Vikan


Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 7

Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 7
í FULLRI ALVÖRU Ofbeldi spænska afturhaldsins hef- ur verið mótmælt víða um lönd undanfarið. Myndin er af mót- mælaaðgerðum í París, sem fransk- ir stúdentar stóðu að. Undanfarið hefur athygli fólk's mjög dregist að á- kveðnum réttarhöldum i tveimur ómannúðlegum einræðisríkjum, i Lenín- grað i Sovét og Burgos á Spáni. Réttarhöld þessi drógu í fókus fyrir sjóngler heimsins fólskulegar of- sóknir, sem heimskar og ill- ar valdastéttir þessara ríkja liafa í frammi gegn trúar- legum og þjóðernislegum minnihlutum, Gyðingum í Rússlandi og Böskum á Spáni. Ákveðin andúð, sem víða var látin í ljós á þessu háttalagi, hefur efalaust gert sitt til að allir þeir sak- borninga, sem dæmdir liöfðu verið til dauða, voru náðaðir eins og það er kall- að, það er að segja: i stað þess að verða skotnir eða kyrktir var þeim gert að hirast í myrkvastofum eða þrælabúðum nokkra næstu áratugina. Sá sem þetla ritar befur aldrei getað skilið hvaða mannúð er í þvi fólgin að létta af manni dauðadómi (jafnvel þar sem bonum er fullnægt með því að kyrkja fólk hægt og rólega, eins og til siðs er á Spáni), en ætla honum i staðinn að dvelja mestan hluta ævinn- ar, og þá lielzt beztu ár hennar, i miðaldalegum dý- flissum eða fangabúðum, þar sem litlu betur er búið að mönnum en i Dachau og Buchenwald nú fyrirnokkr- um árum. Hér er frekar um að ræða að dómurinn sé þyngdur en mildaður. Þeir einu sem hafa ástæðu til að fagna yfir „náðununum“ eru valdsmenn Rússa og Spánverja; með þeim kyrra þeir mótmælaölduna og ná þó tilgangi sínum engu sið- u'r: að eyðileggja líf sak- horninganna. Helzta von hinna dæmdu er nú í því fólgin að valdhöfunnm verði stevpt af stóli ogþráð- beint niður i það viti sem þeir eru bezt i gevmdir, en slíkir hamingjuatburðir láta sin víst lengi biða. Hvorugur þeirra minni- bluta, sem hér um ræðir, er öfundsverður af sinni að- stöðu, en Baskar eru þó enn verr komnir. Gyðingar eru, jjegar allt kemur til alls, áhrifamiklir á alþjóðavett- vangi og hafa því mörgum öðrum meiri möguleika á að bera blak af trúbræðr- um sinum, ef að þeim er kreppt i einhverjum stað. Þeir eiga sitt eigið riki, þar sem Israel er, og ekki þarf að spyrja að áhrifum þeirra i Bandarikjunum. Þviliku veraldarláni eiga Baskar þvi miður ekki að fagna nú um stundir. Þessi tveggja milljóna þjóð, sem búiðhef- ur í norðausturhorni Spán- ar og suðvesturliorniFrakk- lands miklu lengur en nokkrar sögur kunna frá að greina, á sér formælendur fáa utan sinnar heima- byggðar, og hefur svo löng- um verið. Enginn veit uppruna þess- arar þjóðar; sumir halda hana komna af steinaldar- mönnum þeim er máluðu í Altamira, aðrir telja hana niðja Ibera, þess fólks er byggði Spán fyrir tíð Róm- verja, enn aðra grunar að hún sé komin þangað sem hún nú er austan úr Káka- sus. Hvað sem því líður, þá er víst að Baskar eru miklu fjarskyldari Spánverjum og Frökkum, þjóðum þeim tveim er yfir þeim drottna, en til dæmis Islendingar eru. Engu að síður hefur þeim verið harðlega neitað um sjálfsstjórn í nokkurri mynd og í tið Francos hef- ur öll opinber notkun basknesks máls verið bönn- uð og jiannig markvisst unnið að því að útrýma þjóðerninu og tungunni, smátt og smátt. Valdsmenn Spánar vita að það má drepa fleira en fólk með hægri kyrkingu. íslendingar hafa sjálfsagt almennt samúð með Bösk- um likt og yfirleitt með þeim smáþjóðum, er eiga i vök að verjast, eða það skyldi maður ætla. Söguleg tilviljun ein ræður þvi að við erum ekki í dag ein þeirra mörgu smáþjóða, sem stærri þjóðir reyna af öllum mætti að þurrka út, af hagsmuna- eða nietnað- arástæðum. Einhver segir kannski að við svo fátækir og smáir séum einskis megnugir í baráttunni við hið illa í heiminum. Svo kann að vera í mörgum til- fellum, en hins mættum við vera minnugir að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. I þessu sambandi má til dæmis minna á allar þær gjaldeyrisfúlgur sem Fran- co-Spánn hefur af ferða- mönnum frá Norðurlönd- um, sem árlega streyma á baðstrendurnar þar. Ef Is- lendingar kæmu því til leið- ar í gegnum Norðurlanda- samvinnuna margprísuðu, að Norðurlöndin sameinuð- ust um að veita ferðamönn- straumnum frá sér á aðra sanda um sinn i mótmæla- skyni vegna réttarhneyksl- isins i Burgos og meðferð- arinnar á Böskum yfirleitt, j)á er ckki vist að meira jivrfti til að valda einhverju jákvæðu raski í ráðuneyt- unum i Madrid. dþ. 3. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.