Vikan - 11.02.1971, Page 3
6. tbl. - 11. febrúar 1971 - 33. árgangur
Grein um
svefn og
svefnleysi
Við vitum enn ósköp lítið
um svefninn og eðli hans,
þótt við sofum hér um bil
helming ævinnar. Sérstak-
lega eru það draumarnir
sem gera svefninn girni-
legan til rannsóknar. Það
er rætt um svefn og svefn-
leysi í greininni „Góða
nótt, góðan dag“ á bls. 20.
Trylltur
eins og
hross.
Gengiskan varð einhver
voldugasti þjóðhöfðingi,
sem uppi hefur verið í
heiminum. Hann og eftir-
menn hans unnu sér ríki,
sem náði frá Vínarborg í
vestri til Kóreustranda í
austri, frá freðmýrum
Síberíu í norðri til Arabíu-
ftóa í suðri. En lífsreglur
hans voru ekki til fyrir-
myndar. Sjá bls. 12.
Um
fimmtugt
er konan
fullkomin.
Afi gamli var þeirrar skoð-
unar, að konan væri full-
komin um fimmtugt. Hann
lét sér ekki detta í hug að
hætta ástarævintýrum sín-
um, þótt liann væri tekinn
að reskjast. Frá ástamálum
hans segir í skopsögunni á
bls. 10.
KÆRI LESANDI!
Við fórum elcki varhluta af ldám-
bylgjunni, sem flœddi yfir heim-
inn á síðastliðnu ári. Skyndilega
komst allt í uppnám út af mynd-
mni frœgu, sem sýnd var í Hafnar-
bíói. En það verður að segjast ís-
lenzkum blöðum til hróss, að þau
leiddu klámið að langmestu leyti
hjá sér og féllu eklci í þá freistni
að apa eftir starfsbræðrum sínum
erlendis. Þeir sem eitthvað fylgjast
með erlendum blöðum geta bezt
um þetta dæmt. Jafnvel virðuleg-
ustu blöð voru allt síðastliðið ár
fleytifuU af myndum, sem enginn
hefði vogað sér að birta til skam/ms
tíma.
En öllu má ofgera, og klám
verður lílca leiðigjarnt til lengdar
eins og flest annað. Margir spáðu
því, að lclámið mundi reynast
tízkufyrirbrigði, sem hyrfi aftur
jafnslcjótt og það byrjaði. Þessi
spádómur virðist œtla að reynast
réttur. Nú bendir margt til þess,
að klámið sé á undanhaldi og ný
rómantík sé að ryðja sér t'd riíms
í staðinn. Nýjustu kvíkmyndir
benda eindregið í þessa átt, til
dœmis kvikmynd gerð eftir met-
sölubókinni „Astarsaga".
Við segjum ofurlítið frá þeirri
mynd og fleiri nýrómantískum
myndum í grein á blaðsíðu 8 í þessu
blaði.
EFNISYFIRLIT
GREINAR bls.
Rómantíkin snýr aftur 8
Trylltur eins og hross, grein um Gengiskan 12
Papillon, síðasti hluti 16
Góða nótt, góðan dag, grein um svefn og svefnleysi 20
Dregur að leikslokum; Þegar bylting var gerð í Reykjavík, 4 og síðasti hluti 24
VIÐTÖL
Ég reyni að láta mér þykja vænt um hlut- verkin, rætt við Sigriði Þorvaldsdóttur, leik- konu 26
SÖGUR
Um fimmtugt er konan fullkomin, smásaga 10
Gullni pardusinn, framhaldssaga, 4. hluti 18
Gleymdu ef þú getur, framhaldssaga, 6 hluti 22
FASTIR ÞÆTTIR
Pósturinn 4
Mig dreymdi 6
1 fullri alvöru 7
Heyra má 30
Stjörnuspá 34
Myndasögur 35, 38, 42
Krossgáta 36
Síðan síðast 48
I næstu viku 50
FORSÍÐAN_________________________
Sigríður Þorvaldsdóttir er orðin ein af beztu leik-
konum okkar. Henni hefur farið fram jafnt og
þétt að undanförnu, og í ár hefur hún unnið tvo
umtalsverða leiksigra: I söngleiknum Eg vil, ég
vil og Fást. Henni hefur verið boðið að leika á
sviði í Þýzkalandi og er sjaldgæft, að islenzkum
leikara sé sýndur slíkur heiður. VIKAN hefur
heimsótt Sigríði og forsíðumyndin er tekin heima
hjá henni af Ijósmyndara blaðsins, Agli Sigurðs-
syni.
VIKAN Útgefandl: Hllmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. Blaðamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall-
dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjórar: Sigríður
Þorvaldsdóttir og Sigríður Ólafsdóttir. — Ritstjóm,
auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33.
Símar: 35320 — 35323. Pósthólf 533. Verð í lausa-
sölu kr. 60,00. Áskriftarverð er 575 kr. fyrir 13 tölu-
blöð ársfjórðungslega, 1100 kr. fyrir 26 blöð miss-
erislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrirfram. Gjald-
dagar eru: nóvember, febrúar, maí og ágúst.
6. tbi. VIKAN 3