Vikan


Vikan - 04.02.1971, Side 28

Vikan - 04.02.1971, Side 28
Loksins var hann búinn aS fá vitneskju um hver guilni pardusinn var! Og nú var ennþá þýðingarmeira að sjá til þess að Damaris færi aldrei til London ... ÞRIÐJI HLUTI SPENNANDI FRAMHALDSSAGA EFTIR SYLVIA THORPE Áður skeð: Fyrsti kafli skeði í Englandi árið 1653. Kit Brandon, sem þá var sextán ára hafði misst föð- ur sinn, sem barðist fyrir kon- unginn í borgarastríðinu og féll við Worchester. Hann er á leið til að segja móður sinni að hann ætli til sjós, þegar hann bjargar lítilli telpu og það eina sem hann veit um hana er að hún heitir Damaris, að faðir hennar var liðsforingi í her púritana og að móður- bróðir hennar er hrokafullur aðalsmaður, sem skaut föður hennar til bana. Móðir hans tekur við telpunni og lætur sem hún sé dóttir hennar. Inn- an á kjól telpunnar finna þau nælu með skjaldarmerki, gulln- um pardusi. Annar hluti fer fram í Vest- ur Indíum mörgum árum síð- ar. Hinn ungi Sir Jocelyn Wade er á leið til Jamaica til að biðla til Reginu Charnwood, þegar skipið, sem hann siglir með, er tekið af sjóræningjum og brennt. En Lucifer skipstjóri á „Loyalist" hjargar honum. Nafn skipstjórans er reyndar Kit Brandon og hann er ekki venjulegur sjóræningi, heldur einn af þeim víkingum, sem höfðu konungsleyfi til að taka spænsku sjóræningjaskipin. — Hann tekur Sir Jocelyn með sér í land og býður honum að dvelja á heimili sínu. Sir Jo- celyn verður undrandi, þegar hann kemur þangað, svo glæsi- legt er heimili Brandons, Fall- owmead, og ekki verður hann síður undrandi, þegar hann er kynntur fyrir Damaris Brand- on . . . Sir Jocelyn varð svo undr- andi að hann nam staðar og hneigði sig, hann hafði haldið að Kit Brandon myndi kynna þessa undurfögru konu sem eiginkonu sína. Óþolinmæði Kits í Port Royal, svipurinn í augum hans, þegar hann vafði hana örmum, var þannig að Wade hélt að þarna væri mað- ur sem væri innilega ástfang- inn, en það hlaut að vera ímyndun. Ungfrú Brandon hneigði sig og bauð hann velkominn, en svo sneri hún sér strax að bróður sínum og spurði um Alex og Nick. Kit tók undir arm hennar og leiddi hana og gest sinn inn í húsið. — Þeir koma rétt bráð- um, svaraði hann. — Það var ýmislegt sem þeir þurftu að at- huga og þegar því er lokið koma þeir. Ég vildi flýta mér að koma Sir Jocelyn heim til okkar. Hann er að koma frá Englandi og er sennilega bú- inn að fá nóg af skipum í bráð. Frá Englandi! Damaris sneri sér að Sir Jocelyn með ljómandi augnaráði. — Hafið þér verið við hirðina? Séð kon- unginn? — Sg hef oft haft þann heið- ur, svaraði hann brosandi. — Hans Hátign er svo elskulegur að telja mig meðal vina sinna. Hún var greinilega hrifin af þessum fréttum, því að hún horfði á hann með lotningu. — Þér eruð lánsamur, sagði bróðirinn alvarlega, — og fyr- ir okkur, sem ekki erum svona lánsöm, er það mikill heiður að hafa vin konungsins sem gest á heimili okkar. — Heiðurinn er algerlega mín megin, sagði Sir Jocelyn og hneigði sig af mikilli hátt- vísi fyrir ungfrú Brandon. — Hans Hátign yrði án efa mjög glaður við að heyra um slíka hollustu hér í þessum fjarlæga hluta ríkisins. Þau höfðu gengið gegnum rúmgóðan forsalinn og voru komin inn í stóra stofu, þar sem mjög hátt var til lofts. Það var búið að setja vín og skraut- leg glös á borð og Damaris gekk strax að því og skenkti í glös- in. -—• Já, Brandonættin hefur ávallt verið konungsholl, sagði Kit hugsandi. — Faðir minn barðist undir fána konungs þangað'til hann féll við Wor- chester, og hefði ég haft tæki- færi til þess, þá hefði ég líka boðið fram sverð mitt í þjón- ustu konungs. í síðustu orðunum var svo- lítið bitur tónn og Damaris leit snögglega á hann. — Þjónar þú honum kannske ekki með því að vernda nýlendurnar fyrir ágangi Spánverja? — Jú, og þjóna sjálfum mér um leið, svaraði Kit með þyrk- ingslegu brosi. — Sjóræningj- ar auðga sjálfa sig. — Já, þannig er það í þess- ari veröld, sagði Jocelyn hlæj- andi. — Ef ég vildi gæti ég sagt frá mörgum, sem auðga sig hressilega undir því yfir- skyni að vinna fyrir konung- inn og þjóðina. — Við munum ekki óska slíkra frétta, Sir Jocelyn! Da- maris rétti honum glasið með glettnisbrosi. — En þér verðið að segja okkur hvort hirðlífið sé eins glæsilegt og spennandi eins og við höfum heyrt. Ó, hve ég þrái að fara þangað og sjá þetta allt með eigin aug- um! Sir Jocelyn horfði á hana og hugsaði með sjálfum sér að konungurinn yrði líklega ekki lengi að koma auga á fegurð hennar. Andlit hennar, með há- um kinnbeinum, fagurlöguðum munninum og blágrænum aug- unum, var ef til vill frekar hrífandi en fagurt, en gullna hárið var dásamlegt og það var eins og hin brennandi sól hefði ekki haft nokkur áhrif á ijósa og mjúka húðina. Hún var í svo flegnum kjól að háls og axlir komu vel í ljós og þótt hún væri frekar lágvaxin, var óvenjulegur yndisþokki yfir hreyfingum hennar. Og til við- bótar þessum töfrum var hún mjög eðlileg í framkomu og geislandi af gleði. Hún yrði sannarlega prýði við hvaða hirð sem væri. Og skartgripir ungfrú Bran- don myndu iíka vekja athygli hvar sem var. Hún var með glitrandi demanta í eyrum og á fingrum og um hálsinn bar hún stóran gullkross settan demöntum. Það kom Wade til að hugleiða hvort Brandon- systkinin væru kaþólikkar, — hann vissi ekki að þessi kross var gjöf frá Nick Halthrop og að hann hafði náð í hann um borð í spænsku sjóræningja- skipi. Hugsanagangur hans var truflaður með því að Kit spurði systur sína hvort hún hefði ekki hitt Charnwoodsysturnar, sem væru nýkomnar heim til Jamaica. Hún hristi höfuðið. — Nei, þær hafa verið hér aðeins eina viku. Ég held að þær hafi far- ið til Barbados, til að heim- sækja einhverja ættingja. Hvernig vissir þú að von var á þeim? — Sir Jocelyn sagði mér 28 VIKAN 5- tbi.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.