Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 41
ÞAR TIL AUGU ÞÍN
Framhald af bls. 31.
— En ég átti þetta barn líka,
sagði Ken. — Og ég vil fá það.
Gerirðu þér Ijóst, hvað þú hefur
gert?
Hann hækkaði röddina iafnt og
þétt, svo að hún komst ekki hjá að
heyra til hans, þótt hún fjarlægðist
hann hægt og hægt.
Hún sneri sér við og þá öskraði
hann:
— Þú hefur myrt barnið mitt!
Aldrei mundi hún gleyma svipn-
um á andliti hans. Ótti og örvænt-
ing næturinnar þyrmdi yfir hana á
ný, oa hún hljóp grátandi inn i
lyftuna.
Næsta hálfa árið stundaði Cathy
vinnu sína af meiri áhuga og dugn-
aði en hún hafði nokkurn tíma gert
áður. Hún varð að gleyma Ken og
öllu því, sem gerzt hafði, og vinn-
an var bezta ráðið til þess. J.J.
Johnson var mjög ánægður með
hana. A sex mánuðum fékk hún
tvisvar sinnum launahækkun og gat
því flutt í íbúð, sem var miklu glæsi-
legri í alla staði en íbúðin, sem hún
bjó í með Ken. Þegar hún fékk
launahækkun í annað sinn, varð
hún svo glöð, að hún keypti sér not-
aðan Jagúar. Hún keypti hann af
ungum og framgjörnum auglýsinga-
manni, sem hún hafði farið út með
nokkrum sinnum. Nú ók hann henni
í Jagúarnum.
— Éq var ekkert hrifin af honum.
En ég var hrifin af Jagúarnum, saqði
hún við Meg, þegar hún hafði gert
kaupin.
I frítimum sínum var hún ^afn
starfsöm og í vinnunni á auglýs-
ingastofunni. Hún lærði að renna
sér á skíðum, lét setja skiðagrind á
Jagúarinn og ók svo uop til Sauaw
Valley eða Reno Bowl aðra hveria
helgi. Hún hitti marqa unga menn.
En enginn þeirra bauð henni út oft-
ar en tvisvar eða þrisvar sinnum.
Síðan heyrði hún ekkert meira frá
þeim. Cathy gerði sér engar qrillur
út af þessu. Hún qekk í tennisklúbb
og lék tennis innanhúss eitt kvöld
í viku og utanhúss þá helgina, sem
hún fór ekki á skíði. Hún hóf nám í
listaskóla. teiknaði og gerði líkön
oq fékk hró' h'á kennara sínum
fyrir nektarmyndir sínar ....
Hún var alltaf á ferð og flugi, og
þeir sem kynntust henni fengu ekki
betur séð en hún nyti lífsins í ríkum
mæli. En Meg hafði samt áhyggjur
af henni. Kvöld nokkurt, begar þær
borðuðu saman kvöldverð og voru
að þvo upp á eftir, sagði Meg:
— Veiztu, að það er liðið hálft
ár, síðan þú sagðir skil'ð við Ken?
— Já, það er ótrúleqt, sagði
Cathy. — Tíminn bókstaflega flýgur
áfram.
En Meg hélt áfram alvarleg í
bragði:
— Hversu oft hefur þú átt stefnu-
mót þetta hálfa ár? Þú getur ekki
haldið áfram svona, Cathy. Þú ættir
fyrir löngu að vera búin að hitta
einhvern nýjan, eins og þú hefur nú
haft mörg tækifæri til að umgangast
fólk.
— Ég hef haft of mikið að gera,
sagði Cathy.
En orsökin var ekki sú og það
vissu þær báðar, Meg og hún. Meg
leit snöggt á hana.
— Hvað er að þér, Cathy? Þú
fælir alla karlmenn frá þér. Ertu
búin að fá óbeit á karlkyninu, eins
og það leggur sig?
Cathy reyndi að hlæja.
— Sökin er ekki mín. Það er hins
vegar eins og enginn karlmaður
vilji hafa neitt með mig að gera,
þegar hann hefur verið með mér í
fáein kvöld.
— Við skulum svo sannarlega
breyta því. Á jólunum held ég sam-
kvæmi, þar sem verður sægur af
fjörugum strákum ... Og þá þýðir
ekkert fyrir þig að læðast með
veggjum eða húka í einhverju horn-
inu.
Meg var vinsæl og jólasamkvæmi
hennar voru orðin að eins konar
venju, sem ævinlega laðaði til sín
fleiri gesti en þá, sem boðnir voru.
Þegar Cathy kom til veizlunnar, var
plötuspilarinn eins hátt stilltur og
hægt var og við píanóið sat maður
og spilaði af öllum lífs og sálar
kröftum. Hávaðinn var yfirþyrm-
andi. Einhver stakk glasi með eggja-
toddýi í hönd Cathy.
— Gleðileg jól, sagði Meg. Hún
varð að æpa til þess að rödd henn
ar heyrðist í ærandi hávaðanum.
— Gleðileg jól! Þetta virðist vera
heldur betur vel heppnað sam-
kvæmi hjá þér, svaraði Cathy.
— Já, það geturðu bölvað þér
upp á, sagði karlmaður. sem Kom
aðvífandi til þeirra. Eftir gongulagi
hans að dæma hafði hann fengið
einum of mikið af ríkulegum veit-
ingum gestgjafans.
Meg tók Cathy afsíðis, svo að
þær gætu heyrt hvor til annarrar:
— Jæja, hér er tækifærið, Cathy.
Sýndu nú vilja þinn í verki.
Meg skellihló.
— En ég er svolítið hrædd, sagði
Cathy. — Ég sé, að hér eru þrír
teiknarar af auglýsingastofunni, sem
eru hærra settir en ég.
— Þú þarft nú ekki að óttast þá
neitt. Þeir eru komnir hingað til að
reyna að fá að sofa hjá þér — allir
þrfr.
— Ekki þó allir í einu, sagði
Cathy hlæjandi.
Sex mánuðum fyrr hefði verið
ógerlegt fyrir hana að skemmta sér
á þennan hátt. Það hafði kostað
hana mikið erfiði að sigrast á lang-
varandi þunglyndi og niðurbældum
ótta við ástalíf, sem hafði gripið
hana eftir fóstureyðinguna.
— Halló! Hvers vegna eruð þið
að fela ykkur?
Þetta var Paul Fannig, forstjóri
auglýsingaskrifstofu, sem háði sam-
keppni við fyrirtækið, þar sem Meg
og Cathy unnu. Hann var hrifinn af
Meg.
— Þú verður að sinna gestum
þínum, sagði hann við Meg. — Þú
mátt ekki gleyma, að þú ert gest-
45. tbi. VIKIAN 41