Vikan


Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 19

Vikan - 23.12.1970, Blaðsíða 19
spara orkuna? Því minna sem ég hreyfi mig, þess færri hitaein- ingum brenni ég. Á ég kannski að sitja kyrr langtímum saman á daginn? Ég verð að temja mér alveg nýtt líf. Fjórir mánuðir! Það eru hundrað og tuttugu dag- ar. Hve langt um líður áður en ég verð orðinn blóðlaus á þess- um sveltikosti? Að minnsta kosti fjórir mánuðir. Þá eru eftir tveir mánuðir, sem úrsiltum ráða. Þegar ég verð verulega veik- burða, verð ég prýðilegur jarð- vegur fyrir sjúkdómana. Ég ákveð að liggja fyrir frá klukk- an sex á kvöldin til klukkan sex á morgnana. Eftir kaffið og tunnutæminguna get ég gengið í tvo tíma eða svo. Og tvo tíma eftir súpuna um miðjan daginn. Samanlagt fjórir tímar. Annars sit ég eða ligg fyrir. Það verður erfitt að dreyma sig á brott frá veruleikanum án þess að vera þreyttur. En ég ætla að reyna. Eftir að hafa hugsað lengi til vina minna og mannaumingjans, sem misþyrmt var, fer ég að æfa nýja kerfið. Það tekst ágætlega þótt tíminn sé nú miklu lengur að líða en áður og ég finni til verkja í fótunum eftir að hafa verið hreyfingarlaus í lengri tíma. Síðasti mánuðurinn. Nú hef ég verið á sultarfæð- inu í tíu daga. Ég er stöðugt svangur, og þreytan nær yfir- tökunum. Mig langar ótrúlega mikið í kókoshnetur og sígar- et+ur. É<j leeg mig snemma og flý úr klefanum í huganum. f gær var ég í París á Rat Mort og drakk kampavín með vini: Antonio frá Lundúnum; hann er ættaður frá Baleareyjum og tal- ar frönsku eins og Parísarbúi og ensku eins og ekta tjalli. Dag- inn eftir drap hann einn vina sinna með fimm skammbyssu- skotum á Marronier, Boulevard de Ciichy. Þannig er það hjá at- vinnubófunum, skammt á milli vináttu og haturs. Já, í gær var ég í París og dansaði á Petit Jardin, Avenue Saint-Ouen, sem eingöngu er sóttur af Marseille- búum og Korsíkumönnum. Ég sé alla vini mína á þessum flótta með tilstyrk ímyndunaraflsins. É'g hef lagt heilmikið af. og skil nú hve vel hefur munað um kókoshnetuna, sem ég var svo heppinn að fá á hverjum degi í tuttugu mánuði. Þessar blessað- ar hnetur hiálpuðu mér óum- ræðilega mikið tii að halda heilsu bæði á sál og líkama í þessari hræðilegu einsemd. Ée er ákaflesa taugaóstyrkur þennan morguninn. eftir að ég Framhad á bls. 45. í ]>unq;um þönkum stendur Henri „Papillon* Charriére í klefanum, þar sem hann í tvö ár þoldi einhverjar hroðalegustu andlegar og líkamlegar pyndingar, sem hægt er að ímynda sér. 52. tbi. VIKAN 1!)

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.