Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 17
V
Veizlugestirnir höfðu dreift sér út á veröndina. Kvöldið var svalt
og ljósin, sem sett höfðu verið innan um blómin í smíða-
járnsgrindunum, lýstu notalega út í garðinn. Einhver hafði skipt
um plötu á fóninum.
- Trén eru yndisleg um þetta leyti, sagði Eve Turner, — en
samt finnst mér þau skemmtilegri, þegar þau eru ber og blaðlaus.
Hvað finnst þér?
Hún rétti gesti sínum drykk. Hann þakkaði fyrir og sagði að
sér þætti leiðinlegt að vera ekki á sama máli, hann sagðizt heldur
vilja hafa trén laufguð, rétt eins og hann tæki hárprúðar konur
fram yfir sköllóttar.
Hann er ekki notalegui maður, hugsaði Eve Turner með sjálfri
sér, og hún skyldi ekki hversvegna hún héldi alltaf áfram að bjóða
honum heim. Hún sló því föstu að það væri Toms vegna. Einhvern-
vegin var það þannig að Tom hafði mikið dálæti á honum, en
það sýndi aðeins lélegan smekk eiginmannsins.
■—- Þú ert ekki þægilegur maður, sagði hún. — Fólk, sem segir
nákvæmlega það sem það hugsar er sjaldan þægilegt í umgengni.
Sjáðu stúlkuna þarna yfirfrá.
Hann fylgdi augnaráði hennar og kinkaði kolli.
— Hún segir alltaf allt sem hún hugsar. Þið mynduð passa prýði-
lega saman. Þú ættir að tala við hana, ég hugsa að þið mynduð
skemmta ykkur vel við að segja hvort öðru sannleikann?
— Þakka þér fyrir, ég geri það, sagði hann alvarlegur í bragði
og hneigði sig hæversklega fyrir henni. —- Miðdegisverðurinn var
Hún gekk frá honum, án þess að segja nokkurt orð. Eina ástæð-
an til að hann kom í samkvæmi hennar var að honum líkaði vel
maturinn, og það var raunar ekkert skrítið. Hún hafði einu sinni
komið í íbúðina hans. Ja, svínastía var kannske of mikið sagt, en
óreiðan var ofboðsleg; — bækur og blöð út um allt, ryk og óhrein-
ir bollar, rusl á teþpinu, bældir púðar og tóbakslykt af glugga-
tjöldunum, fingraför á símanum; skáparnir voru fullir af bjór og
vínflöskum, bökuðum baunum og pakkasúpum. Hún hugsaði að
sumir (ókvæntir karlmenn) myndu segja að þetta væri regluleg
paradís karlmanna.
— Eve stakk upp á því að við töluðum saman, sagði Andrew
Marshall við stúlkuna. — Hún hélt að okkur gæti komið vel saman.
Stúlkan brosti og færði sig til í sófanum. Brosið og hreyfingin
voru algerlega lausar við feimni. Hann hugsaði með sér að það væri
eins og öll feimni væri henni horfin, uppurin, án þess að hafa haft
nokkra þýðingu, svo hún hefði ákveðið að sinna því ekki framar.
— Eve hefir verið að reyna að gifta mig í mörg ár, sagði stúlk-
an, — henni finnst kannske að við hæfum vel hvort öðru.
—- Hversvegna kemur þú hingað? spurði hann.
— Maturinn er alltaf góður. Ég er ekki leikin í matargerð, en
mér þykir gott að fá góðan mat.
Hann settizt við hlið hennar og sagði henni nafn sitt.
— Ég heiti Susan Seymour, sagði hún.
— Segðu mér eitthvað um sjálfa þig, sagði hann vingjarnlega.
Hún leit undan, eins og hún væri orðin leið á þessari spurningu,