Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 18
nema þá ef vera akyldi djöf-
ullinn sjálfur, sem er herra
hans og meistari!
Kit fann fyrir kuldahrolli. í
þá daga var bilið milli þess
raunverulega og þess óraun-
verulega mjótt, menn sem
trúðu á Guð trúðu jafnframt
á þann vonda.
Það var barnið sem færði
honum kjark. Nú var kjökrið
orðið að gráti og sár ekkinn
kom honum til að skilja að
hann horfði frá felustað sín-
um, sá hann hinn unga föður
standa beinan í baki við hlið
hestsins. Hann hafði dregið
sverðið úr slíðrum og beið nú,
sneri sverðsoddinum að jörð-
inni.
Uppi á hæðinni, sem lá nið-
ur að læknum, kom riddari í
ljós. Þegar hann sá hvað beið
hans, tók hann í taumana svo
hesturinn prjónaði, en svo hélt
tilskyldu að móðir hans sam-
þykkti það, og þegar Barrow
hafði fengið kaupmanninn til
að gefa honum frí, lagði hann
af stað til að tala við móður
sína. Barrow hafði lofað að
ríða þangað daginn eftir til að
heyra fréttirnar og tala við frú
Brandon. Kit stytti sér stundir
á leiðinni með rósrauðum fram-
tíðardraumum. Honum fannst
það hafa verið happastund
þegar hann hitti Barrow, og
síðar um nóttina, eftir það sem
þá kom fyrir, fannst honum
sem örlögin hefðu tekið í taum-
ana.
Hann var svo upptekinn af
hugsunum sínum, að hann
heyrði ekki hófadyninn, fyrr
en hann var kominn alveg að
honum; og þá var það hin
óreglulega hrynjandi, sem
vakti athygli hans svo að hann
sneri sér við. Nokkru síðar
kom reiðmaðurinn fyrir beygju
á veginum og í björtu tungl-
skininu var auðsætt hvers
vegna skepnan gekk svona,
veslings dýrið var komið að
því að springa. Svitinn bogaði
af hestinum og nárarnir voru
blóðugir eftir miskunnarlausa
sporana. Frá þöndum nasahol-
unum stóð andardrátturinn eins
og hvítur strókur út í kuldum
og mélin voru hulin froðu.
Riddarinn var í víðu slái og
hattbörðin slúttu fram á and-
litið, en Kit sá að hann hélt á
stórum böggli. Þegar riddar-
inn kom auga á hinn einmana-
lega ferðalang, var eins og hann
hefði ætlað að nema staðar, en
sá sig svo um hönd og keyrði
hestinn sporum aftur.
Meðan Kit virti fyrir sér
hest og riddara, sneri maður-
inn sér við og leit til baka, en
ekki á Kit. Þá tók Kit eftir
því að annar reiðmaður var að
nálgast, því hann heyrði greini-
lega hófadyn í fjarska.
Þetta hljóð hafði óþægileg
áhrif á hann, og þegar hann
hafði gengið nokkurn spöl, sá
hann sjón, sem hann varð
undrandi yfir. Þar sem stígur-
inn lá yfir læk hafði myndazt
geil, og þar hafði hesturinn
greinilega oltið um koll. Mað-
urinn stóð á götunni og leit
órólega í kringum sig. Þegar
Kit kom til hans, sá hann að
böggullinn hreyfði sig í örm-
um mannsins og hann heyrði
barnsgrát.
— Ungi maður, ert þú kunn-
ugur hér? spurði hinn ókunni
ákafur. — Er hér einhvers
staðar hægt að fá hest, leigðan
eða keyptan?
— Nei, því er nú verr, svar-
aði Kit hæversklega. — Næsta
hús er heimili móður minnar,
við eigum engan hest, en hún
getur örugglega látið yður í té
bæði mat og húsaskjól.
Maðurinn hristi höfuðið.
Hatturinn hans lá á jörðinni og
Kit sá unglegt andlit, fölt af
þreytu og með sótthitagljáa í
augunum. Barnið var vandlgea
vafið innan í einhverja yfir-
höfn og veiklulegt kjökur gaf
til kynna að það væri vakandi.
Kit gat varla setið á forvitni
sinni. Eftir fleiri ára borgara-
stríð voru allir vegir í Eng-
landi yfirfullir af hungruðu og
þreyttu fólki, en þessi maður
var ekki úr þeim hópi.
