Vikan


Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 33

Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 33
anzaði engu og hljóp eins og fætur toguðu, en kom þá í kjall- ara, þar sem allt moraði í hund- um. Þá birtist strákur með glas í hendinni og sagði hann mér að koma, en ég neitaði enn. Svo hljóp ég aftur af stað og upp nokkra stiga og þá sá ég dyr sem ég hafði ekki séð áður, svo ég fór út. Þar var fyrir löng gang- stétt og er ég hafði hlaupið hana á enda, kom ég að girðingu með hliði. Þegar ég kom þar út beið pabbi eftir mér, en svo vaknaði ég og um leið keyrði hann (pabbi) í burtu frá húsinu. Ein, sem dreymir sjaldan. Þessi draumur er mjög óljós, og ekki sízt fyrir það að þú nefnir ekki litinn. Svartur litur er tii dæmis fyrir sorg í ættinni, brúnn fyrir gleði, rauður fyrir brúðkaupi og svo framvegis. En samt sem áður viljum við ráða þennan draum á þann hátt, að þú lendir í erfiðleikum; takir þér fyrir hendur eitthvert verk- efni sem þú átt svo í erfiðleik- um með að ráða við, og lætur þér ekki segjast fyrr en er orð- ið of seint. Ekki verður þetta þó svo alvarlegt að þú hafir neitt óskaplega slæmt af. G.Ó. sendir okkur draum, sem við megum ekki birta, en verð- um þó eiginlega að gera að nokkru leyti, því að öðrum kosti er lítið vit í ráðningunni. Henni fannst hún sofa hjá strák sem hún var með fyrir nokkrum mánuðum og þótti þeim það al- veg sjálfsagt. Svo héldu þau bæði í vinnu og enduðu á ein- hverjum lager, þar sem hún bað liann um peninga og þótti henni það líka sjálfsagt, enda hafa þau sjálfsagt verið eitthvað nátengd í draumnum. En smápeningur datt niður í rifu og er hún ætl- aði að taka hann upp, vaknaði hún. Svo spyr hún hvað það naerki að vera að berjast við svefninn og smádotta. Því er fljótsvarað: Maður er syfjaður. En þessi draumur boðar henni ekkert illt, heldur eitthvað gott. Hann er bara svo óljós, að það er erfitt að segja til um hvað það er, en ekki er laust við að það geti verið einhver fjárhags- legur ávinningur. —O— Og enn einu sinni viljum við taka fram, að það er algjörlega tilgangslaust að senda okkur nafnlaus bréf. Ef fólk ætlast til að fá drauma sína birta og ráðna, verður að fylgja með fullt nafn og heimilisfang, að öðrum kosti eru bréfin ekki einu sinni lesin — heldur bara beint í ruslakörfuna. JAFNINGJAR Framhald af bls. 17. en það kom honum skemmtilega á óvart að hún virtist vera löngu komin yfir það að látast. — Ég vinn hjá útgáfufyrir- tæki, sagði hún. — Þeir gefa út bækur um Grikki til forna, frá- sagnir af mataræði Astekanna og stjórnmálaskoðunum hinna fornu Rómverja, það er mjög leiðinlegt lestrarefni, en mér þykir gaman að því. Ég hef tals- verðar tekjur, ekki minni en þú, líklega meiri. Ég hef ágæta íbúð og hreingerningakonu einu sinni í viku. Þegar mér býður svo við að horfa, þvæ ég ekki upp frá föstudegi til mánudags og ég hef mikið dálæti á skrautlegum skóm, sem er líklega ekki snið- ugt, því að ég er fótstór, en mér er sama. Ég græt líka þegar ég heyra „Auld Lang Syne“. Stund- um er ég svo önnum kafin að ég veit ekki hvað tímanum líð- ur og lít upp til að spyrja hvað orðið sé af sólinni. Flestar vin- konur mínar eru giftar og þær segja: — Sue, elskan, þú veizt ekki hvers þú ferð á mis. Mennirnir þeirra gefa mér auga, svo ég veit hvað ég fer á mis við og ætti að vera þakklát fyr- ir molana sem falla af borðum þeirra.... — Stúlku, sem ekki þvær upp frá föstudegi til mánudags, get- ur ekki verið alls varnað, sagði hann. Nú leit hún á hann. Þegar