Vikan


Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 44

Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 44
ur þar eða liggur fyrir opn- um dyrum. Sá sem situr inni fyrir einhver smávægi- leg afbrot, sefur bara. Hann getur ekkert farið). Einn maður þama í ný- lendunni er ekkjumaður. Hann hefur búið þama alla sína tið, og konan hans, sem dó ekki fyrr en eftir gull- brúðkaupið, hafði aldrei komið út fyrir eyjuna sína. En þau eignuðust tólf böm. Þetta fólk býr ekki við fátækt. Það hefur ellitrygg- ingu og fær allar vörar á innkaupsverði. Sumir halda því fram að fólkið sem býr á Kalaupa- pa vilji ekki fara þaðan, vegna þess að það hefur svo góð lífsskilyrði, það þarf ekki að greiða skatta og þekkir ekkert sem heitir reikningar. HALLVARÐUR HELGI Framhald af bls. 13. landsströndu, kom þangað ung- ur maður og gaf sig á tal við hina norsku sæfara. Veitti hann Hallvarði athygli og spurði hver sá hinn ungi mað- ur var: „Það sé ég að þú munt borinn til stórra dáða, þegar fram líða stundir." Hann bauð Hallvarði heim til sín og þeim skipverjum öllum, hélt þeim veizlu og leysti Hallvarð út með dýrum gjöfum. Þetta unga gotlenzka stórmenni nefndist Bótviður, og hefur þess verið getið til, að hann væri sá hinn sami er þrjátíu árum síðar leið píslarvættisdauða — postuli Södermanlands, Bótviður helgi. Eigi alllöngu síðar en þetta gerðist — ef til vill næsta vor — gekk Hallvarður að heim- an dag einn í maí. Fór hann að erindum yfir í sveitina handan fjarðarins. f því er Hallvarður vill stíga út í bát sinn, kemur kona nokkur hlaupandi. Hún nötraði af ótta og grátbað hann um að fá að fara með honum, hann yrði að róa með hana yf- ir fjörðinn svo fljótt sem hon- um væri unnt. Hallvarður leyfði henni að stíga út í og setjast fram í bátinn, sjálfur settist hann aftur í og tók til áranna. Þau voru komin nokkuð út á fjörðinn er Hallvarður sá þrjá menn koma hlaupandi innar eftir ströndinni, sömu leið og konan hafði komið. Gripu þeir annan bát og reru eftir þeim. Þá spurði Hallvarð- ur konuna: „Þekkir þú þessa menn?“ Konan kvaðst bera kennsl á þá, hún hefði einmitt verið að flýja undan þessum mönnum, „en ég hef ekki drýgt það sem þeir saka mig um, þeir bregða mér um þjófnað." Hallvarður spurði: „Þorir þú að ganga undir skírslu í þessu máli með því að bera glóandi járn?“ Konan kvaðst fús til þess, ef það mætti bjarga lífi hennar. Hinn báturinn hafði nú dreg- ið á þá og mennirnir í honum kölluðu til Hallvarðs. Mæla þeir svo: „Hversu má það vera, Hallvarður, að svo ættstór maður sem þú ert, skulir vilja halda hlífiskildi yfir jafn argri kvensnift? Láttu okkur um hana, að við fáum drepið hana, eins og hún á skilið". „Hvað hefur hún þá gert af sér?“ spyr Hallvarður. „Hún hefur stolið frá bróð- ur okkar, brotizt inn í hús hans.“ „Hvernig brotizt inn í hús- ið?“ spyr Hallvarður. Menn- irnir svara: „Hún hefur dregið út úr dyrakarminum keng þann er heldur slánni yfir hurðina." Hallvarður svarar: „Slíkt er ekki konum fært. Til þess þarf karlmann og hann sterkan." f hinni latnesku helgisögn má kenna hið hvassyrta tungutak piltsins, — Hallvarður er reið- ur, þetta hlýtur að vera hel- bert slúður! Veikburða kven- mannsvæfla, sem auk þess er barnshafandi, ætlast þeir til að geti brotizt inn og það með þessum hætti! En það er bert að mennirn- ir eru orðnir óðir og uppvæg- ir. Þeir hafa veitt kerlingunni eftirför í æsingu, og hér ber svo furðulega við að Hallvarð- ur Vébjarnarson blandar sér í mál þeirra. Hann tekur til að yfirheyra þá í stað þess að framselja konuna, svo þeir geti launað henni lambið gráa. Kænurnar tvær lágu og vögguðu á sjónum, nálægt hvor annarri, fyrir níu öldum síðan. Áhöfn annars bátsins eru þrír undur venjulegir menn, er stefna beint af aug- um. Þeir ætla þessari kerlingu illt, og það er venjulegum mönnum ekki eðlilegt að efast um að einhver hafi gert þeim illt, og það er venjulegum an fyrir alvöru, — auðvitað hafa þeir fellt sinn dóm yfir konunni. í hinum bátnum er Hall- varður, ungur maður sem ver- ið hefur kristinn alla sína ævi. Hann hugsar og