— Skammt frá, tautaði hann.
— En samt of langt, — of langt!
Við náum ekki þangað á und-
an.. Heyrið ,hann nálgast
óðum!
— Þetta er aðeins einn, sagði
Kit og hinn maðurinn kinkaði
kolli.
— Já, hann er einn á ferð
eins og venjulega! Enginn
þekkir leyndardóma hans,
hvort sem menn eða djöflar
áttu í hlut, varð að gera eitt-
hvað fyrir saklaust barnið.
Hann greip fastar um prikið og
sagði með meiri myndugleik en
hann hafði raunverulega upp á
að bjóða.
— Þér eruð með sverð, ég
hef þetta prik og til samans
ættum við að geta ráðið niður-
lögum eins manns. Leggið
barnið frá yður, þarna undir
stóra tréð, þar ætti það að vera
öruggt.
— öruggt! endurtók maður-
inn tryllingslega. — Hún verð-
ur aldrei örugg svo lengi sem
þessi djöfull er á lífi! Hann
beygði sig yfir böggulinn og
Kit greip í hann til stuðnings,
þá fann hann. að maðurinn
hafði mikinn sótthita og var
með óráði, svo ekki var hægt
að henda reiður á orð hans eða
gerðir. Og hófadynurinn nálg-
aðist óðum.
Kit leit í kringum sig í ör-
væntingu. Það var auðvelt að
fela þau öll þrjú, en það yrði
ekki auðvelt að fela dauða
hestinn....
Hann brýndi raustina. — Eft-
ir andartak verður sá sem er
að elta yður kominn hingað.
Eigum við að taka á móti hon-
um eða flýja?
— Eg verð hér, ungi maður,
þú tekur barnið inn í runnana
og sérð til að ekkert heyrist í
henni, svo lengi sem hann er í
heyrnarmáli. Eg gæti ef til vill
ruglað um fyrir honum.
Þetta leizt Kit ekkert á,
hann hefði viljað standa við
hlið mannsins, en hann fékk
ekkert tækifæri til að mót-
mæla. Barninu var fleygt í
arma hans og þegar hófadyn-
urinn heyrðist hinum megin
við hæðina, smeygði hann sér
inn í þétta runnana. Þegar
hann hægt áfram til mannsins
við lækinn.
Þessi riddari var allt öðru-
vísi en sá fyrri. Flóttamaður-
inn var stuttklipptur í einföld-
um fatnaði, en sá nýkomni var
með mikið liðaða hárkollu und-
ir fjaðurskreyttum hatti, sem
huldi andlit hans, sláið lá í
skrautlegum fellingum frá öxl-
unum og höndin sem hélt um
beizlistaumana var glófaklædd.
Fáir þorðu að klæða sig á
þennan hátt og það var greini-
legt að þetta var maður sem
ekki skipti sér af skoðunum
annarra.
— Þá hittumst við að lok-
um! sagði hann og rödd hans
var kuldaleg og hrokafull. Það
varð nokkur þögn, meðan hann
renndi augunum á umhverfið,
svo varð röddin skipandi.
— Hvar er barnið?
Hinn maðurinn hló snöggt.
— Vel varið fyrir yður, herra
minn og Kit glennti upp aug-
un, þegar hann heyrði rödd-
ina. — Yður lá svo mikið á að
ná í mig, að þér gleymduð að
athuga hvort ég hefði barnið
meðferðis.
— Hún verður aldrei varin
fyrir því að ég geti náð í hana,
svo lengi sem hún lifir, svar-
aði lávarðurinn kuldalega. —
Þótt Cromwell sjálfur hafi
hana undir höndum, þá skal ég
ná í hana. Hún er af mínu
blóði og skal fá uppeldi eftir
því, vera alin upp í minni trú.
— Aldrei! Rödd mannsins
var nú orðin hræðsluleg. —
Dóttir mín skal aldrei beygja
kné sín fyrir páfanum í Róm.
Heldur vil ég sjá hana dauða
og ég endurtek að hún verður
vel varin fyrir yður.
Riddarinn hristi höfuðið og
Kit fannst hann heyra á rödd
hans að hann væri með hæðn-
isglott á vör. — Þú hafðir hana
18 VIKAN 3 tbi.