Vikan


Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 7

Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 7
Joan Kennedy gerir allt til að hjálpa eigin- manni sínum Joan, hin ljóshærða og laglega eiginkona Edwards Kennedy, er dæmigerð Kennedy frú, grand- vör, trygglynd, glaðleg og ró- leg. Henni er það ljóst að ekkert má koma í veg fyrir að hún geti unnið með manni sínum í stjórn- málabaráttu hans. Síðastliðið ár hefur hún til dæmis spilað Mo- zart á hljómleikum, lesið upp sögur í útvarp og á kosninga- samkomum, til að auka fylgi Teds. Fyrir nokkru tók hún þátt í keiluspili i Walthamshöllinni í Massachusetts. Joan er ekki dug- leg íþróttakona og hefur ekki lagt sig eftir keiluspili og þess vegna varð enginn eins undrandi og hún, þegar hún vann, ekki einu sinni heldur tvisvar. ☆ # vísur vikunnar Grýluþula Grýla reið með garði, gekk með henni Varði; hófar voru á henni, hengu toppar úr enni. Bar hún belg með læri, börn trúi ég þar í væri. Valka litla kom þar út, krukkaði á gat með skæri; leysti hnút og hleypti öllum börnunum út. Svo trúi ég það væri og færi. (Úr Þjódsögum Jóns Árnasonar) Hanoi hægir líka á Eins og kunnugt. er þá halda bæði bandarískir og S-víetnem- ískir aðilar því fram, að þeir vinni nú að því að draga úr stríðinu og sjálfsagt er engin ástæða til að rengja það. En það sama er að ske í Norður-Víet- nam, höfuðborginni Hanoi þar sem yfirstjórn stríðsrekstursins frá þeirri hlið heldur sig.' Árið 1969 veittu Rússar 120 milljónir dollara til hernaðar í N-Víetnam, en á þessu ári hafa það aðeins verið 50 milljónir dollara. Og í fyrra fengu N-Víetnamar 105 milljónir dollara frá Kínverjum, í hernaðaraðgerðir, en á þessu ári hefur verið dregið úr því til muna og er álitið að milljón- irnar hafi aðeins verið 10—15 sem Mao sendi til N-VN í ár. ☆ Krónprinsessan og englarnir hennar Á hverju ári gefur danska póstþjónustan út nokkur frí- merki fyrir jólin. Merkin í ár fengu ákaflega góða dóma, en á þeim voru handmálaðir englar. Enginn hugleiddi hver málarinn væri, fyrr en það kom upp úr dúrnum að það var engin önnur en Margrét prinsessa, sem var höfundur merkjanna. Komu þá á kreik ýmsar kviksögur, einkum þær að synir Margrétar tveir væru fyrirmyndir englanna á merkjunum. En því mótmælir Margrét harðlega, jafnskjótt og hún heyrði orðróminn. „Börnin mín eru dásamleg,“ sagði prins- essan, „en þar fyrir eru þau eng- ir englar, mikil ósköp. Englarn- ir á frímerkjunum eiga sér því hvergi fyrirmynd, nema í minni ímyndun." Og ættu englarnir varla að vera verri fyrir það. Þarf varla að efast um að mikið seljist af þessum listaverkum ríkiserfingja Danmerkur í jóla- kauptíðinni. ☆ La Balsa Frægasti sæfari síðari tíma er án efa Norðmaðurinn Thor Hey- erdahl, sem sigldi yfir Kyrra- hafið árið 1947 á Kon-Tiki og með Ra I og Ra II í fyrra og í ár. En fleiri hafa siglt á svip- aðan hátt. Nýlega luku fjórir menn við að sigla yfir Kyrra- hafið, frá Guayaquil í Ecuador til Mooloolaba í Ástralíu á fleka sem var um 10 metrar á lengd og 4 metrar á breidd. Nafn flek- ans var La Balsa, og segjast ferðafélagarnir, Spánverji, Frakki, Chile-búi og Kanada- maður, hafa sannað að þetta hafi án efa verið gert fyrir mörgum öldum líka. Vegalengdin sem þeir félagar fóru á La Balsa var um 7000 mílur og er lengsta ferð sem nokkru sinni hefur verið farin á slíkum fleka, en Kon- Tiki Heyerdahls fór ekki nema um 4000 mílur. ☆ 52. tbL VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.