Vikan


Vikan - 21.01.1971, Qupperneq 26

Vikan - 21.01.1971, Qupperneq 26
Skömmu fyrir áramót stóðu Módelsamtökin fyrir mikilli tízkusýningu á Hótel Sögu, og voru [)ar sýnd föt, bæði inn- lend og erlend, frá 18 íslenzk- um fyrirtækjum. Troðfullt var á Sögu þetta kvöld, og komust færri að en vildu. Ætti það að sanna að tízkusýningar verða æ vinsælli og fólk sækir tízku- sýningar til að kvnna sér það nýjasta í fatatízkunni, ekki ein- ungis konur, heldur og karl- merin. Þá var það áberandi á umræddri tízkusýningu, að karlmannafatnaður er sífellt að verða fjölbreyttari og skemmti- legri og liggur við að jarðar- farabúningurinn klassiski, sem íslenzkir karlmenn bafa klæðzt um áraraðir við öll tækifæri, sé að meslu leyti borfinn. Það eru ekki lengur táningar sem klæða sig á fjölbreyttan og skemmti- legan liátt, lieldur og foreldrar þeirra og jafnvel afar og ömm- ur. Framhald á bls. 43. Myndir: Egill Sigurðsson KARNABÆR sýndi m.a. þessa tvo kjóla, sem báðir eru brezkir og samkvæmt nýjustu tízku. Karna- bær er „tízkuverzlun unga fólks- ins" og því myndu þessir kjólar vera heldur fyrir ungpíur. Til vinstri sýnir Ragnheiður Péturs- dóttir síðan kjól úr jersey, og til hægri er Henný Hermannsdóttir í kjól úr svokölluðu „spejl-flaueli“. Hér sýnir Brynjólfur Árnason hollenzkan „Kenya“-frakka, úr leðurlíki, frá KARNABÆ. Tízkuverzlunin ADAM leggur sérstaka áherzlu á leðurvörur og fatnað sem er aðskorinn í mittið. Hér sýnir Henný Her- mannsdóttir brezkan fatnað frá Wenslow; flauelisbuxur og blússu úr einskonar crépe. i 2ö VIKAN 3- tbi.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.