Vikan


Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 32

Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 32
UMHVERFIS ÍSLAND Á SKÚTU Framhald af bls. 11. sem liggur frá höfninni upp í miðbæinn, breytir um nafn á fárra húsa bili. Við reyndum að átta okkur sem bezt við gát- um, og gengum fram hjá mörg- um svipfögrum skemmtigörð- um og tilkomumiklum styttum, sér í lagi af frægum íslending- um, skáldum, fornmönnum og stjórnmálaskörungum. Einna mest þótti okkur til koma líkn- eskju af Leif Eiríkssyni, er Bandaríkin gáfu íslenzku þjóð- inni árið 1930. Alls staðar voru bókabúðir, sem að vísu sízt var að furða, þegar þess er gætt, að bókaútgáfa er hér um bil tuttugu sinnum meiri en í Bandaríkjunum, ef miðað er við fólksfjölda. Við snæddum með Rolvaag hjónunum í Nausti, sem eitt sinn var verbúð, en nú hið prýðilegasta veitingahús. Ekki gazt okkur sérlega vel að ís- lenzku réttunum á matseðlin- um, sem voru soðin sauðarhöf- uð, súrsaður blóðmör og aldr- aður hákarl. Fékk ég mér norskan humar, indælan skel- fisk sem er álíka stór og ame- rísk rækja, en Pat kaus hangi- kjöt, sem er reykt lambakjöt •— með hvítri sósu. Það barst flótt um bæinn að amerisk skúta lægi í höfninni, og fjöldi fólks á öllum aldri kom að virða Delight fyrir sér, jafnt á nóttu sem degi. Eitt sinn að kvöldi dags gekk maður fram úr hópnum og kynnti sig: „Eg heiti Gunnar Árnason,“ mælti hann. „Eg hefði gjarna viljað hitta ykk- ur á sunnudaginn og fara með ykkur í bíl út á land.“ Við vorum ekki sein á okk- ur að þiggja þetta góða boð. Það var norðaustan rigning á sunnudaginn, en ekki brást að herra Árnason kæmi, eins og um var talað. „Miklu skárra að sýna ykkur umhverfið í rigningu, en alls ekki,“ sagði hann. Ókum við nú um út- hverfi borgarinnar með íbúð- arhúsum og verzlunarstöðvum, sem vel hefðu getað átt heima í útjöðrum hvaða borgar í Bandaríkjunum sem væri. Loks var borgin skyndilega á enda, og við hurfum af mal- bikuðum strætum hennar inn á veg úr muldu hraungrýti. Varla held ég að sá vegur hafi verið sérlega ólíkur þeim slóð- um er víkingarnir fornu riðu um á hestum sínum, harð- gerðum og smáum. Nú fórum við um lífvana landsvæði og grýtt, með ein- stöku mýraflákum hér og þar. Jarðfræðliega séð, er svo skammt síðan fsland myndað- ist af eldgosum, að eyðing og veðrun hefur ekki náð að mýkja hörku þess. f regnbörð- um hlíðum Esju, sem er 2982 feta hátt fjall, og gnæfir yfir Reykjavík, sáum við nokkrar kindur er leituðu sér beitar á lélegum mosa- og grashnjótum. „Hvað finnst ykkur um land mitt, er þið virðið það nú fyr- ir ykkur?“ spurði herra Árna- son. Ég muldraði eitthvað um ægifegurð auðnarinnar. Vinur okkar hló. „Þetta er eitthvert frjósam- asta hérað á íslandi,“ sagði hann. „Bíðum við þangað til norðar dregur. Þá fáið þið að sjá auðn sem um er að tala.“ fsland er 40.000 fermílur að víðáttu, þar af er 4.500 gróður- vana hraunflæmi og 5.000 jökl- ar. Á 80 hundraðshlutum þess býr engin sála, og væri eyjan því paradís fyrir unnendur einveru. Um það leyti er við nálguð- umst strendur mesta stöðu- vatns á íslandi, Þingvallavatn, hætti að rigna og sól skein á ný. Ferðalangar þyrptust him- inlifandi út úr tjöldum sínum, marglitum og smáum, er reist höfðu verið á víð og dreif um skóglausa vellina. Við norður- enda vatnsins komum við til Þingvalla, en þar stofnuðu frumbyggjar landsins Alþingi árið 930, og telja íslendingar það elztu löggjafarsamkundu i Norður-Evrópu. Þeir hafa valið þessari til- raun sinni til lýðræðis stór- fenglegan stað. Löggjafarnir komu saman á stórum gras- velli, sem kringdur er fögrum fjallahring. Ræðumenn stóðu undir snarbröttum hamri, sem endurkastar hverju hljóði af miklu afli. Þarna var fjöldi manna viðstaddur svo þetta var í rauninni þjóðhátíð. Nú er Alþingi háð í Reykja- vík. En Þingvellir hafa verið gerðir að þjóðgarði og verða framvegis varðveittir óbreytt- ir, sem hið fullkomnasta minn- ismerki um lýðræði, frá nátt- úrunnar hendi. Meðan við snæddum á hóteli staðarins safaríka laxmáltíð, sem er þjóðréttur íslendinga, sagði ég við herra Árnason, að nú hefðum við séð á ættfold hans, þessu landi elds og