Vikan - 11.02.1971, Page 4
Knattspyrnu-
handbókin
óskabók stráka
a
öllum aldri
Fæst hjá næsta bóksala
HILMIR HF. SKIPHOLTI 33
PÖSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK
4 vikan 6 tw.
pósturinn
Mikið hef ég reynt
við hann
Kæri Póstur!
Eins og svo margir leita ég í
vandræðum mínum til þin.
Svo er mál með vexti að ég er
ofboðslega hrifin af strák, sem er
19 ára (sjálf er ég bara á 16. ár-
inu).
Ég sá hann fyrst fyrir rúmu ári,
og síðan hefur hann ekki horfið
úr huga mínum. Eg hef (eins og
það er orðað) mikið reynt við
hann, en það hefur lítinn árangur
borið. Hann er hæglátur og kann
bezt við að geta horfið í fjöldann,
sem sé feiminn og óframfærinn.
Hann er alltaf á dansleikjum, en
hefur að þvi er ég bezt veit, al-
drei verið bendlaður við kven-
mann, og aðeins einu sinni hefur
hann sést dansa og þá við systur
sína.
Þegar augu okkar mætast, se;n
er mjög oft, horfir hann fast á
móti og brosir til mín. (Þess má
geta að við erum eitthvað skyld,
en miög lítið, og ég held að hann
viti það ekki).
Síðan ég sá hann, hef ég aðeins
einu sinni verið með strák
Kæri Póstur, hvað á ég að gera!
Halda áfram að reyna, bíða og
vona eða reyna að má hann úr
huga mínum.
Ein ástfangin.
P.S. Hvað lestu úr skriftinni?
Ertu viss um aS hann sé svo
óskaplega „feiminn og óframfær-
inn", þótt hann sé hæglátur og
kunni bezt við að „geta horfiS
svona í fjöldann"? Það er regin-
misskilningur að menn, sem eru
hæglátir og láta fara lítið fyrir sér,
þurfi endilega að vera að kafna
af feimní og vanmáttarkennd.
Þverf á móti á framgangsmáti
þeirra oft rætur að rekja til þess,
að þeir eru öruggir með sig, þykj-
ast vita hvað þeir eru. Hinir, sem
mest slá um sig og leggja áherzlu
á að sem mest beri á þeim, hegða
sér oft þannig af minnimáttar-
kennd; þeir þjást af bældum ótta
við að hverfa og gleymast, ef
augu fólks hætfa að beinast að
þeim.
Þótt hann hafi aldrei staðið í
kvennafari þarf það ekki að benda
til annars en að hann hafi tak-
markaðan áhuga á kvenfólki, og
geta auðvitað legið til þess ýms-
ar ástæður. Arangurslaus viðleitni
þín bendir síður en svo til feimni
af hans hálfu (hann þorir þó að
horfa stíft á þig og brosa), heldur
miklu fremur til hins að hann líti
á þig sem krakka í samanburði
við sjálfan sig, sem er auðvitað
alveg rétt. En sé það rétt hjá þér
að hann gefi þér auga, ættirðu að
geta gert þér einhverjar vonir þeg-
ar þú verður aðeins eldri — ef þú
verður þá ekki búinn að missa
áhugann á honum og finna þér
nýjan til að tilbiðja.
Skriftin bendir til að þú sért
þroskuð eftir aldri og allvel
greind.
Hvað á svona lagaS
að þýða!!!
Við skrifum þér í þeirri von að
þú birtir þetta bréf, eða komið því
í hendur réttra aðila. Við höfum
skrifað þér áður en ekki birtist
bréfið þá í blaðinu, við skulum
vona að heppnin verði með okkur
í þetta sinn.
Nú getum við ekki orða bundist
stundinni lengur. Nú bókstaflega
sýður á öllum mannskapnum!!
Við vorum að hlusta á útvarpið
áðan, á þáttinn „Lög unga fólks-
ins". Þó nokkurri stund áður en
þættinum átti í raun og veru að
vera lokið, greip þulur útvarpsins
fram í fyrir stjórnanda þáttarins
og sagði að þv! miður væri ekki
hægt að Ijúka þættinum, vegna
þess að maðurinn í næsta dag-
skrárlið yrði að komast að. HVAÐ
Á SVONA LAGAÐ AÐ ÞÝÐAIMM
Eflaust koma þeir með þá snilld-
ar afsökun, að dagskráin megi
ekki fara fram úr áætlun, og þess-
vegna hafi verið „klippt" á þátt-
inn okkar. EN HVERNIG STENDUR
ÞÁ Á ÞVÍ, AÐ ÞEIR DAGSKRÁRLIÐ-
IR SEM ERU NÆSTIR Á UNDAN
ÞÆTTINUM OKKAR, MEGA FARA
FRAM ÚR ÁÆTLUN??? Gerir það
minna til að dagskráin raskist
vegna þeirr? Ha . . . .?
Margoft hefur verið um það
rætt á opinberum vettvangi, að
lítið sé fyrir okkur unglingana í
dagskrá útvarpsins. Það er rétt.
Hugsaðu þér bara, útvarpið hefst
eldsnemma á morgnana á hverjum
einasta degi og er langt fram á
kvöld. Svo virðist það vera til of
mikils mælst, að láta okkur eftir
aðeins eina klukkustund fyrir þátt-
inn okkar á þriðjudagskvöldum.
Þetta er mjög furðulegt.
Það er staðreynd að þættirnir
„Lög unga fólksins" og „Á nótum