Vikan


Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 17

Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 17
engin ljós. Þeir hristast til og frá, fullir af fólki, sem allt bíður í maganum á strætóunum og bíður þess að vera hrækt út á götuna, eins og hvalux-inn spýtti Jónasi úr sér forðum. Honum hefur sennilega orðið bumbult eins og strætónum, sem á að aka fólk- inu heim og finna svitalyktina, tóbaksfýluna og timburmennina, sem alla ætla að drepa á mánu- dagsmorgnum. Svo fara farþegarnir að treysta á það að strætóstjórar leggi al- drei af stað fyrr en rétt eftir að þeir eiga að fara. Það er að segja strætóstjórar, sem aka strætón- um, sem ég fer með. Hinir sem keyra af torginu eru skikkan- legir. En það er áreiðanlega vegna þess að það er banki við torgið. Þeir haga sér rétt eins og ég og skreppa í búðir og kaupa sér sígarettur og svo kemur þetta fyrir. Það reynist vera nýr strætóstjóri við stýrið. Hann er ekki farinn að drekka kaffi í tíu mínútur af hverjum hálftíma og hann bíður ekki eft- ir því að klukkan verði kortér yfir. Hann fer á réttum tíma! Og þarna stöndum við öll sem treystum á óstundvísu, kaffi- þyrstu strætóstjórana, bíðandi og misstum af strætó. Er það ekki voðalegt? Eg er að hugsa um að ganga niður að aðgæta, hvort hann er grænn eins og augun í mér eða grár eins og augun í honum Jóni mín- um Jónssyni. Hann er grænn, þegar honum er sama um allt og þegar hann vill bara vera fallegur. Hann er grár, þegar hann er reiður. Sjórinn er aldrei eins. Eg hef lesið um það, að vand- ræðaunglingar séu vandræða- unglingar, af því að í þeim búi svo mikið gott, að þeir viti ekki, hvernig það á að komast á yfir- borðið, og þess vegna séu þeir svona miklir vandræðaungling- ar. Eg er svona mikil vandræða- kona, af því að í mér býr svo mikið vont — og það kemst al- drei á yfirborðið, af því að yfir- borðið er svo gott. Þetta vonda er ég, sem er inn- an í mér, sem er innan í mér, sem veit að lögtaksmenn koma á laugardagsmorgnum og það er mér að kenna að þeir koma. Mér finnst gaman að sjá þá. Á eftir skal ég segja ykkur, hvern- ig ég tek á móti þeim. Þeir sanna mér, hvað ég er vond. Að í mér búa árar og púkar. Litlir drísil- djöflar, sem hamast og reyna að lifp og komast út. Ég er ekki drekkandi kaffi- kerling meðan ég á litlu púkana skríðandi og iðandi fyrir innan tinnúftav.sem ég sé í speglinum. Tinna get'úr-verið græn. Tinna þarf ekki að vera .................. Mig langar til að vera góð, en það er svo leiðinlegt. Það er hundleiðinlegt að vera eins og allir hinir. Það er samt verra að gera eitthvað til að láta á sér bera og það jafnvel eins þó að mann hafi aldrei langað til að láta á sér bera. Það er eins og að gera í sig á almannafæri. Að leysa niður um sig á torginu og láta alla horfa á mann skíta þar. Og það jafnvel í dág, þegar það er orð- ið fínt að skrifa um hland og skít. Krakkarnir eru meira að segja farnir að þora að kalla það hland og skít og hætt að segja kúkur og piss. Hvað á maður að gera, þegar drísildjöflarnir bölsótast og djöflast fyrir innan rimlana og höftin og krefjast þess að eitt- hvað sé gert? Það er allt í lagi fyrir snillingana — ekki fyrir aumingja eins og mig. Snillingarnir búa til snilldar- verk úr hamaganginum og af- saka sig með séníalítetinu. Ég hef enga afsökun. Ég flý bara. Ég er nefnilega ein af þeim, *. / » sem flýja..veruleikann,.úf ’þ.ví að við þorum'ékki.að-hOrfast í kugu. við hann. Og samt veit ég hver veruleikinn er. Hann er lögtaksmennirnir, sem koma á laugardagsmorgnum. Eini veruleikinn sem er. Hvað eiga ræflar eins og ég með græn og glær augu að gera við drísildjöflana, fyrst við eig- um ekki neistann, aðeins hama- ganginn? Er ekki betra að vita. að ég er ekki neitt nema fægð, græn, gneistandi augu, sem minna á lítið glerbrot í fjörunni, þegar ég var telpa? Grænt glerbrot liggjandi inn- an um dósir og þang. Glitrandi, lítill eðalsteinn, sem aldrei varð neitt nema glerbrot, en áleit samt að hann mætti vera annað og meira? Svona rétt eins og ég. Tómur og titrandi, lítill og kallandi. Vonandi, bíðandi, al- drei fáandi eitt eða neitt. Eða kannski alltof mikið Allt sem hugurinn girntist, en drísil- djöflarnir ekki. Framhald á bls. 41 38. tbi. VIKAN 17

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.