Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 45
Lucinda sá þig með einhverjum,
sagði Nicholas með ískaldri ró.
Hvað hefði Lucinda átt að
gera í garðinum okkar, Nick?
Það hefur einhver logið heldur
betur að þér, ástin mín!
— Lucinda sagði það sjálf,
sagði frú Mede.
■ Já, en þú veizt að börn hafa
mikið hugmyndaflug, sagði Sa-
valle í mildum ásökunarróm,
svo það lá við að mér dytti í
hug hvort mig hefði ekki dreymt
að ég kom að Lucindu i garð-
húsinu. Það var eins og hún gæti
dáleitt alla. Ef hún notaði þetta
afl til að koma sér vel hjá Stu-
art, þá var honutn vorkunn,
hugsaði ég.
— Savalle, sagði Nieholas
kuldalega, — ég er orðinn þreytt-
ur á þessu öllu. Ég er þreyttur
á þessum blekkingaleik og reiði-
köstum, — þreyttur á ástaræv-
intýrum þínum og þessu falska
sakleysi. Ég hef ákveðið að selja
High Trees. Þú getur farið hvert
sem þú vilt. Ég læt þig hafa nóg
til að lifa af, en ég bý aldrei
framar undir sama þaki og þú.
Eg sá hvernig reiðin blossaði
upp í henni, en það var aðeins
andartak. Á næsta augnabliki
brosti hún blíðlega. — Nei, ást-
in mín, svo auðveldlega losnar
þú ekki við mig. Hugsaðu um
sorgbitna konu, sem vill gera allt
til að vinna eiginmann sinn aft-
ur, — manninn, sem hefur gert
sig að fífli vegna tvítugrar
stelpu! Það væri nú saga til
næsta bæjar, tæki sig vel út á
síðum dagblaðsins hérná, —
reyndar líka í stórblöðunum. Og
ég myndi segja svo snilldarlega
frá þessu, að enginn hefði nokkra
samúð með þér. Mjög snilldar-
lega, það geturðu verið viss um!
É'g vissi vel að hún gat gert
þetta og ég leit af fölu andliti
frú Mede á reiðilegan svip Nic-
holas.
Það eru til sjúkrahús ann-
ars staðar í heiminum, það þarf
ekki að vera hér í landi. Þú get-
ur ekki elt mig um hálfan heim-
inn til að fá hefnd.
— Get ég það ekki? spurði
hún blíðlega. — Við skulum sjá
til, Nick.
Hún sendi honum fingurkoss
og sveif dansandi út úr stofunni.
Hárið stóð aftur af höfði hennar
og hún hló dillandi hlátri. Það
var ótrúlegt hve vel henni tókst
að leyna vonbrigðum sínum, en
ég sá hatrið gneista í augum
hennar aðeins brot úr sekúndu.
Framhald í næsta blaði.
Hús og húsbúnaður
Framhald af bls. 27.
að íslendingum er ekki sýnt að
fara smekklega með sterka liti
og húsamálarar hafá ekki reynzt
þess megnugir að bæta þar um.
Fyrir um það bil 15 árum komst
í tízku að mála íbúðir í mjög
sterkum litum. Stundum voru
litirnir jafn margir veggjunum
og stuhdum voru márgir litir á
einum og sama veggnum. Varlá
þarf að eyða orðum að þvi, hvað
það var smekklaust, enda urðu
allir fljótlega leiðir á því og síð-
an hefur mátt segja, að mikil
litahræðsla hafi ríkt. Fólk vill
ekki brenna sig tvisvar á sama
soðinu. Enn eru veggir varla
málaðir öðruvísi en' hvítir eða
þeinhvítir. Það er út af fyrir sig
í lagi, ef efnisáferð og litir að
öðru leyti koma á móti. Veggir
eiga hvort sem er að vera bak-
grunnur.
Til að gefa hugmynd um, hvað
við er átt, verða hér tíndar til
nokkrar myndir, sem sýna vel,
hvað dirfska og hugmyndaauðgi
geta breytt miklu.