ísa, heilmikið af ísi en engan eld. „Þið fáið bráðum að kynn- ast eldinum,“ svaraði hann um leið og við lögðum af stað til Haukadals, sem er þrjátíu míl- ur frá Þingvöllum. „Þá mun ykkur skiljast að öll þjóðin gæti haft nægan jarðhita án þess það kostaði eyris virði í eldsneyti." Undir hrjúfu yfirborði lands- ins brenna jarðeldar sýknt og heilagt. Regnvatn seitlar nið- ur um sprungur í hraununum, hitnar þar og breytist í sjóð- andi vatn eða gufu og gýs aft- ur upp í óteljandi hverum. Enska orðið „geyser“ á upp- runa sinn að rekja til Stóra Geysis í Haukadal á íslandi. Til skamms tíma spýtti Stóri Geysir vatninu 170 fet í loft upp, en nú bærði hann ekki á sér. En á að minnsta kosti fimm ekra stóru svæði um- hverfis hann er fjöldi smárra og stórra hvera, sem þeystu úr sér gufu og heitum leir, og bunaði úr þeim eins og frosk- um í feni. Árið 1928 var fyrst reynt að leiða heitt vatn til Reykjavík- ur, og 1942 var lokið við hita- veitukerfi í stórum stíl. Nú er heitt vatn leitt í pípum allt að tíu mílna vegalengd og notað til að hita upp 90 hundraðs- hluta af öllum íbúðum í borg- inni, auk þess skrifstofubygg- ingar, alls konar stofnanir og verksmiðjur. Mun kostnaður við það að meðtöldu krana- vatni til allra nota, nema um það bil 7 dollurum á mánuði fyrir þriggja herbergja íbúð. Nú býr helmingur allrar þjóðarinnar í íbúðum, sem hit- aðar eru með hveravatni. Þá er stöðugt borað eftir gufu og eykur það magnið, svo æ fleiri notendur komast inn á kerfið. Við þetta hefur innflutningur á olíum stórminnkað, en þær eru næstmesti hitagjafinn. Á heimleið til borgarinnar fórum við fram hjá firna mikl- um gróðurhúsum, en þar rækta bændur gúrkur, tómata og blóm, en greipaldin og banana að auki. Er hér um að ræða einn hagnaðinn enn af hvera- hitanum. ÚR HÖFN MEÐ KONUNG- LEGRI KVEÐJU Svo skemmtileg sem niu daga dvöl okkar í Reykjavík hafði verið, kom þó að því að ekki var lengur til setu boðið. Það var dálítið viðsjál leið út úr þröngu hafnarmynninu. Síð- ar fréttum við að skútan okk- ar hefði vakið athygli á hæstu stöðum, meðan hún var að þoka sér út úr höfninni. Har- aldur krónprins Noregs var sem sé í heimsókn, og hafði hann gert hlé á opinberri at- höfn, til að fylgjast með ferð okkar út á rúmsjó. En hann er sjálfur annálaður siglingamað- ur. Við fundum lyktina af ákvörðunarstað okkar löngu áður en við sáum hann, en það var hvalveiðistöðin, sem er innarlega í löngum firði, sem heitir líka Hvalfjörður. Sá þef- ur er framar öðrum einkennir ísland, á skylt við sjóinn, og eru fiskverksmiðjurnar þar fremstar í flokki. Illa gengur mörgum að venjast þeim þef, en þó hefur fslendingum tek- izt það. „Ójá,“ segja þeir bara, þegar vindurinn stendur af verk- smiðjunum. „En sú blessuð peningalykt." Fjögur til fimm hundruð hvalir veiðast árlega við Hval- fjarðarstöðina. Er stimt af þeim verkað sem steikarkjöt til manneldis, en miklu meira fer þó til skepnufóðurs. Enda þótt veiðarnar séu takmarkaðar, eru hvalir fremur sjaldgæfir orðnir á þeim siglingaleiðum, þar sem norrænir menn furð- uðu sig á fjölda þeirra til forna. OFSAROK OG ÓSJÓR Meðan við lágum við festar uppi í Hvalfirði, skall á okk- ur af miklum ofsa firnarok niður af háfjöllunum umhverf- is fjörðinn, er náði allt að 60 hnúta hraða. Hélzt það í ein þrjú dægur, svo Delight varð atað sandi og malarrusli, en káetan þefjaði af hvalgrút frá stöðinni. Það var eins og ómögulegt væri að losna við pestina. Hermann Melville lýs- ir svipuðu tilfelli í hinni sí- gildu sögu sinni um Moby Dick: „Það leggur af honum óumræðilega vondan Hindúa- þef, líkt og hlýtur að vera í nánd við líkbál. Pestin er eins og af hinum fordæmdu á degi dómsins, hún er hreinasta sönnun fyrir helvíti.“ Þegar storminn lægði og sól skein á ný, settum við upp segl og héldum til Reykjavík- ur, en síðan áfram yfir Faxa- flóa sunnanverðan og kærðum okkur kollótt um veður og vind. En um svipað leyti og við sáum til Reykjanessvita, mættum við fyrstu straum- brotunum, þessu ofsafengna og óútreiknanlega fyrirbrigði, sem íslendingar kalla röst. Straumbrot verða til með 32 VIKAN 3 ö>i.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.