Vikan


Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 44

Vikan - 05.11.1970, Blaðsíða 44
lyfjanautnarinnar og fátæktar. Hann lét hana ekki flýja hinar dökku hlið- ar raunveruleikans inn í heim þeirra tveggja, þar sem allt einkenndist af hamingju, hlátri og ást. En hann lét hana ekki einblína svo á allt hið neikvæða og óþægilega, að hún missti allan kjark. Hún gerði sér ekki Ijóst, hvernig hann fór að því, en honum tókst að opna augu hennar, láta hana finna þörf hjá sér til þess að brjótast út úr þröngum heimi sínum, rétta öðrum hjálparhönd og hefja baráttu fyrir betri heimi. Áhugi hennar á stjórnmálum var vaknaður. En umfram allt lærði hún að elska Jack. Hann opnaði henni nýjan heim, sem hún vissi ekki að væri til. Með tilkomu hans öðlaðist lif henn- ar nýjan tilgang. Hann var ekki eins aðlaðandi og glæsilegur útlits og Ken, en það var eitthvað viðfelldið við óreglulega andlitsdrætti hans. Elikið í brúnum augum hans var heitt og handtak hans sterkt og ákveðið. Hún horfði viðkvæmnislega á hann, þar sem hann sat í sófanum í íbúðinni hennar eftir að hún hafði gefið honum ríkulegan kvöldverð. Hann reykti pípu sína í ró og næði. Hún settist hjá honum og hann lagði handlegginn um öxl hennar. Hún kúhði sig upp að öxl hans og naut þess, hve örugg hún var í sterkum höndum hans. Eftir nokkra stund sló hann úr pípu sinni og sagði óvenjulega hik- andi: — Cathy, það er eitt, sem ég þarf að spyrja þig um . . . Henni varð hverft við. Hún skynj- aði af eðlisávísun sinni, að nú mundi eitthvað óþægilegt gerast. Skyldi hann hafa heyrt eithvað slúður um Ken? Eða þá um fóstureyðinguna? Hún hafði hugsað mikið um það, hvort hún ætti að segja honum frá því og oftar en einu sinni hafði það verið komið fram á varir hennar, en ævinlega hafði eitthvað komið í veg fyrir það á síðustu stundu. Jack var vfðsýnn og umburðarlyndur og sýndi djúpan skilning og samúð, þegar mannlegur breiskleiki var annars vegar. Hann mundi áreiðan- lega geta skilið, að hún skyldi verða ástfangin af Ken, en mundi sennilega eiga erfiðara með að sætta sig við fóstureyðinguna. Og hún vildi ekki fyrir nokkurn mun valda Jack vonbrigðum. Það leið löng stund, þar til Jack tók til máls. Loksins virtist ha'nn setja í sig kjark og sagði ofurlágt, svo að varla heyrðist: — Cathy . . . viltu giftast mér? Hún varp öndinni léttara. Hann tók eftir hve henni létti og spurði órólegur: — Finnst þér það kannski of snemmt? En ég elska þig, Cathy. Ég er ekki örlyndur og áhrifagjarn, eins og þú veizt. En ég varð hrifinn af þér, um leið og ég sá þig í fyrsta sinni. Og þér finnst svolítið vænt um mig, er það ekki? Cathy vatnaði músum um leið og hún faðmaði hann að sér: — Víst þykir mér vænt um þig. 44 VIKAN «• tw. Ég er meira að segja farin að elska þig, Jack. Þegar hann kyssti hana, gleymdi hún því næstum, að hún hefði nokk- urn tíma kysst neinn annan mann áður. Henni fannst eins og hún elsk- aði nú í fyrsta skipti á ævinni. Samt liðu þrír mánuðir, þar til Jack fékk Cathy til að fallast á, að þau giftu sig. Hún vildi búa með honum það sem eftir væri ævinnar, en það var ýmislegt, sem olli henni óþægind- um og gerði hana kvíðafulla. Hún hafði enn ekki getað sagt honum frá fóstureyðingunni. Hún reyndi að segja honum söguna um Ken, en Jack vildi ekki hlusta á hana: — Það kemur mér ekki við, hvað þú hefur gert, áður en við hittumst. Þú ert fyrir löngu orðin fullorðin stúlka, Cathy. Ég get ekki vænzt þess, að þú hafir ekki verið ástfang- in einhverntíma áður. Hið eina, sem skiptir máli nú, er að tilfinningar okkar hvort í garð annars séu sann ar og hjónaband okkar verði lang- líft og sambúðin góð. Cathy réyndi að tileinka sér þessi sjónarmið hans. Hún ætlaði ein- göngu að hugsa um framtíðina og standa við hlið hans í blíðu og stríðu. Meg var eina manneskjan, sem Cathy gat rætt við um einkamál sín og erfiðleika. Hún ráðlagði henni, að hún skyldi ekki segja Jack frá fóstureyðingunni og láta hann ekki verða varan við, að hún hefði sam- vizkubit vegna hennar. Hún benti henni á nýja hlið á málinu, sem Cathy hafði ekki komið auga á: — Jack er vinsæll. Það er líklegt, að hann eigi eftir að ná langt á sviði stjórnmála. Ef sagan um fóst- ureyðinguna kæmist á allra vitorð, gæti það skaðað frama hans mjög. Hann mundi sjálfúr skilja þig full- komlega og ekki