Vikan


Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 45
Loksins. Loksins eftir allt tekkiS: Pira- System gefur yður kost i að lífga uppá hfbýli yðar. Ljósar viðartegundir eru sem óðast aS komast f tízku. Framúr- skarandi í barnaherbergi. SkrifborS úr Ijósri eik. Uppistöðurnar svartar eða Ijósgráar eftir vali. Smekklegt, nýtt, margnr uppröðunarmöguleikar. Hvorki skrúfa né nagli í vegg. Ekkert annaS hillukerfi hefur þessa kosti. Þvf ekki að velja ódýrustu lausnina, þegar hún er um leið sú fallegasta. Lffgið uppá skammdegisdrungann með Ijósum viði. Skiptið stofunni með Pira- vegg. Frfstandandi. Eða upp við vegg. Bezta lausnin f skrifstofuna. Höfum skápa, sem falla inní. Bæði í dökku og Ijósu. Komið og skoðið úrvalið og möguleikana hjá okkur. Pira fæst ekki annarsstaðar. RIRA Frábær lausn í húsbóndaherbergið EINKAUMBOÐ FYRIR PIRA-SYSTEM Á fSLANDI nos io siip Ármúla 5 - Sími 84415 - 84416 að Ken hringdi. Eða ætlaði hann að láta sér nægja að gera hana skelk- aða? Hvers vegna lét hann svo langan tíma líða? Cathy var komin sex mánuði á leið, þegar samherjar Jacks ákváðu, að hann skyldi bjóða sig fram til þings fyrir flokkinn. Hann virtist hafa góða möguleika á að ná kjöri. Hann var ungur og hafði geðfellda framkomu, lögfræðimenntun hans kom honum að góðu haldi sem stjórnmálamanni og hann hafði óflekkað mannorð. Nú var hann auk þess í þann veginn að verða faðir. Allt hafði þetta góð áhrif á kjósend- urna. Þegar framboðið var ákveðið og helzti ráðamaður innan flokks- ins Ben Frazer, var í heimsókn hjá þeim, sagði hann í gamansömum tón við Cathy: . — Og nú er eins gott fyrir þig að valda ekki neinu hneyksli, elskan. Það getur eyðilagt allt saman fyrir okkur. Cathy reyndi að hlæja, en óneit- anlega stakk þessi setning hana illilega. Henni datt í hug, að nú fengi Ken kjörið tækifæri til að hefna sín. Ef hann kæmi upp um hana, þegar framboð Jacks hefði verið tilkynnt, mundi hann hvort tveggja í senn eyðileggja hjóna- band hennar og framtíð Jacks á sviði stjórnmálanna. Hugsunin um þetta var næstum óbærileg. Nóttina eftir svaf Cathy mjög óró- lega. Morguninn eftir vaknaði hún lurkum lamin eftir skelfilega mar- tröð. — Jack, hrópaði hún rugluð og óttaslegin eftir drauminn. Kötturinn Prissy, sem hafði fylgt henni alla tíð, stökk upp í rúmið til hennar og gerði hana enn skelfdari. Jæja, svo að það ert bara þú, sagði hún, þeg- ar hún áttaði sig. Hún strauk kett- inum og svipaðist um leið um eftir Jack. — Jack, Jack, hvar ertu? Rúmið hans var autt og enginn svaraði. Hún þaut fram úr rúminu og klæddi sig í morgunslopp. Hvers vegna hafði Jack farið svona snemma á fætur? Skyldi Ken hafa komið? Skyldu þeir sitja á þessari stundu niður f stofunni á meðan Ken væri að segja honum allt af létta? Þegar hún kom fram á ganginn, sá hún, að dyrnar á baðherberginu stóðu í hálfa gátt. Hún gægðist inn og þar stóð þá Jack og var að raka sig. Hann sá hana f speglinum og sneri sér við. — Góðan daginn! Hvað er að? Var sonur minn aftur að sparka? Kannski að hann verði fótboltahetia. — Já, sagði Cathy, enda þótt hún hefði ekki fundið neitt fyrir fóstr- inu að þessu sinni. Hún studdi sig við dyrastafinn og Jack hélt áfram að raka sig. — "Ég er að hugsa um ræðuna, sem ég á að flytja á morgun. Ætti ég að minnast á umferðaröngþveitið f miðborginni? Það er kannski ekki sem verst að minnast svolítið á það. Cathy reyndi að herða upp hug- ann og láta ekki á neinu bera: — Það