Vikan


Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 15

Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 15
Börnin og aðstand- endur þeirra þrýstu sér í angist upp að veggnum. Elly átti að rölta um í verzluninni og skemmta börnunum. Elly var risavaxin ungfrú, enda var hún tveggja tonna fíll. Hún átti að skemmta börnunum í stórverzluninni og vakti að vonum mikla athygli, en engum hafði dottið í hug að Elly átti sér elskhuga, sem alls ekki hafi taumhald á tilfinningum sínum. ur alla ábyrgð, hvað ætlið þér nú að gera? Ég reyndi að halda jafnvæg- inu, svo ég dytti ekki ofan í þetta geysilega hyldýpi, sem mér fannst opnast fyrir fram- an mig. Hugmynd! Einhverja hugmynd! Ég vildi gefa aleigu mína fyrir einhverja hugmynd. En að fá fíl, sagði ég, til að segja eitthvað. — Fíl? Já, fíl! Ég velti þessu fyrir mér og fannst það alls ekki svo vitlaust. Nú var um að gera að halda fast við það. — Já, fíl, endurtók ég. — Börnin eru dauðþreytt á geim- Fröken Ellý fíll Jockum arkaði beint að Jane og glerskápunum. förum og þessum plastleikföng- um. Raunverulegur fíll, lifandi skepna, ætti að geta látið þau hverfa aftur til náttúrunnar. Við hljótum að geta fengið leigðan taminn fíl, sem getur tekið við óskaseðlum. — Þetta er ekki svo vitlaust, ungi maður! Það var sá gamli sem sagði þetta. Brown, sem bersýnilega var með einhver mótmæli á vör- unum, lét sér nægja að vera hugsandi á svipinn. En skyndilega sáu þeir allir eitthvað stórkostlegt í hugmynd- inni. — Fíll. Jól í fílaflauginni! Stórkostlegt! Jólafíllinn Júlla! Ég lét ekki á því standa að notfæra mér ánægju karlanna. — Ég næ í taminn fíl. Fatadeild- in klæðir hann í einhver skemmtileg föt, teiknistofan býr til nýjar auglýsingar og við flyt.ium leirvörudeildina. „Frök- en Elly fíll“ verður slagorð jól- anna! Nú var allt i einu kominn jóla- svipur á karlana og þeir voru að keppast við að hrósa hver öðrum, þegar ég laumaði mér út.. . . Það virðist kannski í fljótu bragði auðvelt að hafa upp á tömdum fíl, en það kom fljótt í ljós að það var ýmsum vand- kvæðum bundið. Jane starði á mig, undrandi á svip, þegar ég bað hana að leggja mér lið. Hverjum datt þessi vit- leysa í hug? spurði hún. Það er skipun frá stjórn fyrirtækisins! svaraði ég. — Þeim fannst, þegar ég hafði stungið upp á því, að það gæti orðið sniðugt að hafa fíl í geim- farinu. Hvar get ég haft upp á fíl? — í Afríku, eða dýragarðin- um, ef þar eru þá nokkrir til sölu. —- Það er nóg að fá hann leigðan. — Sláðu þá upp í skránni í dálkinum „Fílar til leigu“. Viltu færa þig til, ég þarf að afgreiða! Þarna rann það upp fyrir mér hve vonlaust þetta var og mér 52. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.