Vikan


Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 30

Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 30
— Hafið þér tök á að annast þetta barn og sjá fyrir því ein, spurði læknirinn. Cathy horfði hjálparvana á hann. Barn með Ken? Hún andvarpaði þungt og svaraði lágt: — Nei. — Þá skuluð þér afklæða yður. Hann dró tjaldið til hliðar og hún gekk innfyrir. Hún mundi ekki mikið frá heim- ferðinni annað en það, að henni * leið mjög illa. Um nóttina fann hún stöðugt til sársauka, svaf mjög. óreglulega og aldrei nema örstutta stund í senn. En um morguninn vaknaði hún furðu hress. Hún hafði öðlazt kjark á ný og fannst eins og hún væri orðin frjáls. Hugsunin um morð var með öllu horfin. Um nótt- ina hafði það hvarflað að henni að svipta sig lífi. Hún hafði naumast getað hugsað sér að lifa í stöðugri vissu um afbrot sitt. En nú var mar- tröðinni lokið og hún var vöknuð. Nýr dagur var risinn, og bjartari tíð framundan. Þegar hún sat og drakk morgun- kaffið setti samt að henni ákafan grát. Hún megnaði ekki að lesa morgunblaðið, af því að það var stór mynd af barni á forsíðunni. Hún var orðin of sein í vinnuna, þegar hún kom þjótandi til Alcoa- byggingarinnar. Hún snarstanzaði, þegar hún kom auga á Ken. Hann stóð við dyrnar og hélt á stórum vendi af rauðum rósum í fanginu. Henni datt strax í hug, að hann ætl- aði að hæðast að henni. En þá mundi hún eftir, að hann gat ekki vitað það, sem gerzt hafði. Þegar hann kom til móts við hana, sá hún, að hann leit skelfilega illa út. Það var engu líkara en hann hefði verið úti að flækjast alla nóttina. — Cathy, þú veizt ekki, hvað mér þykir þetta leitt. Ég hef átt hræði- lega nótt. Ég gerði ekki annað en hugsa og hugsa . . . — Já, þú lítur illa út. — Ég svaf varla dúr í alla nótt. — Ég svaf ekki heldur, sagði Cathy þurrlega. Þetta svar verkaði örvandi á hann. Hann varð ákafur: — Komdu með mér, og við skul- um fá okkur kaffibolla einhvers staðar. — Nei, ég get það ekki. Ég er crðin of sein. — En getum við ekki farið eitt- hvað bara augnablik. Við vérðum að tala saman. — Við höfum ekkert að tala um. — Jú, sagði Ken. — Barnið okkar. — Ég ætla ekki að eignast neitt barn. Cathy furðaði sig á, hversu hörð og köld hún gat verið. Hún hafði breytzt. Hún hlaut að hafa elzt mik- ið þessa einu nótt. Ken leit tortrygginn á hana. — Hvað áttu við? — Ég ætla ekki að eignast neitt barn, endurtók Cathy hægt og greinilega. Það var einhver annar- legur hljómur í rödd hennar, sem sagði honum, hvað hún hafði gert. Hann sótroðnaði. — Þú hafðir engan rétt til þess. — Við skulum ekki hittast framar. Vertu sæll, Ken, sagði hún og gekk í áttina að lyftunni. Framhald á bls. 41 ÞARTIL, AUGU ÞIN OPNAST... 30 VIKAN «. tbi.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.