Vikan - 21.01.1971, Blaðsíða 6
MIOA
PREIMTUIM
Takiö upp hina nýju aöferö og látið prenta
alls konar aögöngumiöa, kontrolnúmer,
tilkynningar, kvittanir o.fl. á rúllupappír.
Höfum fyrirliggjandi og útvegum með
stuttum fyrirvara ýmis konar afgreiðslubox
LEITIÐ UPPLÝSINGA
HILNIRhi
Skipholti 33 — Sími 35320
G ~~C
Góð og
falleg bifreið
þarf góðar og
hagkvæmar
TRYGGINGAR.
Tryggið bifreið yðar TR
hjá stóru og traustu ýy
fyrirtæki- (rP)[jp! 6
Tryggið hjá okkur. » 5
SAMVirvrSUTRYGGINGAR
ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38500
6 VIKAN 3. tbi.
Jreymdi
Rósir með andlit
og trúlofun
Kæra Vikal
Mig dreymdi að ég væri á hæð-
inni hjá Fossvogskirkju ásamt
tveimur vinkonum mínum, og vor-
um við að bíða eftir rútu til að
fara með niður í bæ. Myrkur var
úti og snjór. Þegar við sjáum rút-
una koma, man ég eftir því að éa
hafði gleymt töskunni minni í húsi
sem við höfðum verið í, en í henni
voru pakkar sem ég ætlaði að láta
strákinn sem ég er með fá. Mér
finnst ég biðja stelpurnar að koma
með mér og ná í töskuna, en þær
segjast ekki nenna því og labba í
bæinn. Svo finnst mér við vera að
labba fram hjá Þóroddsstöðum og
ég komin með töskuna. Þá verður
mér litið inn í garðinn hjá einni
blokkinni og sé ég þá að garður-
inn er grænn og fallegur og í hon-
um vaxa fallegar rósir sem voru
mannhæða háar. í knúppum þeirra
voru mannsandlit. Mér verður
starsýnt á eina rósina og var hún
blá með hvítum dúskum en and-
litið í henni var af dökkhærðri
konu með hvasst andlit. Eg hugs-
aði með mér hvað það væri ein-
kennilegt að svo falleg rós hefði
svo Ijótt andlit.
Hinn draumurinn var svona, en
vinkonu mína dreymdi hann þá
sömu nótt:
Henni fannst ég, S (strákurinn
sem ég er með) og hún vera að
labba niður á rútustöð til að fylgja
honum. Þegar S er að fara upp í
rútuna réttir hann mér pakka og
svo annan Iftinn til vinkonu minn-
ar. Henni fannst hún líta undan
þegar ég fékk pakkann. Svo göng-
um við á leið heim til mín og á
leiðinni göngum við framhjá kirkj-
unni. Þá tekur hún eftir því að ég
held um hægri hönd mína og spyr
hún hvort eitthvað sé að og hvort
hún megi ekki sjá á mér höndina.
Var ég þá með trúlofunarhring og
snúru. Henni fannst hún hugsa:
..Nú? Þetta skeði þá fyrir jólin, þó
ég hafi ekki búist við þvf svo
snemma."
Hún skoðar hringinn og sér að
á snúrunni eru þrír stimplar. Á
fyrsta stimplinum er kveikjari, á
þeim næsta er bandaríski fáninn
og á þeim þriðja er nafn sem byrj-
aði á S, og fannst henni það vera
nafn stráksins sem ég er með, en
þó voru stafirnir of margir svo
það gæti staðist.
Draumurinn var ekki lengri, en
ég vonast eftir svari sem fyrst.
Ein í Keflavík.
Fyrri draumurinn boðar þér tví-
mælalaust einhvern skammvinnan
lasleika, sem þú getur ekki áttað
þig á alveg strax. Þó skaltu engar
áhyggjur hafa, því þetta verður
eitthvað mjög venjulegt, og án
alls efa nokkuð sem gengur mjög
fljótt yfir.
Síðari draumurinn virðist ekki
vera fyrir neinu nema gjaforði
þínu, það er að segja að eitthvað
meira verði á milli ykkar S en nú
er, og ætti það ekki að skaða fyrir
þér að þú býrð í næsta nágrenni
við kirkjuna.
Að missa tennur
Kæri draumráðandi!
Ég ætla að biðja þig að ráða
fyrir mig draum sem mig dreymdi
nýlega:
Mér fannst ég vera að missa
tennur. Þær voru mjög langar og
ekkert líkar tönnum, og var ég
hágrátandi. Svo fór ég út og leit í
spegil en þá er ég ekki með nein-
ar tennur; uppí mér var aðeins
blóð. Svo kom mamma eitthvað
þarna inn í (mér fannst eins og ég
væri að sýna henni eina tönn) og
þá fór ég að gráta, en þá sagði
hún: — Líttu aftur í spegil.
Ég gerði það og var þá komin
með allar tennurnar aftur en mér
fannst ég sjá förin eftir tennurnar
sem ég hélt mig hafa misst; ég
man bara ekki hvort þær voru 3
eða 5.
Svo leit ég aftur í spegilinn og
var þá komin með fallegar og
hvítar tennur.
Ein berdreymin.
Að sjá tennur detta úr munni
er yfirleitt talið vera fyrir andláti
vinar, en það er margt í þessum
draumi sem vegur upp á móti því
að við teljum þessa „standard"-
ráðningu óhugsandi. Heldur vilj-
um við meina að þetta sé þér fyr-
ir mikilli hamingju og velgengni
— og er er meira að segja ekki
ósennilegt að það gæti verið um
ástarævintýri að ræða.