Vikan


Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 27

Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 27
Þegar litazt er um í nýlegum íbúðum og hús- um, þá kemur berlega í ljós, að hugmyndaauðgi í húsbúnaði og innréttingum stendur ekki á mjög háu stigi. Flestar íbúðir eru ótrúlega lík- ar; byggingarefni eru þau sömu, frágangur iðn- aðarmanna hinn sami, litaval er hér um bil alls staðar eins, harðviðurinn í skápunum og hurð- unum og harðplastið í eldhúsunum, allt er eins. Það dregur hver dám af sínum sessunaut, var einu sinni sagt og sannast það hér. Fáum kem- ur til hugar að skapa persónulegan blæ á heim- ili sitt. Þó þarf slíkt ekki að vera dýrt. Það munar einkum og sér í lagi því, hvort viðkom- andi nennir að leggja höfuðið í bleyti og hugsa eitthvað út fyrir það, sem hann hefur séð í öðrum nýjum íbúðum. Áhrifamikið er að skapa andstæðu milli grófr- ar áferðar og fínnar. Útveggrur úr máluðum mátsteini fer fel á móti innvegg úr viði. í stað harðviðarins mætti oft nota grófa furu með jafn góðum árangri, að ekki sé talað um vegg- fóður, sem nú fæst í talsverðu úrvali og er allt- of Iítið notað. Plasthúðað veggfóður er af- brags byggingarefni, betra að þvo það en flöt, málaðan með plastmálningu. Auk þess sér minna á því. Veggfóður má nota með góðum árangri með máluðum flötum. Fjölbreytni og dirfska í húsbúnaði næst mæta- vel með notkun margvíslegra byggingarefna og menn ættu að muna, að óþarft er að vera hræddur við grófa áferð. Aftur á móti er ástæða til að segja nokkur varnarorð gagnvart sterk- um litum. Að sjálfsögðu er æskilegt að nota sterka liti með í hófi. En reynslan hefur sýnt, Framhald á bls. 45. Flest eldhús í nýjum, íslenzk- um húsum eru sérsmíðuð, en samt eru þau svo að segja eins með örfáum undantekningum. Hugmyndafluginu er ekki fyrir að fara, þegar helzti íveru- staður og vinnustaður hús- móðurinnar er annars vegar. Ekki veitir af að hræra dálítið upp í viðteknum hugmyndum og á meðfylgjandi mynd er lausn, sem sumir hinna íhalds- sömu mundu kalla djarfa, en í rauninni er hún það alls ekki. Litirnir eru mildir i gulu og brúnu. Sperrur og furu- bjálkar eru í loftinu, grjót- hleðsla á bakveggnum og mál- aðir skápar með sérstökum skreytingum og gamaldags höldum og lömum. Við lifum á tímum poptízk- unnar, í listum, í klæðaburði, músík og húsbúnaði. Poplist og .Oplist hafa sameiginlega skapað stíl í húsbúnaði, sem að minnsta kosti höfðar mjög til ungu kynslóðarinnar. Litir og form tala þar sínu ferska og frísklega máli, en það verð- ur að gæta sín, að heildin verði ekki of óróleg. Á með- fylgjandi mynd er gengið eins langt í djarfri mynsturáferð og framast er hægt. Poptízk- unni fylgja sérstakir litir. Áherzla er lögð á rautt, bleikt, fjólublátt og blátt. Poptízkan verkar ekki róandi. Þvert á móti verkar hún æsandi líkt og hún vilji rífa mann upp af svefni. En rósemin á rétt á sér fyrir því. Dökkir veggir verka mjög róandi og með þeim stóru gluggum, sem nú tíðkast að hafa á húsum, verður engan veginn of dimmt, þótt veggirnir séu málaðir dökkir. Athugið einnig, að hverskyns litir fara mjög vel með dökkum veggjalit. Aftur á móti hafa dökkir litir þá náttúru, að manni finnst stofan eða herbergið aðeins minna, þegar búið er að mála veggina með dökkum lit. Um árabil hafa allir veggir verið málaðir hvítir. Hvernig væri nú að breyta dálítið til. Á meðfylgjandi tveim myndum sést stofa, þar sem veggirnir hafa verið málaðir með mjög dökkum lit. Takið sérstaklega eftir, hvað myndirnar standa vel á þessum dökka grunni. DALÍTIB MEIRIDIRF8KA

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.