Vikan - 11.02.1971, Qupperneq 5
æskunnar" eru eiginlega einu þætt-
irnir í dagskrá útvarpsins sem eru
fyrir unglingana. Það eru að með-
altali tvær klukkustundir á viku.
Hugsaðu þér, TVÆR KLUKKU-
STUNDIR Á VIKUII!
OG ÞAÐ VIRÐIST VERA OF
MIKIÐ, eins og fram kom í kvöld
er „klippt" var á „Lög unga fólks-
ins". Við skiljum ekki svona!!!
Þetta er óréttlæti. Ekki satt??
Við erum viss um það, að þeir
háttvirtu herrar sem st|órna þarna
í útvarpinu vita þetta. En hvers-
vegna er ekkert gert til þess að
laga þetta? HVERSVEGNA?
Það þýðir ekki neitt fyrir menn
að brosa og segja bara: „Ja, það
er í athugun, það er í athugun."
Við erum næstum viss um það
að það er sko EKKERT í athugun,
þeir segja þetta bara til þess að
komast hjá því að svara, ef til vill
óþægilegum spurningum!!!
Jæja Póstur minn, ætli við lát-
um þetta ekki nægja í bili. Að
endingu viljum við þakka fyrir það
ágæta/efni sem Vikan birtir. Fram-
haldssögurnar „Oskilabarnið" og
„Þar til augu þín opnast" eru frá-
bærar.
Með fyrirfram þakklæti fyrir
birtinguna.
Nokkrir unglingar á Akureyri.
P.S. Það yrði of langt að telja
upp nöfn okkar allra, svo við
sleppum því að sinni. Vonandi
kemur það ekki að sök.
ÞaS er afalaust mikið til í bví,
sem þið segið. að útvarpið sé ekk-
ert ofhlaðið efni fyrir unga fólkið.
Efalaust hafa þeir í útvarpinu sín-
ar skýringar á því, en hvað sem
því líður er auðvitað ófyrirgefan-
legt að mismuna þáttum, „klippa"
á einn frekar en annan, sama af
hvaða ástæðu það er gert.
Björgvin
Kæri Póstur!
Mig langar til að vita svolítið
um hann Björgvin Halldórsson og
vona að bréfið lendi ekki í rusla-
körfunni. Og ég vil enga útúr-
snúninga. Jæja, en nú koma spurn-
ingarnar:
1. Er Björgvin giftur?
2. Hvað er hann gamall?
3. Hvar á hann heima?
Ég vona að ég fái svar fljótt,
því mér liggur á.
Ein ástfangin.
P.S. Hvernig er skriftin og staf-
setningin?
Björgvin er ógiftur, 19 ára og
búsettur í Hafnarfirði, nánar til-
tekið Álfaskeiði 36.
P.S. Hvorttveggja slæmt. Utúr-
snúningar er t.d. ekki skrifað
„údúr snúningar".
Villi sex ára og Ingvar þriggja ára.
Frá Villa og Ingvari
Kæra Vika, mig langar til að
þakka þér fyrir jólasendinguna.
Hún er voða falleg. Pakkinn var
ekki tekinn upp fyrr en á aðfanga-
dagskvöld. Ég varð voða kátur,
þegar ég sá hvað var í pakkanum,
og bróðir minn líka, sem er þriggja
ára og heitir Ingvar. Hann kann
nú ekkert á svona raftæki, bara ég
og pabbi. Vikan er alltaf keypt
heima hjá mér.
Afi skrifar þetta fyrir mig.
Vilhelm Jónsson, 6 ára,
Skagabraut 7, Skaga.strönd.
Alvörumál
Kæri Póstur!
Við erum hér tvær sem erum í
svo miklum vafa um alvörumál.
Geturðu sagt okkur hvernig manni
líður þegar maður er ÁSTFANGIN!
Hvernig getur maður verið alveg
viss? Vonumst eftir svari fliótt!
(Við erum seytján og tuttugu ára).
Tvær í vafa.
P.S. Hvernig er skriftin og staf-
setningin?
Ástin nær sér niðri á margvís-
legan hátt, allt eftir kringumstæð-
um og einstaklingum. Það er því
hæpið að benda á nokkur ákveðin
einkenni til að skilgreina þetta
ástand. Og er yfirleitt nokkurn-
tima hægt að vera alveg viss?
Ástæðulaust er að gera athuga-
semdir við skrift eða stafsetningu.
NVTT FRÁ RAFHA
NÝ ELDAVÉL GERÐ HE6624. 4 hellur, þar af 1 með stiglausri
stillingu og 2 hraðsuðuhellur, stór ofn, 56 lítra, yfir- og undirhiti
fyrir steikingu og bökun, Ijós í ofni. Fæst með eða án glóðar-
steikar elements (grill). — Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - STMI 10322
Athugið
Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og
jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það
hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að
sjón er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali.
Gott verð.
LITAVER
GREHSiSVEGI 22-24
SMAR:3D280-32ZGZ
6. tbl.
VIKAN 5