Vikan


Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 49

Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 49
inn virtist ætla láta til skarar skríða, heyrðist rödd Öddu úr dyrunum að nr. 17. — Stopp, mannbjálfi, sagði hún fastmælt. Gestgjafinn sner- ist á hæli. Hann horfðist í augu við Öddu, og augnaráð hennar negldi hann við gólfið, eins og hann hefði orðið fyrir eldingu. — Viljið þér, maður minn, sjá um að unnustinn minn og ég verðum samstundis flutt — ak- andi, fljúgandi eða á kviktrjám — að forstofudyrunum á Silfra- stöðum! Röddin var hörð eins og stál. Gestgjafinn áttaði sig, og það er virðingarvert af gestgjafa, sem stendur á náttskyrtunni og flókaskónum augliti til auglits við fallega unga stúlku, sem sjá- anlega er mjög reið. — Því ætti ég að gera það? spurði hann. — Vegna þess, sagði Adda hægt og lagði áherzlu á hvert orð, — vegna þess, að meðan þér voruð að vaga niður stig- ann eins og flóðhestur, skrapp ég inn í herbergið yðar og hnupl- aði buxunum yðar. Adda hafði átt kollgátuna, er hún treysti því að gestgjafinn ætti ekki nema einar brækur. Og nú voru góð ráð dýr hjá gest- gjafanum. Vindurinn fór úr hon- um eins og sprunginni blöðru. — Já, en — síminn er í ólagi, sagði hann hásum rómi, — lest- in gengur ekki og vegirnir eru ófærir. — Annaðhvort gerið þér eins og ég segi eða ég sting buxun- um yðar í eldinn, sagði Adda. — Já, — en, hvað á ég að gera, sagði manngarmurinn kjökrandi, og var nú orðinn eins og menn i náttskyrtu eiga að sér að vera. — Ég sá gamlan sleða út um gluggann hjá mér, sagði Adda, — og í morgun heyrði ég hest hneggja. Ég vona, að ég þurfi ekki að segja meira. Gestgjafinn andvarpaði. — Jæja, ætli maður verði þá ekki að skussa ykkur. Komið þér með buxurnar. — Nei, ekki alveg — svo vit- laus er ég ekki, sagði Adda. — Þér akið okkur fyrst, og síðan skuluð þér fá buxurnar. — Dettur yður í hug, að ég geti ekið ykkur svona? sagði gestgjafinn og renndi augunum niður eftir nærbrókunum sínum. — Mér finnst, að þessi bún- ingur sæmi yður ágætlega, svar- aði Adda, — en enginn bannar yður að vefja værðarvoð um yð- ur, svo yður verði síður kalt. Adda hélt dauðahaldi um dá- lítinn böggul í mórauðum papp- írsumbúðum, en í honum voru buxur gestgjafans. Þegar sleðinn nam staðar við aðaldyrnar á Silfrastöðum steig hún út ásamt unnustanum og rétti ökumann- inum böggulinn. Hann þreif HOTEL HOTEL LOFTLEIÐIR Eina hótelið á Islandi með 'sauná og sundlaug Hótel Loftleiðir bjóða viðskiptavinum sínum 108 vistleg gistiherbergi, tvo veitingasali, veitingabúð, fundasali, tvær vinstúkur, gufubaðsstofur, sundlaug, rakarastofu, hárgreiðslustofu. snyrtistofu, ferðaskrifstofu og flugafgreiðslu. Vegna sívaxandi vinsælda er viðskiptavinum ráðlagt að tryggja sér þjónustu hótelsins með góðum fyrirvara. hann og ók burt á fleygiferð, svo að snjóinn skóf undan meið- unum. Það var farið að rökkva. Adda og Mikjáll sátu í sófanum við arininn. Út um gluggann sáu þau kirkjuna með ljósum í öll- um gluggum. Og umgerðin um þá mynd var samsett úr birki- greinum þungum af snjó. Eldur brann á skíðum og Adda kreisti úr sítrónusneið ofan í toddýið hans Mikjáls. Við giftum okkur þá í vor, elskan, hvíslaði Mikjáll. Adda kinkaði kolli og vatt lokk úr hári hans um vísifing- urinn á sér. — Og förum í brúðkaupsferð í einhverja krána og sjáum kirsuberjatrén blómgast, tísti hún og hjúfraði sig upp að hon- um. Mikjáll hrökk við og glennti upp augun: — Adda, þú mátt ekki mis- skilja mig, elskan mín. Þú veizt, að ég vil gera nærri því allt fyr- ir þig. En eitt verð ég að segja þér: Við förum aldrei framar á neina krá. ☆ Þér sparið með áikrift VlltAX 52. tw. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.