Vikan


Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 47

Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 47
minn, sem er aðeins tvo metra frá mér, er í þann veginn að missa vitið og grípur ef til vill til versta úrræðisins, ofbeldis: Hann lifir ekki lengi, því að upphlaup hans verður þeim átylla til að beita hann útsmogn- ustu læknisfræðilegu aðferðum, til að kála honum á eins vís- indalegan hátt og mögulegt er. Það liggur við að ég fyrirverði mig fyrir að vera þetta sterkari en hann. Eg spyr sjálfan mig, hvort ég sé líkur sérgæðingun- um, sem eru aldrei sælli með sig í loðfeldum sínum og lúxusbíl- um en þegar þeir sjá almenn- inginn standa illa klæddan og skjálfandi á strætisvagnabiðstöð- um. Lífið er oft samlíkingar. Einn fékk tíu ár, ég lífstíð. Eg fékk lífstíð, en er aðeins tuttugu og átta ára, einhver annar fékk fimmtán ár og er kominn yfir fimmtugt. Hlustaðu nú! Ég nálgast lokin, og eftir sex mánuði vonast ég eftir að vera búinn að ná mér til fullnustu og reiðubúinn til nýrrar flóttatilraunar. Sú tilraun verður enn nafnfrægari en sú fyrsta. Það þarf ég ekki að ef- ast um. Ég verð strokinn aftur innan sex mánaða, það er ákveð- ið. Síðasta nóttin í einangrun- inni! Fyrir seytján þúsund fimm hundruð og átta klukkustundum gekk ég inn í klefa 234. Eitt sinn á þeim tíma voru dyrnar opnað- ar, þegar ég var leiddur fyrir fangelsisstj órann, svo að hann gæti dæmt mig til þyngri refs- ingar. Þeir hafa talað fjórum sinnum við mig á þessum tíma, auk grannans, sem ég skiptist á fáeinum orðum við daglega. Eitt sinn kom læknirinn og sagði: „Snúið yður við! Hóstið!" Eitt sinn var það til að segja mér, að ég skildi fella bálkinn þegar blístrað væri. Og svo skrafið við fangelsisstjórann og við varð- manninn út af aumingjanum sem'brjálaðist. Ekkert af þessu var hægt að kalla mikla skemmt- un. Bg sofna vært án þess að hugsa um nokkuð annað, en að á morgun verður dyrunum fyrst lokið upp fyrir mér í alvöru. Á morgun sé ég sólina, og verði ég sendur til Royale get ég andað að mér sjávarlofti. Á morgun er ég frjáls. Eg hlæ. Frjáls! Á morgun byrja ég fyrir alvöru að afplána lífstíðarrefsingu mína. Er þetta það sem ég kalla að vera frjáls? Eg veit, ég veit! En það er þó ekkert í samanburði við það, sem ég hef orðið að þola hér. Hvernig skyldi þeim Cloú- siot og Maturette líða? Deyjandi félagi. Klukkan sex fæ ég kaffið og brauðbitann. Mig langar til að segja: „En mér verður sleppt út í dag. Ykkur skjátlast." Svo man ég að ég er haldinn minnisleysi, og ef ég skyldi nú viðurkenna að ég reyndi að leika á fangels- isstjórarm, hver veit þá nema hann bætti á mig þrjátíu dögum í einangruninni. En hvað sem í skerst hafa lögið boðið að mér skuli sleppt úr einangrunarklef- anum á Saint-Joseph í dag, tutt- ugsta og sjötta júní 1936. Eftir fjóra mánuði verð ég þrítugur. Klukkan er átta. Ég er búinn með brauðið mitt, allan bitann. Ég hlýt að fá mat í búðunum. Þeir opna dyrnar. Þar stendur næstráðandinn og tveir varð- menn. — Charriére, refsivist yðar hér er lokið. Það er tuttugasti og sjötti júní 1936. Fylgið okk- ur! Ég gang út. Þegar ég kem út í garðinn er sólin þegar nógu hátt á lofti til að blinda mig. Mig svimar. Eg skelf í hnjálið- unum og svartir flekkir dansa fyrir augunum. Þó hef ég aðeins gengið fimmtíu metra, þar af þrjátíu í sólskininu. Þegar að stjórnarbyggingunni kemur sé ég Maturette og Clou- siot. Maturette er ekkert nema beinin, kinnarnar djúpar lautir og augun djúpt sokkin. Clousiot liggur á börum. Hann er bleik- ur eins og lík og lyktin af hon- um eftir því. Ég hugsa: „Er ég eins?“ Mig langar að líta í speg- il. Ég segi við þá: —• Hvernig líður ykkur? Þeir svara ekki. — Hvernig líður ykkur? — Nú, svona, segir Maturette mjög lágt. Mig langar að tala um að ein- angrunarvist okkar sé lokið og að þar með sé okkur frjálst að tala. Ég faðma Clousiot, kyssi hann á báðar kinnar. Hann lít- ur á mig gljáandi augum og brosir. — Vertu sæll, Papillon! —• Nei, ekki það. — Því er lokið með mig. Nokkrum dögum síðar dó hann á sjúkrahúsinu á Royale. Hann varð þrjátíu og tveggja ára og hafði verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að stela reið- hjóli, sem hann hafði alls ekki stolið. Fangelsisstjórinn kemur: — Inn með þá. Maturette og Clousiot, þið hafið hegðað ykk- ur vel. Ég hef látið þess getið í skýrslunum um ykkur. Þér, Charriére, þar sem þér hafið framið alvarlegt brot á reglu- gerðinni fáið þér slæma hegðun- areinkunn. — Afsakið, fangelsisstjóri, en hvað hef ég gert? — Munið þér þá virkilega ekki eftir þegar við fundum sígaretturnar og kókoshnetuna? — Nei, svo sannarlega ekki. — Látum okkur sjá, hvað hafið þér fengið að éta síðustu fjóra mánuðina? — Hvað þá? Nú, auðvitað allt- af það sama síðan ég kom. —■ Þetta tekur nú út yfir allt. Hvað átuð þér í gær? —■ Það sem mér var gefið, eins n oire V $ Aí? A Oskar lands- mönnum gleðilegra \ola og farsœls komandi árs KEIMMÐ BÖRMJNUM AÐ VARAST ELDINN Varist eldinn yfir hátíðarnar BRUIVABÓTAFÉLAG ÍSLAIMDS Laugavegi 103 — Sími 24425. 52. tw. VIKAN 47

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.