Vikan


Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 8

Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 8
MIÐAPRENTUN Takið upp hina nýju aðferð og látið prenta alls konar aðgöngumiða, kontrolnúmer, til- kynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír. Höf- um fyrirliggjandi og útvegum með stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox. LEITIÐ UPPLVSINGA HILNIR hf Skipholti 33 — Sími 35320 Ríkisútvarpið óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. A k LD JklJI A ^>4 REYMI i Tveir draumar Kæri draumráðandi! Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draumana mína, en ég man þá svo vel, þó yfir- leitt muni ég ekki drauma stund- inni lengur. Ég var heima hjá mömmu (en leigi útí bæ) og þar var fyrir einhver maður. Hann var aga- lega sætur að mér fannst, en mikið eldri en ég, svona um þrí- tugt (ég er 21). Hann var í dökkum jakka, með hatt og brún augu, agalega falleg, en svolítið brjálæðisleg og svolítið skugga- legt glott. Ég varð óskaplega hrifin af honum. Svo fannst mér vera þykk og dökk gluggatjöld fyrir í eldhúsinu, en þar vorum við. Hann dró þau fyrir og gekk út á lóðina. Þá kíkti ég út en um leið kom hann inn og dró betur fyrir, eins og ég mætti ekki vita hvað hann var að gera. Svona . gekk þetta nokkrum sinnum, en þá gekk hann allt í einu til mín. Ég hélt að hann ætlaði að vera góður við mig, en þess í stað dró hann upp stóra sveðju og boraði henni í gegnum hálsinn á mér vinstra megin. Ég hugsaði um leið: — Hann ætlar að drepa mig! Það þýðir ekkert fyrir mig að hrópa svo ég læzt vera dá- in. Svo hneig ég niður því ég var svo má.ttlaus, en þá var hann horfinn og ég lá þarna á gólfinu og horfði á blóðið sem nnn úr hálsinum á mér og myndaði stóran poll á gólfinu. Þá vaknaði ég og var ekkert hrædd. Hinn draumurinn er svona, en mig dreymdi hann nokkrum dög- um síðar: Mér fannst ég vera á einhverju fiölmennú móti, undir fjallshlíð. Enginn trjágróður var þarna, bara móar og grasivaxin fjalls- hlíðin. Svo fannst mér ég vera að keyra þarna upp með strák sem ég var lengi með og er hrif- in af ennþá, en það eru tveir mánuðir síðan við hættum að vera saman. Vorum við á litl- um bíl. fallega dökkbiáum á lit- inn. Ég sat í framsætinu við hliðina á honum, en í aftursæt- inu var annað par. Mér fannst ég þekkja þau, en vissi ekki hvað þau hétu. Stelpan var Ijós- hærð með sítt hár, í ljósblárri, síðri kápu með hettu og mér fannst hún mjög falleg. Svo keyrðum við framhjá hóp af fólki, en þá stanzaði J og fór að tala við einhvern strák sem lemur svo í brettið á bílnum að hann fer í gegn. J verður svo reiður að hann keyrir eins og óður upp alla móana en stanz- aði allt í einu og rauk út. Svo reif hann upp afturhurðina á bílnum og parið sem var aftur í fór út. Þá reif hann upp sætið og um leið blossaði eldur þar upp. Hann skipaði mér að fara út, og gerði ég það og tók bláu kápuna með mér. Síðan gekk ég aðeins í burtu og þá kom hann hlaupandi, þreif í mig og við hlupum upp fjallshlíðina, hönd í hönd. Svo heyrðist ægileg sprenging og þá stoppuðum við til að líta til baka. Þá sjáum við að bíllinn var ekkert orðinn nema aska, og var búið að setja girðingu í ferhyrning í kringum öskuhrúguna, en einhver eldur logaði ennþá. Þá varð mér litið á strákinn og hann leit á mig og mér fannst hann eitthvað svo þreytulegur. Þá dró hann mig til sín og ætl- aði að taka utan um mig, en þá varð kápan á milli okkar. Mér fannst ég verða að passa hana og þá vaknaði ég. Ein af Skaganum. Fyrri draumurinn er fyrir slys- förum, en margt bendir til þess að það sé ekki þú, né að það verði alvarlegt. Þá kemur einn- ig til greina að ekkert slíkt hendi, heldur að einhverjir pen- ingar séu í nágrenni við þig, og munu þeir koma þér mjög á óvart. Síðari draumurinn er þér fyr- ir einhverjum þrætum, senni- lega við „J“. F,r líklegt að þið munuð hefja samband ykkar að nýju, hvað sem hver segir, og er líklegt að þræturnar sem á milli ykkar verða séu frá þér sprottnar, og að þú hafir hann fyrir rangri sök. Svar til F.L. Þér er alveg óhætt að taka því rólega, því þessir draumar eru ekkert annað en framhald á hugsunum þínum í vöku. Þó finnst okkur að þú ættir að reyna að gera út um það hvort hú ert einn um bessa umhyggju og það gerir þú með því einu að hafa samband við liana og ræða raálið augliti til auglits. Svar til H.B.: Ef ckkur hefur elcki getizt rangt til, þá ertu ekki mjög gömul. Þess vegna er þessi draumur bér að öllum likindum fyrir miklu láni í litlu óláni. - Sennilegast þvkir okkur að inn- an skamms kynnist þú ungum manni sem þú verður alvarlega hrifin af — og liann af þér — en síðan gæti eitthvað komið upp á teninginn . . . 8 VIKAN 52-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.