Vikan


Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 31
ar nokkurn tíma taka enda? í veit- ingasalnum var heillandi andrúms- loft: lág tónlist hljómaði, prúðbúið fólk sat við borð og spjallaði sam- an kátt og hamingjusamt, og út um gluggann blikuðu Ijós borgarinn- ar. Yfirþjónninn kom til hennar. — Gott kvöld! Hafið þér pantað borð? — Eg ætlaði að hitta mann hérna, sagði Cathy og svipaðist um. Hún þóttist koma auga á einhvern í saln- um. — Já, þarna er hann. Hún gekk hratt framhjá yfirþjón- inum og inn í fullsetinn veitinga- salinn. Hún kom auga á tvo óein- kennisklædda lögreglumenn, sem gengu um og leituðu að Ken. Þeir sáu hana, en hún sneri [ aðra átt og hvarf sjónum þeirra. Við neyð- arútganginn skauzt hún út um dyrn- ar. Hún ein vissi, hvar Ken var að finna. Svalur vindur lék um andlit henn- sömu svifum. — Takið hana niður, skipaði hann. — Nei, látið haria vera, var þá kallað. Það var Jack. Menchell horfði tortrygginn á hann: — Eruð þér nú líka búnir að missa vitglóruna? — Nei, en ég held að ég skilji, hvað hún hefur ! huga. Látið hana vera! Hann mætti augnaráði Menchells. Menchell hikaði, en síðan lét hann undan: — Allt í lagi. Verið þá kyrrir, sagði hann við lögregluþjónana. Jack leit upp til Cathy. Hann var með öllu hjálparvana og dauð- hræddur um líf hennar, en honum fannst hann ekki hafa leyfi til að koma í veg fyrir áform hennar. Hún mundi aldrei fyrirgefa- honum, ef hún hefði ekki fengið tækifæri til að reyna að bjarga barninu þeirra. Hún leit niður til hans andartak, Cathy stóð á öndinni og hrfð- skalf frá hvirfli til ilja. En þegar hún sá körfuna, vissi hún, að hún yrði að taka þátt f þessum brjál- æðislega leik Kens til enda, hvernig svo sem honum kynni að lykta. — Mér þykir leitt, að ég skyldi fara frá þér, sagði hún. — Fyrir- gefðu mér. — Vfst fyrirgef ég þér, sagði hann. — Ég væri lítilmenni og smá- sál, ef ég gerði það ekki. Var þetta kaldhæðni? Eða var hann nógu brjálaður til að geta lát- ið sér detta f hug, að þau gætu elsk- að hvort annað, eins og ekkert hefði ískorizt? Jack og Menchell höfðu klifrað upp fyrri stigann og stóðu nú á pallinum fyrir neðan þau. Þeir störðu báðir upp til þeirra. Fleiri lögreglumenn fylgdu á eftir. Menchell sagði í labbrabbtæki, sem hann hafði meðferðis: — Er skyttan komin upp á Fair- mount núna? Gott. En hann má En meðan Cathy kyssti Ken greip hún handfangið á körfunni, svo að nú héldu þau bæði á henni. — Láttu mig fá hana, bað hún. — Ég skal fleygja henni niður. — Ef ég gæti bara verið viss um, að þú gerðir það, sagði hann. En svo skipti hann skynditega um skoðun og lét undan: — Jæja þá! Allt í lagi! Hann sleppti handfanginu. En Cathy var of fljót að hrifsa til sfn körfuna. Hann fylltist tortryggni við það og greip fast í handlegginn á henni. Hún færði körfuna yfir í vinstri hönd sína, svo að hún gat með því móti haldið henni svo langt frá sér, að Ken næði ekki í hana. Grip hans um handlegg hennar varð jafnt og þétt fastara. Hann sagði skipandi röddu: — Fleygðu henni niður! Þegar hún hlýddi ekki, herti hann enn takið og sagði: — Kastaðu körfunni niður! Svalur vindur lék um andlit hennar, þegar hún kom út á pallinn. Stjörnur skinu silfurhvítar á svörtum himni. Cathy fannst, eins og henni hefði verið kastað út í geiminn .... SPENNANDI FRAMHALDSSAGA EFTIR MIKE ST. CLAIR ELLEFTI OG SÍÐASTI HLUTI ar, þegar hún kom út á litla pall- inn. Stjörnur skinu silfurhvítar á kolsvörtum himni. Cathy fannst, eins og henni hefði verið kastað út í geiminn, aleinni, þar sem ekk- ert gat orðið henni til bjargar. Hún þreifaði sig að brunastiganum og hrópaði: — Ken! Ég er hér! Vindurinn sleit orðin í sundur, svo að þau náðu ekki upp til Kens. Hann