Fangi nasista
Framhald af bls. 13.
industri sauð síðan saman upp
úr efninu hryllilega ástarsögu,
og allir vita nú hvað kvenfólk
hefur mikið með hvalveiðar að
gera. Aðeins einn hvalur var
skotinn í myndinni, og hann lá
kyrr og varð nauðauðveld veiði.
Hins vegar hafði ég filmað mik-
ið af spennandi eltingaleik við
hvali, en ekkert af því var not-
að í myndinni. Ég hafði líka
filmað mikið af hinu stórkost-
lega dýralífi þarna suður frá,
en ekkert af því kom heldur
fram í myndinni.
Félagið tapaði verulega á þess-
ari mynd að eigin sögn, og ég
get ekki sagt annað en það hafi
verið því mátulegt.
Gestur BárSarson
Norðmenn mega annars lík-
lega fagna því að ekki varð úr
frekara kvikmyndunarsamstarfi
við Svía. Því að 1939 kom í ljós
árangurinn af starfi Tancreds
Ibsens það árið, sem sé kvik-
myndin Gestur Bárðarson (Gjest
Baardsen), og enn var Alfred
Maurstad í aðalhlutverkinu.
— Mörg atriði þessarar mynd-
ar voru tekin án nokkurs undir-
búnings á'stundinni og staðnum,
segir Ibsen. — Maurstad var
stórkostlegur, en ég varð að
gæta þess að hann ofgerði ekki.
Myndatökurnar fóru fram víðs
vegar um allt land. Ég man sér-
staklega eftir einu atviki, þegar
við komum á bóndabæ í Sogni.
Ég spurði bóndann hvort hann
og fjölskylda hans gætu hugsað
sér að verða með sem statistar.
Þau voru fús til þess, og síðan
fylltist bærinn af kvikmynda-
leikurum og tæknimönnum, sem
ásamt heimafólkinu löguðu til
fyrir myndatökuna.
Gestur Bárðarson var frum-
sýndur í desember 1939. En í
apríl 1940 fékk Tancred Ibsen
um annað að hugsa en kvik-
myndir.
Innrásin
Atburðirnir níunda apríl komu
eins og þruma úr heiðskíru lofti
yfir flesta. Tancred Ibsen, for-
ingi í annarri upplenzku dra-
gónaherdeildinni, gaf sig fram
til þjónustu í Akurshússkastala
klukkan átta um morguninn,
klæddur einkennisbúningi. En
þar var enginn til að gefa sig
fram við. Allir hermenn voru á
bak og burt úr kastalanum, svo
að Ibsen settist upp í bíl sinn og
ók til Hamars, þar sem herdeild-
in hafði aðalstöðvar.
Osló höfðu Þjóðverjar þá her-
tekið, og þýzkur varðmaður ætl-
aði að stöðva norska liðsforingj-
ann, en fékk þá heldur betur
orð í eyra, því að enn hafði ekki
verið lýst yfir stríði milli Þýzka-
lands og Noregs. Og Ibsen fékk
að fara leiðar sinnar.
Á Hamri ríkti einnig mikil
ringulreið. Engin hervæðingar-
skipun hafði verið gefin, en
menn streymdu að til að láta skrá
sig í herinn. Þegar byssunum var
útbýtt, sýndi sig að margar
þeirra vantaði nauðsynlega hluti.
Hermönnunum voru einnig af-
hent dánarmerki með númerum.
En gamli liðþjálfinn, sem gerði
það, merkti ekki við hjá sér
hvaða merki hver fékk.
Þegar enginn vafi var á því
lengur að Noregur var kominn í
stríðið, hörfuðu norsku her-
sveitirnar undan til Lillehamm-
er, og fyrir norðan Hamar fóru
38. tbi. VIKAN 45
FRÁ RAFHA
NÝ ELDAVÉL GERÐ E6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ
STIGLAUSRI STLLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM
STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu
og bökun stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element
(grill), stór hitaskúffa, Ijós í ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322