Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 20
Hawaii er ekki eing
Kalaupapa á Molokai er holdsveikranýlenda og mjög vel rekið bæjarfélag.
Kalaupapa á Hawaii, -
hljómar það ekki yndislega?
En þar er einhver
hræSilegasta holdsveikra
nýlenda í heimi. Þar
býr fólk, sem er útilokað frá
heiminum, lifandi dauðir,
sem hafa verið sjúkir
alla ævi. Nú er reyndar
hægt að stöðva sjúkdóminn,
en þeir sem eru orðnir
smitfríir, þora ekki að hverfa
þaðan. Þeir finna visst
öryggi innan nýlendunnar...
Edward Bell og Minerva Siu eru ekki lengur
smitberar, en þp.u kjósa að dvelja 1 Kalaupapa
það sem eftir er ævinnar.
Það er erfitt að liugsa sér Hawaii, þessa yndislegu para-
dísareyju, í sambandi við svo hrollvekjandi sjúkdóm sem
lioldsveikin er. Samt er þar að finna nýlendu, þar sem að-
eins holdsveikir búa, það er Kalaupapa á eynni Molokai.
Á eynni Oanu, rétt hjá Honolulu, er lika lioldsveikra-
sjúkrabús, Ilale Mohalu. Þar er andrúmsloftið ekki eins
þrúgandi, en saml er það algerlega einangrað frá umheim-
inum. Þetta var lieimili fyrir hjúkrunarkonur i heims-
styrjöldinni síðari. Nú er þetta hæli fyrir holdsveika, sem
allir, að undanteknum tveim, eru smitberar.
En það er sagt að nú sé Ioksins búið að vinna bug á
holdsveikinni. Það er hægt að hefta útbreiðslu sjúkdóms-
ins, þeir sem orðnir eru smitfríir geta nú farið burt af
hælunum og lifað innan um annað fólk.
Josepb Hathaway læknir við Hale Mohalu, segir að hægt
sé að lækna lioldsveiki með lyfjum, þ. e. a. s. líkamlega,
en sáíarlega séð er þetta fólk ólæknandi.
Hrollvekjandi sár.
Blaðakona segir frá:
— Eg fór á stofugang með Hatliaway lækni á Hale
Mohalu, klædd i hjúkrunarslopp. í forsalnum sátu fjórar
konur við borð og spiluðu á spil. Ein þeirra hafði spilin í
kjöllu sér, hún gat ekki haldið á þeim, hún liafði enga
fingur. í einum af skuggsælu göngunum heyrðust hikandi
tónar. Það var verið að spila „Lara“ á gítar, en eitthvað
gekk það stirðlega. Maðurinn, sem var að reyna að spila
á rafmagnsgítar, hafði lieldur enga fingur. Hjúkrunar-
konan hafði lieft gítarnöglina við fingurstubb með hefti-
plástri!
Sárin voru hrollvekjandi. Sumir sjúklinganna höfðu
aðeins þúmalstóran blett á öllum líkamanum, sem ekki
var sýktur. Manni hrís hugur við að sjá þetta og það hlýt-
ur að koma í huga manns spurning um hvemig sálarlíf
hrærist á bak við þessi voðalegu sár. Og hvernig þetta
fólk getur hlegið, með þessi afmynduðu andlit. Vöðva-
byggingin er yfirleitt tærð og nefbeinin morkin. Á mörg-
um hefur orðið að gera skurðaðgerðir á hálsi, þegar sárin
bafa tært liann og andardráttur orðið erfiður, enda heyr-
ist víða hvæsandi hljóð, þegar þessir vesalingar anda.
20 VIKAN 3- tw.