Vikan


Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 48

Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 48
 ALFHEIMAR O X o q 8 m O x Blómabúðin DÖGti w Alf heimum 6 sími 33978 .fullkomin blómaverzlun í úthverfi borgarinnar. og venjulega. Hvað veit ég um það? Ekki man ég neitt um það. Kannski baunir, kannski hris- grjón í feiti eða eitthvert græn- meti. — Þér borðið þá á kvöldin? — Fjandinn sjálfur, haldið þér að ég hendi kjötbeininu mínu? -—Nei, nú gefst ég upp. Eg verð víst að sleppa að gefa yður slæma hegðunareinkunn. Leið- réttu á spjaldinu hans, herra X. Þú færð „góða hegðun.“ Er það nóg? — Það er réttlátt. Eg hef ekkert gert til að verðskulda ekki góða einkunn. Og með það förum við út. Hið stóra hlið einangrunarfangelsis- ins opnast fyrir okkur. Aðeins einn varðmaður fylgir okkur. Við göngum hægt stíginn niður að búðunum. Við erum hátt yfir hafinu, silfurgliti þess og freyð- andi öldum. Andspænis okkur Royale, græn jörð hennar og rauð þök. 5§g bið varðmanninn um leyfi til að setjast í nokkrar mínútur. Hann játar því. Við Maturette setjumst sinn hvorum megin við Clousiot og tökumst í hendur án þess að taka eftir. Þetta handaband veldur undar- legri geðshræringu og við föðm- umst orðalaust. Varðmaðurinn segir: — Komið þið nú, strákar. Við verðum að halda áfram. Og við höldum áfram niður að búðunum, hægt, mjög hægt. Við Maturette förum á undan og höldumst enn í hendur. Síðan koma tveir sjúkraberar með hrjáða vininn okkar. ☆ ÖFARIR A AÐFANGADAGSKVÖLD Framhald af bls. 25. var í því sálarástandi, að hægt var að láta hann gera allt. — Þú skilur mig, — ég fer upp og þú dengir bakkanum í gólfið, sagði Adda og hvarf út úr dyrunum. Ef nokkuð er til, sem getur vakið gestgjafa, þá eru það hljóð, sem bera með sér að ver- ið sé að mölva postulínið hans. Eins og lesandinn mun skilja, er ég nú kominn að þeim þætti málsins, sem drepið var á í upp- hafi þessarar frásögu. Mikjáll hafði framkvæmt sinn þátt fyrirtækisins óaðfinnanlega. Gestgjafinn kom að honum, þar sem hann stóð höggdofa yfir rústunum af morgunverði Öddu. Hann starði á gestgjafann, eins og í leiðslu. Gestgjafinn var enn í nátt- skyrtunni og flókaskónum og pírði augunum um leið og hann færði sig nær Mikjáli, setti und- ir sig hausinn og lét handlegg- ina dingla. Mikjáll lokaði augun- um. f sömu svifum og gestgjaf- 48 VIKAN 62- ö»i.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.