hún hló, komu skemmtilegar hrukk- ur við augnakrókana. Hún hafði líka fallegar tennur og beit í tungubroddinn, þegar hún hætti að hlæja. Það gerði hana mjög unglega. — Það er rétt hjá þér, sagði hún. —- Ég nöldra aldrei, ég er of upptekin af sjálfri mér til þess. Það er ein af mínum góðu hliðum, og önnur að ég rífst aldrei við þá karlmenn, sem bjóða mér út, um að borga minn hluta af útgjöldunum, það minnsta sem ég get gert er að lofa þeim að finna til karl- mennsku sinnar. Ég er ekki sér- lega hrifin af hundum, en mér þykir vænt um ketti, þeir eru svo sjálfstæðir. Ég fell heldur ekki í stafi yfir smábörnum. Ég get líka talað við karlmann, án þess að sjá í honum tilvonandi eiginmann. Hann má líka leggja fæturna upp á sófa og strá ösku á gólfið, ég geri það sjálf. — Hver var hann? — Hver? Augu hennar voru mjög skær, hann gat ímyndað sér að þau væru blá í sólskini, en nú voru þau grá. — Maðurinn, sagði hann. — Ó, það, sagði hún. — Hann var bara maður. Sést þetta svona greinilega? Ég braut mig í mola og umturnaði sjálfri mér hans vegna, en sendi hann svo aftur til eiginkonunnar. Hræði- legt, er það ekki? — Hve gömul ertu? Hún lyfti brúnum, en þegar hún svaraði vissi hann að hún sagði sannleikann. Hún var þannig. — Tuttugu og níu ára, bráðum þrítug. Mér er sama. Ég er mjög ánægð með sjálfa mig eins og stendur. Eftir þetta með manninn fann ég út að ég kunni ekki við þessa umturnuðu mann- eskju, ég var skárri áður, svo ég sneri aftur að fyrri venjum og nú er ég ekkert að látast lengur. — Má ég ekki sækja aftur í glasið þitt? • — Já, takk. Hún rétti honum glasið og hann gekk að barnum. Meðan hann beið eftir glasinu horfði hann á hana. Hún sat með hend- ur í kjöltu og honum fannst friður hvíla yfir henni. — Jæja, hvað finnst þér? spurði Eve Turner. Hún var hræðilega opinská kona. Andrew Marshall hafði alltaf haldið því fram og ekkert myndi geta breytt áliti hans. — Um hvað? — Um Sue. Ég hef tekið eft- ir því að hún hefur talað í sí- fellu. Hvað finnst þér um hana? — Hún lofar góðu, sagði hann grafalvarlegur og tók við glös- unum. — Jæja, þá er komið að þér, sagði Susan Seymour, þegar hann settist hjá henni. — Ég hef sjálfstæða vinnu, sagði hann. — Ég á húsgagna- verksmiðju. Framleiði aðeins húsgögn sem ég teikna sjálfur. Mjög dýr. Ef við færum út í fjöldaframleiðslu, yrði ég mjög auðugur maður, en mig langar ekki til að safna auði. Stundum er ég svo önnum kafinn að ég lít upp til að spyrja hvað orðið hafi af sólinni. Ég hef ágæta íbúð, en ég get ekki haft hrein- gerningakonu, fæ enga, þær segja að ég rusli svo mikið til. Mér líka bezt jakkar með leður- bótum á olnbogunum og ég á kofa við sjóinn. Mér þykir gam- an að sigla, þegar ég er þar. Þá getur verið að ég raki mig ekki í heila viku. Flestir vina minna etru kvæntir og þeir segja að ég viti ekki hvers ég fari á mis. Konurnar þeirra gefa mér auga, svo ég veit vel hvað ég fer á mis við, svo ég get líka verið þakklátur fyrir molana. Hún brosti og horfði niður í glasið sitt. — Maður, sem hefur ekki áhuga á að græða peninga, getur varla verið svo slæmur, sagði hún. - Það er rétt hjá þér, sagði hann, — ég reyni heldur ekki að breyta meðbræðrum mínum og systrum, ég er of upptekinn af sjálfum mér til þess. Það má teljast mér til hróss. Þegar ég býð stúlku út, þá ætlast ég ekki HEILBRIGÐI HREINLÆTI VELLÍÐAN Bfldedos-boí Vítamín í hverjum | dropa Badedas-vítamín - Evrópu i dag H. A. Tnlinins heildverzlnn 45. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.