Vikan - 17.09.1970, Blaðsíða 39
Sharon Tate
Framhald af bls. 19.
núverandi þjóðskipulagi. Það var
eftir að hann hafði árangurs-
laust reynt að notfæra sér sam-
bönd í tónlistarheiminum og líka
árangurslaust boðið fram stúlk-
ur sínar til að syngja ljóð sín og
lög inn á plötur. Hann reyndi
ekki að leyna þessum nýju kenn-
ingum. Öllum var heimilt að
hlusta á boðskap hans um dauða
og eyðileggingu þeirra, sem
stóðu í vegi hans.
Þjónustustúlkan Winifred
Chapman kom fyrst á
morðstaðinn, klukkan 8.30 á
laugardagsmorguninn 9. ágúst.
Hún reyndi að hringja til lög-
reglunnar, en síminn var ekki í
sambandi. Hún hljóp æpandi
niður veginn til eins af ná-
grannahúsunum. Klukkutíma
síðar komu margir lögreglubíl-
ar fullir af lögregluþjónum.
Þeir gengu svo inn um hliðið,
sem Winifred Chapman hafði
skilið eftir opið, vopnaðir
skammbyssum. Rétt fyrir innan
hliðið stóð hvítur bíll og í öku-
mannssætinu lá piltur fram á
stýrið. Hann var með þrjú kúlu-
göt á höfðinu. Hundur tók að
gelta og frá kofa garðyrkju-
mannsins, sem var í hinum enda
garðsins, heyrðist hrópað: —
Haltu kjafti! Lögreglan flýtti sér
þangað og náði fljótlega í garð-
yrkjumanninn, William Garret-
son, sem var mjög ölvaður.
A grasbalanum, fyrir framan
aðaldyrnar, lá Voityck Fry-
kowski látinn. Hann hafði verið
skotinn og líka stunginn hníf-
um. Blóðspor lágu frá líki hans
að dyrunum. Á hurðina var
skrifað með blóði ,,Svín“.
Sharon Tate og Jay Sebring
voru í dagstofunni. Sharon var
klædd í gegnsæjan náttkjól og
Jay Sebring lá á hliðinni með
höfuðið upp að henni. Bæði voru
líkin með mörgum hnífsstungum
og um háls þeirra beggja var
bundinn nylonkaðall, sem síðan
var festur upp í loftbjálka.
Blóðspor lágu líka út úr dag-
stofunni út að sundlauginni. Það
var sú leið, sem Gibby Folger
reyndi til að komast undan
morðingjunum. Hún var líka
stungin til bana með hnífum.
Þegar krufningin fór fram kom
í ljós að hún hafði neytt fjórum
sinnum meira af fíknilyfjum en
Frykowski. Það kom líka í ljós
að hún hafði drukkið tvö til
þrjú glös af vínblöndu um kvöld-
ið.
Símalínan var sundurskorin,
svo það bendir til að morðin hafi
verið ákveðin fyrirfram. Fingra-
för, sem ekki pössuðu við neinn
af íbúum hússins, fundust á úti-
dyrunum og önnur á dyrunum
út að sundlauginni.
— Þettá líkist helzt helgisiða-
Colgate fluor
gerir tennurnar sterkari
við hverja burstun.
SPYRJIÐ. TANNLÆKNI YÐAR . . .
hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate
Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og
allrar fjölskyldunnar.
BYRJIÐ í DAG - ÞAÐ ER ALDREI OF SEINT . . .
Frá allra fyrstu burstun styrkir Colgate F.luor
tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum.
Með því að bursta tennurnar daglega með Col-
gate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn
sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög
er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt
tennur barnanna.
Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur.
38. tw. VIKAN 39