Vikan


Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 48
meö hornborði og sófaborði Trétœhni Súðarvogi 18 — sími 20770 Spyrjið um hornsófasettin frá Trétækni. Þau eru á boðstólnum í húsgagna- verzlunum víðast hvar á landinu. Kynnið ykkur verð og gæði — Ég bið yður að afsaka, frú Skopalski. Við komum heim í gær og vorum með svo mikið drasl með okkur og fyrir ein- hvern misskilning hefir þessi þvottakarfa flækst með dótinu okkar inn. Ég bið yður innilega að afsaka það! Sara Skopalski tók þetta sem góða og gilda vöru. Henni virtist létta töluvert. — En viljið þér ekki koma inn, fröken. Ég er með nýlagað kaffi. Cissi leit í kringum sig í stof- unni. Þar var allt fullt af smá- hlutum, blómiun og myndum. Nokkrar myndirnar voru af Skopalski hjónunum á yngri ár- um og Cissi horfði spurnaraug- um á Söru. — Já, þessar myndir voru teknar, þegar við bjuggum í Var- sjá, þegar maðurinn minn var vélfræðingur á verkstæði og við höfðum litlu stúlkuna okkar hjá okkur... Sara varð sorgmædd á svipinn, svo Cissi spurði einskis. Það voru greinilega sorglegar minningar, sem voru Söru í huga. Þess í stað reyndi hún að lokka upplýsingar upp úr Söru. Hvenær hún hafði lokað húsinu? Hvenær karfan hefði horfið? Að lokum þakkaði hún fyrir kaffið og fór. Á leiðinni upp til sín reyndi hún að draga ályktanir af því sem hún hafði orðið vísari um daginn. Hún var ekki í neinum vafa um að einhver þeirra kvenna, sem hún hafði hitt, væri móðir Mikaels: Elisabeth Sture, Sylvia van der Heft, — eða Katja? Að minnsta kosti þær tvær fyrrnefndu höfðu verið einar mestan part sumarsins og hefðu sem bezt getað haldið leyndu að þær væru barnshafandi. Það gat verið sömu sögu að segja um Kötju. Eða hversvegna hafði hún haldið sig í burtu frá Willie Sam- son svona lengi? Og hvað var það sem Katja var í vandræðum með og þurfti að fá hjálp til að leysa. Þegar Cissi kom upp, tók hún eftir einhverju, sem lá við dyrn- ar hjá henni. Það var svolítil hrúga af plastbútum. Cissi varð undrandi og beygði sig niður til að taka þetta upp. Það hafði verið flugvél. Barna- leikfang úr plasti. Einhver hafði sett þetta fyrir framan dyrnar hjá henni og traðkað það í sund- ur. Cissi fékk ákafan hjartslátt. Þetta hlaut að vera viðvörun, — hótun. Einhver sem hún hafði talað við í dag, hafði tekið það illa upp og vildi gera hana hrædda! Þegar hún hafði fleygt þessu í ruslafötuna, settist hún við eld- húsborðið. Eitthvað í undirvit- undinni leitaði á hana og þegar henni var Ijóst hvað það var, stóð hún þreytulega upp. Hún þurfti að sinna einu erindi ennþá í dag. Hún varð að fara í búðina í Gamla bænum, það gat verið eina leiðin til að hafa upp á pólsku stúlkunni. Hún vissi ekki hvort hún myndi finna stúlkuna, hvort hún væri móðir Mikaels né hvers- vegna hún hafði verið svona hræðsluleg. En Cissi var ákveðin í því að ná tali af þessari grann- vöxnu, stóreygðu stúlku, því að nú vissi hún hver hún var ... Framhald. ROBERT PLANT Framhald af bls. 24. Hann var mjög góður gítarleik- ari og spilaði á 8-strengja gítar á svipaðan hátt og Big Joe Williams, það er að segja, með gítarinn að hálfu leyti í kjöltu sér. Hann var óttalegur ræfill á köflum, en hann var mikill blu- es-isti og þegar ég var 15 ára gamall var ég svo mikill aðdá- andi hans, að það lá við að hann dáleiddi mig. Pabbi var vanur að sleppa mér við Seven Stars Bluesklúbbinn í Stourbridge og þar hömruðum við á „I Got My Mojo Working". Chris Wood var með okkur, og Stan Webb og Andy Sylvester (nú þekktir hljóðfæraleikarar í Bretlandi) voru í annarri hljómsveit sem keppti sífellt við okkur. Við vor- um fastráðnir í Seven Stars. Allir aðrir, sem voru í hljóm- sveitum en hvergi fastráðnir, komu á hverju kvöldi og sátu með krosslagða arma beint fyrir framan sviðið og hlustuðu á án þess að hreyfa legg eða lið. Þetta var góður og ekta bluesklúbbur, eins og Smitty's Corner í Chi- cago. Hljómburðurinn var góður þarna og allir sem komu þar fyrir 6 eða 7 árum muna enn eftir mér. Þeir segja allir við mig: — Ja, þú hefur svei mér tekið framförum — en samt ertu alveg eins, og það hef ég fallizt á með mikilli ánægju. Hljóm- sveitin sem ég var í hét Delta 48 VIKAN «• tw.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.