var minnst og svört. Svo hélt ég áfram að skemmta mér með fólkinu en þegar ég fór aftur inn í herbergið og ætlaði að ná í jakkann, fann ég hann ekki fyrr en ég var búin að róta mikið til í allri fatahrúguni. — Loksins fann ég tvo eins jakka, sem höfðu verið gulir, en voru nú útslettir í brúnni sósu, þó sást í gult á stöku stað. Ég þekkti minn af tölunum, og það síðasta sem ég man áður en ég vaknaði voru mislitu tölurnar. Ég vona að þú getir ráðið þennan draum fyrir mig. Anton Jónsson. Allt í sambandi við þennan draum er heldur óljóst og erfitt að segja til um hvað er. Þó þykj- umst við sjá að þú eigir eftir að eiga í einhverjum veikindum, þó ekki ýkja alvarlegum eða lang- vinnum. Áður en það verður átt þú þó eftir að upplifa ýmislegt skemmtilegt.... Svar til „einnar sem fær oft martröð" Draumur þessi er vísbending um það að innan skamms munt þú fá fréttir sem hryggja þig, því einhver nákominn þér svík- ur þig og/eða bregzt trausti þínu. P.S. Skriftin er ekki nægilega falleg af 15 ára, en með æfingu er auðvelt fyrir þig að laga það. Sérstaklega ættir þú að athuga að skrifa ekki svona þétt, því á köflum var erfitt að lesa bréfið þitt. 8 VIKAN :8. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.