Vikan


Vikan - 04.02.1971, Qupperneq 11

Vikan - 04.02.1971, Qupperneq 11
— Fólk sem aðhyllist hann er að þreifa fyrir sér, kanna ókunnar slóðir. Sama er að segja um guð- spelíi. En ég lief ekkert kvnnt mér þetta sjálf, eða neina mystík. En efalaust gæti ])að skapað nýja mögu- leika að sökkva sér í svo- leiðis. Ahugamál? Það eru nú fyrst og fremst heimilið, maðurinn og börnin, segir Halldóra. — Mér er mest í mun að þau gjaldi þessa til- tækis mins (spámennskunn- ar) i engu. En liún hefur lika haft mikinn áliuga á íþróttum, var sjálf i leik- fimi áður fyrr. A yngri árum (raunar er hún enn- þá aðeins hálfþrítug) tók hún einnig þátt í þjóðdöns- um iijá Þjóðdansafélagi Reykjavíkur. Hún málar líka myndir, þegar tími gefst til frá heimilisstörf- unum, einkum af trjám og blómum. Og liún hefur gaman af að hafa gamla muni nálægt sér. í stofunni hjá þeim hjónum hangir uppi klukka ein forn og álit- leg, amerísk að likindum og um það hil tveggja alda gömul, sem sagt á aldur við Bandaríki Ameríku sjálf. Hún liefur verið til í marga ættliði í ætt Guð- mundar (liann er ættaður úr Hafnarfirði og Ölfusi), og hann hefur lika lagt til fleiri muni forna er heimil- ið prýða: skrifpúlt meira en liálfrar annarrar aldar gam- alt og kistill undir sauma- dót, sem formóðir Guð- mundar átti, bóndakona austur í sveitum á timum Napóleons og Jörundar hundadagakonungs. — Svo er ég mikið fyrir tónlist, segir Halldóra. — Það er að segja ef hún er dálítið fjörug. Ég er ekki gefin fyrir þunglamalega tónlist. Hún verður að vera fjörug og lifandi. Eins og Straussvalsar, ég er mjög hrifin af þeim. Ég er lika mjög hrifin af þjóðlögum, ef þau eru fjörug. Mér þykja þau skemmtilegri en danslög og gjallandinn í þeim. Ég get nefnt þér eitt lag, sem ég er sérstaklega hrifin af: Sverðdansinn eft- ir Katsjatúrían. Mér þykir lílca gott að hlusta á sálma, ef þeir eru hátóna og há- tiðlegir. En ekki ef þeir eru dapurlegir eða þunglyndis- legir. Mér finnst meira gaman af því, sem er svo- lítið létt. Að síðustu spyrjum við Halldóru Björt, hvort liún hafi nokkurn tima spáð fyrir sjálfri sér. — Nei, það hef ég aldrei reynt. Og ég held ég kæri mig ekki um að vita neitt um það, sem fyrir sjálfri mér liggur. Þetta liefur verið ósköp indælt; meira að segja hefur aldrei lient sig að við höfum rifizt. Og ég óska einskis frekar en að það yrði þannig áfram. dþ. „Nei, ég hafði engan sérstakan áhuga á al- þjóðamálum. Svörin komu til mín jafnharS- an og ég var spurð.“ 5. tw. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.