Vikan


Vikan - 04.02.1971, Qupperneq 15

Vikan - 04.02.1971, Qupperneq 15
Heitir og kaldir eggjaréttir eru alltaf Ijúffengir og hæfa hvort heldur er með brauSmáltíSum eSa sem aSalréttur. Ostaeggjakaka Firagðbætið eggjakökuna með ca. 5 msk. af rifnum osti og steik- ið. Sveppaeggjakaka Steikið sveppi í smjöri og hellið eggjakökumassa yfir eða búið til jafning og fyllið eggjakökuna með Itonum. Bóndaeggjakaka Steikið hráa kartöfluteninga og blandið fíntsöxuðum lauk saman við, steinselju, skinku, eða pylsu. Setjið yfir eggjakökumassann og steikið. Aspaseggjakaka Hellið eggjakökumassa yfir asp- as hitaðan í smjöri eða fyllið eggja- kökuna með aspasjafningi. Skinkueggjakaka Hellið eggjakökumassa yfir fínt- saxaða léttsteikta skinku og krydd- ið með múskati eða kerfil. Hellið eggjakökumassanum yfir og steik- ið. Páskasalat I stóra skál er sett [ hrúgur harðsoðin egg, skorin í tvennt, reykt pylsa, skorin í strimla, maís, hálfar agúrkusneiðar og tómat- bátar. Rétt áður en salatið er borið fram er franskri sósu hellt yfir og má gjarna krydda hana með hvít- lauk. Salatskálina er einnig gott að nudda að innan með hvítlauk. HarðsoSin egg með sósu Setjið salatblöð, sem skorin eru í strimla á flatt fat. Skerið þvert á endann á harðsoðnum eggjum svo þau geti staðið sjálf. Þekið síðan annað hvort egg með mayonesse, sem bragðað er til með þeyttum rjóma og rifinni eða þurrkaðri pip- arrót. Hin eggin eru þakin með tómatkrafti, bragðbættum með hvítlaukssalti, papriku og hvítum pipar. 5. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.