Vikan


Vikan - 04.02.1971, Síða 14

Vikan - 04.02.1971, Síða 14
Dröfn H. Farestveit eldhús vikunnar Eggjakaka með fiski Búið til hvíta sósu úr fisk eða hænsnasoði (tening) og rióma- blandi. Bragðið til með kavíar og fíntsöxuðu dilli eða graslauk. Seti- ið kaldan beinlausan fisk útí. (Hentugt er að nota fiskafganga). í staðinn fyrir kavíar má krydda sósuna með karrý, piparrót, eða tómatkrafti. Eggjakaka með spaghettiafgöngum, kapers og steinselju Hitið á pönnu afganga af spag- hetti skornum í bita og blandið í fíntsaxaðri steinselju og ca. 1 msk. af kaperskornum. Stráið yfir nokkr- um msk. af rifnum osti. Hellið yfir eggiakökumassann og steikið. Eggjakaka meS karrysteiktum rækjum Fyrir 4—5 má reikna með 3—400 gr af rækjum. Steikið þær létt í 3—4 msk. af smjöri og % tsk. af karrý dálitla stund. Stráið fíntsöx- uðu dilli yfir og hellið á eggjakök- una. HEITIR 06 KALDIR E66JA RETTIR Dragið gaffalinn gætilega frá könt- unum og inn að miðju. Stingið í eggjakökuna svo stöðugt komi eggjakökumassi á botn pönnunnar og eggjakakan nái að stífna í gegn. Þegar eggjakakan er Ijósbrún að neðan er hún tilbúin til neyzlu. Þetta tekur ca. 4—5 mínútur. Ymsar fyllingar má svo láta í eggjakökur og á þessari síðu og efst á næstu síðu eru nokkrar til- lögur. Frönsk eggjakaka 5—6 egg, 5—6 msk. rjómi eða vatn, 1/2 tsk. salt, pipar á hnífs- oddi, 3—4 msk. smjör til steiking- ar. Eggin þeytt í sundur með gaffli. Bætið kryddi í og vökva. Hrærið ekki meira en svo að rétt blandist sarnarv Hitið pönnu og látið smjör- ið bráðna og aðeins byrja að brún- ast. Hellið eggjakökumassanum í gegn um gaffalinn á pönnuna. Egg á ítalska vísu Linsjóð'rð egg og flysjið í eldfast fat. Síðan er sósu af lauk, tómöt- um og sveppum hellt yfir. Fyrir 8—10 egg: 4 stórir laukar, olía, 4—6 tómatar og 4—500 gr af sveppum. Laukarnir eru flysjaðir og skornir í þunnar sneiðar. Bætið sneiddum sveppum í (bezt er að nota eggjaskerann til þess) og tómötum sem hýðið hefur verið fiáð af (hellt yfir þá sjóðandi vatni) og þeir skornir í bita. Einnig má ncta tómata úr dósum. Kryddið með salti, pipar, hvítlauk og salvíu eða timian og nokkrum matskeið- um af hvítvíni. Hellið sósunni yfir eggin og látið standa í ofninum þar lil allt er orðið gegnheitt. Látið ekki réttinn standa of lengi i ofn- inum, þá verða eggin of hörð. 14 VIKAN 5 tbi.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.