ásaka þig hið minnsta. En þegar stjórnmálamenn eiga í hlut, þá má ekkert vitnast. sem hægt er að blása upp sem hneyksli. — En þá get ég heldur ekki gifzt honum. Ég get ekki hugsað til þess, að eiga stöðugt yfir höfði mér, að allt komist upp og heimurinn hrynji í rúst á einni svipstundu. — Jú, auðvitað geturðu gifzt hon- um. Þú verður bara að gæta þess að þegja eins og steinn. — En ef Jack kemst nú samt að því. Ef Ken skyldi nú hafa samband við hann og segja honum það . . . Meg hló. — Nei, nú ertu farin að sjá draug. Hvers vegna í ósköpunum skyldi Ken gera það? Reyndar er ég ekki viss um, að hann sé hér ( borginni lengur. Ég hef hvorki séð tangur eða tetur af honum, síðan þið skilduð. — Heldurðu, að hann sé þá flutt- ur? — Ég er hérumbil viss um það. Annars hefði hann komið til min til þess að slá mig um peninga. Cathy þorði enn ekki að trúa því, að hún væri laus við. Ken að öllu leyti. Hennar slæma samvizka sagði henni, að hann mundi skjóta upp kollinum einn góðan veðurdag og eyðileggja allt milli hennar og Jacks. Stundum hélt hún að hún sæi hann, þegar hún var á ferð um borgina. En í öll skiptin hafði henni skjátlast, þegar hún gætti betur að. Cathy reyndi að sigrast á hinum illa grun sínum, og Meg gerði allt sem hún gat til að telja hana á að giftast Jack og það sem allra fyrst. Brúðkupið fór fram dag nokkurn í júní. Og hveitibrauðsdögunum eyddu þau í Maine, þar sem æsku- heimili Jacks var. Cathy lifði ham- ingjuríkasta sumar ævi sinnar. í ágúst voru þau komin aftur til San Francisco og fluttu inn í þægi- legt einbýlishús í San Carlo. Cathy hætti að vinna og gerðist húsfreyja og kunni því með afbrigð- um vel. Á skemmri tíma en einum mánuði var hún í rauninni búin að gleyma því, að hún hefði nokkurn tíma lifað öðru Kfi en þessu. Og hún átti von á barni. Þá hringdi Ken. Það lá við að Cathy fengi tauga- áfall. — Ken, hvernig gaztu vitað . . . hvar hefurðu fengið heimilisfang mitt... Hann hló. — Varðstu hissa? Satt að segja hef ég fylgzt með þér alla tíð. Og auk þess skrifuðu blöðin mikið um brúðkaupið þitt. Já, á meðan ég man: Til hamingju! — Hvers vegna hringdir þú, spurði Cathy og bjóst við hinu versta. — Þú getur reitt þig á, að ég hringdi ekki eingöngu til að óska þér til hamingju. Hvernig gaztu gifzt repúblikana, Cathy. Hann skopaðist að henni, eins og hann hafði svo oft gert áður. En allt í einu skipti hann um tón: — Þú hefur þó ekki látið þér detta f hug að þú værir laus við mig fyrir fullt og allt? Nei, ekki aldeilis. Svo auðvelt er lífið ekki, Cathy litla. Hún var öll á valdi óttans og gat varla komið upp orði: — Hvað . . . hvað áttu við? Hann varð skyndilega hörkulegur í málrómi: — Þú drapst barnið mitt! Ég ætla að hefna mín, Cathy! Hún hné niður í stól, sem stóð við símaborðið. — Ken, sagði hún skelfingu lost- in. — Góði Ken. Ég . . . En hann hafði lagt tólið á. Næstu dagar voru Ifkastir martröð. Cathy þjáðist af stöðugum ótta við, að Ken mundi allt í einu skjóta upp kollinum. Það var alls ekki ólíkt honum að koma allt í einu, hringja dyrabjöllunni, kynna sig fyrir Jack og segja sfðan frá fóstureyðingunni. Cathy sá þetta ímyndaða atvik fyrir sér í huganum aftur og aftur. Já, það var svo líkt Ken að hegða sér einmitt svona. Vika leið. í hvert skipti sem sím- inn hringdi þaut Cathy til að verða fyrri til að svara. Hún reyndi að gæta þess, að llsa, þýzka vinnukon- an þeirra, yrði ekki á undan að svara, en tókst það ekki alltaf. Þeg- ar llsa svaraði, beið Cathy og hlust- aði og svitnaði af ótta. Ef dyrabjall- an hringdi, var hún sannfærð um, að Ken væri kominn. Eftir nokkra daga uppgötvaði hún, að líka var mögulegt, að Ken mundi skrifa Jack bréf. Jack fór aldrei á morgnana, fvrr en oóstur- inn var kominn til þess að hann gæti haft bréfin sín með sér á skrif- stofuna. Cathy byrjaði þá að fara á fætur á undan honum til þess að hún gæti rannsakað póstinn, áður en hann kæmist í hendur Jack. En ekkert gerðist. Ken hringdi ekki aftur, hann kom ekki og ekk- ert bréf barst frá honum. Vikurnar liðu hver á fætur annarri og urðu að mánuðum, og Cathy var farin að halda, að hana hefði aðeins dreymt, Einu sinni AKRA og svo aStur og aftur... SMJÖRLÍKISGERÐ AKUREYRAR HF. UMBOÐSMENN: JOHN LINDSAY. Sími 26400. KARL OG BlRGIR.SÍmi 40620

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.