Vikan


Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 46

Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 46
græn~ meti er góö~ metí. Húsmæður Gefið fjölskyldunni holla og efnaríka faeðu. Tómatar, agúrkur, gulrætur, steinselja og salat fæst í næstu matvörubúð. verkfræðingasveitirnar að koma upp víggirðingum. Fólk streymdi að og horfði forvitið á, eins og verið væri að taka kvikmynd. Fáir höfðu ennþá áttað sig á að í rauninni var komið stríð. — Það var undarleg reynsla að vera hafður að skotmarki í fyrsta sinn, segir Ibsen. — Þá var ég staddur með herflokkn- um mínum á skógarholti nokkru, og þýzk sprengjuvarpa beindi að okkur sendingum svo flísarnar ruku um allt. Mig langaði mest til að taka sprettinn, en af því að ég var liðsforingi varð ég að sýnast hugrakkur. Ég kveikti mér í sígarettu og bældi niður hræðsluna. Það furðulega var að eftir stutta stund var hræðslan horfin. Mörgum mánuðum síðar, þegar öllu var lokið og ég var aftur kominn til Oslóar, var ég á gangi við Stórtorgið og fann þá allt í einu að blóðið lagaði úr mjöðm mér. Ég fór inn í lyfja- búð og fékk að fara inn í hliðar- herbergi. Þá sýndi sig að löng og mjó koparflís var á leið út úr húðinni. Ég hafði þá orðið fyrir henni þarna á holtinu en ekki veitt því athygli fyrr. I bardögunum við Lillehamm- er fengu Norðmenn liðveizlu brezkrar herdeildar undir stjórn ofursta, sem endilega þurfti að heita German. Ibsen var í bráð- ina staðsettur meðal Bretanna sem sambandsliðsforingi. Einu sinni þurfti að fá símasamband án tafar. En síminn var dauður. Ibsen fór til næstu símstöðvar. Þar var enginn. Um síðir fann hann þó starfsfólk stöðvarinnar, sem upplýsti hann um að sam- kvæmt reglugerðinni væri sím- inn lokaður á sunnudögum. Starfsfólkið var hið þverasta unz Ibsen miðaði á það skammbyssu. Undanhaldið - martröð — Stríðið varð mér mikil upp- spretta mannþekkingar, segir Ib- sen. — Reynsla mín varð sú að það eru ekki alltaf þeir, sem maður bindur mestar vonir við, sem standa sig bezt þegar mest á ríður. Það kom fyrir að ólík- legustu menn hurfu eins og jörð- in hefði gleypt þá undireins og eitthvað harðnaði á dalnum. Tancred Ibsen var með Bret- unum allt undanhaldið eftir Guðbrandsdalnum. Hann fékk seinna brezka stríðskrossinn (Military Cross) fyrir fram- göngu sína þá. En úrslitin urðu sem hvert barn veit. Þjóðverjar þröngdu bæði Norðmönnum og Bretum á undan sér ofan Raumsdal nið- ur að Andalsnes, þar sem ensku hermennirnir voru teknir um borð i skip sinna manna en Norð- mennirnir gáfust upp. — Undanhaldið niður Raums- dalinn var martröð. Vegurinn þar er á barmi hengiflugs og við gátum hvergi leitað skjóls þegar — Hvernig varð manninum þínum við, þegar þú keyptir litsjónvarp? — Hann var grár! C”í i) Lr 1 US-: — Viljið þér skoða í mér tennurnar líka, herra forstjóri? — í yðar sporum myndi ég ekki stappa svona fast, liðþjálfi! — Ég ætlaði að spyrja yður hvaða þvottaefni þér notið, en það er bezta að sleppa því! — Hvað sé ég, ertu búinn að setja upp einkabílastæði á grunninum? 46 VIKAN 38. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.