Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 28
AFKOMENDUR FLETCHER CHRISTIANS
HALDA ÞVf FRAM AÐ HANN HAFI
VERIÐ HEIÐARLEGUR MAÐUR, SEM ÖRUGG-
LEGA HEFÐI ALDREI KOMIÐ TIL
HUGAR AÐ GERA SIG SEKAN UM
AUÐVIRÐILEGAN STULD
hefur fætt honum tvö börn. Leik-
stjórinn var í mestu vandræðum
með Brando, sem lét bíða eftir
sér svo dögum skipti, og þegar
hann loksins fékkst til að sinna
starfinu, heimtaði hann stöðugt
ný textahandrit.
Við Bounty-víkina lifir fólkið
mjög frumstæðu lífi, eiginlega
lítt frábrugðið því sem var fyr-
ir hundrað árum. Þær myndir,
sem hér fylgja, lýsa nokkuð
lifnaðarháttum fólksins, en þær
voru teknar á þessu ári.
Biblían, sem Parkin Christian
er að lesa, var upphaflega skips-
biblía á „Bounty“. Amerískur
hvalfangari hafði einhvern tíma
fengið hana að gjöf, en kom
henni aftur til Pitcairn árið
1950 Quintal Quintal (afkomandi
eins af skipshöfninni) sýnir
blaðamanninum leyfar af einni
fallbyssunni á „Bounty“. Þessir
eldri menn bera þess engin
merki að hafa erft uppreisnar-
hug forfeðra sinna. fbúar Pit-
cairn eru guðhrætt fólk. John
Adams, sem lifði lengst allra
uppreisnarmannanna, stofnaði
trúarflokk, rétt fyrir andlát sitt,
og síðan hefur verið bannað að
dansa og drekka áfengi — og
jafnvel te og kaffi eru forboðn-
ir drykkir.
„Þetta var upphafið," segir
Bernard Christian, sem bendir á
málverk af „Bounty", sem sýnir
hinn fræga forföður, þar sem
hann stendur í lyftingu og horf-
ir á eftir skipsbátnum, þar sem
Bligh skipstjóri er að leggja af
stað í sína löngu og erfiðu ferð,
sem tók hann 41 dag.
Fletcher Christian, sem er að-
eins 16 ára, hlustar með andakt
á sögur hins gamla Fred Christ-
ians. Þessir járnhlutir hafa
fundizt í víkinni, þar sem upp-
28 VIKAN tbi.