skiptir auðvitað mjög miklu máli fyrir þig, hvort þú verð- ur kosinn eða ekki, er það ekki? — Jú, það veit sá sem allt veit. Eg vil bæta heiminn. Og til þess að geta gert það verður maður að komast í áhrifamikla stöðu, annars getur maður ekkert gert. Cathy hugsaði um Ken. — En ef þú verður nú ekki kos- inn? — Það er engin hætta á því. — En ef eitthvað kæmi fyrir, sem yrði til þess, að þú féllir. — Hvað ertu að tala um? Hann tautaði, því að hann var að raka á sér efrivörina. — Það gæti nú alltaf eitthvað komið fyrir, éréttaði Cathy. Hann horfði á hana í spegilinum. Hún Iftur illa út í dag, hugsaði hann. Upphátt sagði hann: — Bíddu svolítið með að hræða mig, elskan. Ég gæti hæglega skor- ið mig. — Fyrirgefðu, tautaði Cathy. — Já, á meðan ég man: Við eig- um að borða kvöldverð hjá Ben Frazer á miðvikudag. Heldurðu, að hann mundi styðja mig, ef það væri mikil hætta á, að ég félli? Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur af þessu, elskan mín. Cathy heyrði ekki hvað hann sagði. Hún var niðursokkin í óþægi- legar hugsanir í sambandi við Ken. — Heyrðirðu hvað ég var að segja. Þú svarar mér ekki, sagði Jack. Hún hrökk upp úr hugleiðingum sínum: — Já . . . Það er alveg rétt hjá þér, sagði hún. Hann sneri sér við og horfði á hana. — Hvað er eiginlega að þér? Fórstu framúr rúminu á röngum fæti í morgun eða hvað? — Já, ég hlýt að hafa gert það. Cathy var svo niðurdregin, að hún gat ekki einu sinni brosað. Jack tók hana í fang sér. — Hvað er að, Cathy? Þú hefur ekki verið með sjálfri þér í seinni tíð. Líður þér ekki vel? — Jújú, það er ekkert að mér. Bara að ég gæti sagt allan sann- leikann, hugsaði hún örvæntingar- full. — Tekurðu ekki alltaf vítamíns- pillurnar? Hún kinkaði kolli. Hún vildi ekki tala, ekki hugsa, aðeins standa kyrr og hvíla í tryggum faðmi hans að eilífu. — Þú sefur ekki nógu vel, sagði hann. — Þú ert komin á fætur eld- snemma á morgnana. Og þú sefur svo óreglulega. Þú hefur talað upp úr svefninum f margar nætur f röð. Ekki bætti þetta úr skák. Hvað skyldi hún hafa sagt? Jack lagði hendurnar á axlir henni og hélt henni ofurlítið frá sér, svo að hann gæti virt hana fyrir sér. Svo sannarlega elska ég hana, hugsaði hann. En það olli honum kvíða, hversu náföl hún var. — Hvað er að, Cathy? — Ekkert. Mér líður vel. Ég er bara svolítið þreytt. Jack gekk ekki á hana. Hann vissi að eitthvað amaði að henni, en taldi sér trú um, að það stafaði af því, að hún væri vanfær. Hann skrifaði sér til minnis í vasabókina sína að panta tfma hjá lækninum hennar og ræða við hann. Þegar Jack var farinn á skrifstof- una, ætlaði Cathy að fara í bæinn að verzla. En Jagúarinn hennar fór ekki í gang. Þegar hann fór loks- ins í gang, ákvað hún að skilja hann eftir á bflaverkstæðinu í bílageymslu vöruhússins, á meðan hún væri að verzla. Ungur bifvélavirki tók við bílnum og hlustaði af athygli á frásögn hennar af því, hvað væri að bílnum. Hann var fljótur að átta sig á, hvað væri í ólagi, taldi að það væri eitt- hvert lítilræði í sambandi við gang- setjarann. Hann lofaði, að hann skyldi vera búinn að gera við það, þegar hún kæmi aftur. Cathy skildi bílinn eftir og tók að ganga upp löng, lukt göng, sem lágu út á strætið. Hún var komin hálfa leið að vöruhúsinu, þegar hún kom auga á Ken. Hann stóð upp við súlu og las f blaði. Cathy snarstanzaði og náði vart andanum . . .Vamhald í næsta blaði. 45. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.