tók fast í stigann og byrjaði með erfiðismunum að klifra upp hann. — Ken, hrópaði hún aftur. — Ég er að koma! Bfddu! Jack og Menchell urðu fyrstir til að láta sér detta í hug, að Ken hefði farið út um neyðarútgang- inn. Þeir komust út á litla pallinn. Jack leit upp og kom auga á Cathy: — Guð minn almáttugur, hróp- aði 'hann. — Cathy! Komdu niður! Hún var þegar komin hálfa leið upp stigann. Þegar hún heyrði Jack hrópa, leit hún niður og fékk á- kafan svima. En hún harkaði af sér og hélt sér fast í stigann. — Hvað eruð þér að gera? Kom- ið riður? hrópaði Menchell. — Nei, ég verð að hitta hann og það ein. Menchell tautaði: •- Hún er gengin af vitinu. Hann veifaði tveimur lögreglu- þjónum, sem komu út á pallinn f en hélt síðan áfram að klifra upp stigann. Þegar hún var komin upp fyrri stigann, sá hún Ken á pallinum þar sem seinni stiginn tók við. Hún leit viðkvæmnislega f glott- andi andlit hans. — Við höfum beðið eftir þér, Cathy, sagði hann. Hann hampaði körfunni eins og til að tæla hana. — Og þú sem sagðist vera svo lofthrædd, sagði hann. — Komdu nú! Hann sneri sér við og tók að klifra upp síðari stigann, sem lá upp á toppinn. Hann klifraði nokk- ur skref, en beið síðan eftir Cathy. Hún gekk varlega og varð að klofa yfir alls konar vfra, sem þarna voru, unz hún komst að stiganum, þar hikaði hún andartak. En Ken dinglaði körfunni í áttina til henn- ar, svo nálægt, að hún gat næst- um náð til hennar. Hún heyrði barn- ið gráta og hélt þá rakleitt upp stigann. Ken náði upp á toppinn, en þar var aðeins lítill pallur. Hann lagð- ist á hnén og teygði aðra höndina til að hjálpa Cathy alla leið upp. Hinni hendinni hélt hann fast um körfuna. — Þú ert dugleg stúlka, sagði hann um leið og hann togaði hana síðasta spölinn. ekki skjóta, fyrr en ég gef skip- un um að gera það. Hinum megin Við götuna var skytta efst uppi á háhýsi. Hún mið- aði beint á Ken og beið. — Nú erum við uppi á efsta tindi Alpafjalla, sagði Ken við Cathy. Við erum aftur komin upp í sjö- unda himin. Hann lagði handlegg- inn yfir öxl hennar, en gætti þess að sleppa ekki hinni hendinni af körfunni. — Já, örlögin hafa ætlað okkur að vera tvö ein saman alveg eins og áður var, sagði Cathy. Hún reyndi að teygja hendina eftir körfunni á eins fyrirferðalít- inn hátt og hún gat. Barnið var hætt að gráta og það bætti nokkuð úr skák. — Láttu mig fá körfuna, sagði hún eins blíðlega og hún gat. En þá færði Ken sig ofurlítið frá henni. Hún hélt áfram: — Ég skal fleygja barninu sjálf. S'ðan skil ég við Jack og giftist þér. — Elskarðu mig? — Já, það ert þú, sem ég elska, og enginn annar. Niðri á þakinu sá Jack hvernig Cathy beygði sig áfram og kyssti Ken. Menchell sá þetta líka, hristi höfuðið hneykslaður og sagði: — Hún hlýtur að vera orðin meira en lítið skrftiri. Hann neyddi hana til að fara út að yztu brún pallsins. í hvert skipti sem hann herti takið og ýtti við henni, neyddist hún til að færa sig utar og utar. Nú var karfan komin fram af pallinum og hún hélt á henni í lausu lofti. — Fleygðu henni niður! NÚNA! Hún reyndi eftir mætti að halda jafnvæginu. Ef hann ýtti við henni einu sinni enn, þá var úti bæði um hana og barnið. Hún gerði hið eina, sem hugs- anlegt var til að bjarga henni og barninu. Hún hélt fast um körfuna, en f einni svipan sveiflaði hún henni beint framan í Ken. Hann var þessu með öllu óviðbúinn. Hann missti jafnvægið, féll aftur fyrir sig og fram af pallinum .... Hún heyrði ekki hrópin í fólk- inu niðri á götunni. Hún skynjaði heldur ekki þögnina, sem fylgdi á eftir nokkru síðar. Þegar Jack kom upp á pallinn, kraup Cathy á kné með barnið heilt á húfi í fanginu. ENDIR. 52. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.