ályktar að kristinna manna hætti, ef til vill án þess að gefa gaum að því sjálfur. Hann er sann- gjarn, góðmenni, greiðvikinn öllum þeim er þurfa hjálpar hans við —- það ræður fram- ferði hans öldungis ósjálfrátt. Hinir ræða um að það sé óviðeigandi fyrir mann í hans stöðu að draga taum þjófgef- innar kerlingar. Hallvarður veit ekki til að hann dragi taum eins né neins. „Hver sem hneykslar einn af þessum smælingjum." ■— Lang senni- legast er að Hallvarður hafi aldrei heyrt getið þessara orða Krists. En Hann er mælti þau, var sá hinn sami sem mótað hafði hug og sál Hallvarðs. Síðan herðir hann á og gerist talsmaður þeirrar vesælu konu er hniprar sig í angist frammi í barka á báti hans. Að hann hætti lífi sínu með því að gera svo, hefur Hall- varður naumast hugsað út í. Hefur kannski gengið út frá því sem gefnu að þeir þre- menningarnir myndu láta undan síga, þegar hann, Hall- varður frá Húsabæ, skýrði málið frá sínu sjónarmiði. Trúlega hefur honum alls ekki verið hugsað til þess, hvort orðaskiptin milli bátanna þarna úti á firðinum enduðu með því að einhver gripi til vopna. Allar orðasennur gátu endað með þeim hætti í þá tíð, slíkt var ekki umhugsunar vert. Og hann heldur áfram að segja þeim sína skoðun á mál- inu: Vera má að þið fáið fundið einhvern sem hefur séð hana gera það, eða gripið hana þegar hún var inni í húsinu? En meðan ekki er fullvíst að hún hafi drýgt glæpinn, getið þið ekki fengið af ykkur að færa hana í hel? Réttara mvndi að hún fengi að sanna sakleysi sitt, ef hún er þess um komin. En sé það hins veg- ar svo, að hún verðskuldi bana, skal ég greiða bætur fyrir hana — þið hljótið þó að sjá að hún gengur með barn, og það hafið þið engan rétt til að myrða." En þrímenningarnir öskra að honum og gerast sífellt æfari. Loks gerist það, að einn gríp- ur boga sinn, örvar þjóta og ein þeirra finnur stað í hálsi Hallvarðar. Eftir það drápu þeir einnig konuna og grófu hana í fjör- unni. En við lík Hallvarðar i bundu þeir kvarnarstein og sökktu honum í fjörðinn. Líkið flaut síðar uppi og I Hallvarður Vébjarnarson var jarðsettur að kirkju heima á Húsabæ. Brátt eftir tóku jar- teiknir að gerast við gröf hans. Fólk er þekkt hafði Hallvarð í lifanda lífi og mundi hve hjálpsamur hann hafði verið, tók þá að streyma þangað. Hann hafði týnt lífi við að hjálpa fátækum vesalingi og öðlazt við. það hið eilífa lífið — og skyldi hann þá hirða minna um sorg mannanna og neyð nú, er hann lifði í ríki Guðs? Píslarvottur, í þeirri merk- ingu sem kirkjan leggur í orð- ið, var Hallvarður að vísu enn síður en Ólafur helgi. Hvorug- ur þeirra átti um það að velja að afneita trú sinni eða deyja. En báðir höfðu þeir týnt lífi við að hætta því fyrir grund- vallarreglu kristninnar. Og um heilagleika beggja vitnaði Guð sjálfur með stórmerkjum og undursamlegum bænheyrslum þess skara af sjúkum og sorg- mæddum er gengu til grafa þeirra. Voru þeir því báðir tignaðir og píslarvottar kallað- ir af dýrkendum sínum. Hallvarður Vébjarnarson er talinn hafa látizt árið 1043 og nokkrum árum síðar var lík hans skrínlagt og flutt til hinn- ar nýju Kristskirkju i Osló — þeim gamla og vaxandi verzl- unarstað fyrir botni Foldar- fjarðar, sem farinn var að taka á sig borgarsvip í tíð Harald- ar harðráða. Þar var hann við- urkenndur dýrðlingur og fékk sinn messudag, sem er 15. maí. Er biskupsstóll var settur í Osló, varð Hallvarður helgi verndardýrðlingur biskups- dæmisins, og hefur mynd hans verið í skjaldarmerki borgar- innar þaðan í frá til þessa dags. Utan Víkurinnar og Upplanda var messudagur hans ekki skyldugur helgidagur. Adam frá Brimum hefur aðeins ör- fáar línur um hann að skrifa —- það lítið sem hann hefur heyrt af „Alfwardus“ sagt og jarteiknunum við gröf hans. f helgisögninni er hann nefndur „adolescens“ — ung- menni — svo það er mjög vill- andi er listamenn hafa gert af honum líkön sem miðaldra manni, leiðinlegum en heiðar- legum á svip. Elzta mynd af Hallvarði er lítil og lagleg stytta frá Botne kirkju, og NVHIA ff 3. tbl.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.