Vikan


Vikan - 11.02.1971, Qupperneq 7

Vikan - 11.02.1971, Qupperneq 7
í FULLRI ALVÖRU MD EB FRÉTIA RJOTAST... Einhvers staðar vestur í þeim stóru Ban<Jarikjum gefur trúarsöfnuður út of- urlitið fi’éttablað daglega, og er ekki i frásögur fær- andi. En blað þetla á ekki sinn bka i veröldinni. Það flytur eingöngu góðar frétt- ir, en sleppir öllum ótíðind- um. Þannig er aldrei rninnzt einu orði á slys og ófarir bvers konar, bvað þá glæpi eða illvirki. Tilgangnr blaðsins er að leggja hinu góða lið; iiafa jákvæð áhrif á lesendur sína; vai-ast um- frai;x allt, að þeir verði fyr- ir slæmum áhrifum af þeim sjxillta beimi, sem við lif- um i. Þetla er í’ifjað upp hér i tilefni af ágætu útvarpser- indi, sem Vilhjálmur Þór, fyrrum utanríkisráðherra, flutti fyrir nokkru í erinda- flokknum „Lífsviðhox’f mitt“. Hann vék lítillega að fi’éttaflutningi ahnennt og taldi, að fjölmiðlar legðu of mikla áherzlu á hið nei- kvæða; gerðu sér augljós- lega mat úr styrjöldum, mannránum, flugvélarán- um og annars konar óáran, sem svo mjög hefur ein- kennt okkar thna. Máli sínu til fi-ekari útskýririg- ar nefndi hann dæmi, sem sýndi vel, að ekki er sarna hvernig sagl er frá atbui'ð- um. Hann las sem ungling- ur fi’étt i norðanblaði af hinu skelfilega slysi, þegar hafskipið Titanic fórst. At- burðinum var þannig lýst, að það var ekki ógn og skelfing, sem festist i rninni unglingsins, lieldur lietju- dáð karlmannanna, sem eftiiiétu konum björgunar- bátana, en stóðu sjálfir á þilfari og sungu hástöfum „Iiæi-ra minn guð lil þin“, þegar skipið sökk. Af fi’amansögðu skyldi enginn ímynda sér, að ætl- unin sé að ráðleggja mönn- um, að þeir legðu á flótta frá raunveruleikanum; stingju höfðinu í sandinn eins og strútui’inn; lokuðu augunum og neituðu að horfast i augu við liið rétta andlit heimsins. Raunsæi er öllum nauðsynlegt og lífs- flótti og sjálfsblekking leiða illl af sér fyi’r eða síðar. Hins vegar er vert að laka undir með Villijálmi Þór og henda á, hversu mikil ábyrgð hvilir á herð- um þeirra, sem flytja dag- lega fréttir af heimsvið- bui’ðum. Þótt heimurinn sé slæmui’, þá er rangt og hættulegt að varpa of sterku Ijósi á skuggahliðar hans, eins og oft er gert. Það er til að mynda ástæðulaust að sýna á sjónvai’psskerm- inum dag eftir dag myndir af bardögum í Vietnam; myndir, sem eru hver ann- arri líkar og hafa lítið fréttagildi en slæm áhrif. Og einnig mætti nefna frá- sagnir hlaða og sjónvarps af þeirri uppreisnar- og mótmælaöldu, sem riðið liefur yfir lieiminn á síð- ustu árum. Sterkar líkur eru til þess, þótt ekki vei’ði það sannað, að þessi mót- mælaalda liafi magnazt og bi’eiðzt xil eins og eldur i sinu um allan lieim, vegna sífelldra fi’ásagna i máli og myndum. Það er komið í tízku að mótmæla og gera uppsteyt á almannafæri. Það er meira að segja far- ið að gefa lit bækur, sem kenna nemendum að standa uppi í bárinu á kennurum sínum! Góðu heilli gefur hinn ógeðfelldi fréttaflaumur, sem flæðir yfir okkur á hverjum drottins degi, ekki i í’étta mynd af umheimin- um. Það gleymist of oft að ; skýra frá góðu fréttunum: í vísindamenn vinna starf i sitt í kyrrþey um heixn all- ; an; stofnanir og einstakl- í ingar vinna að því daglega i að rétta hjálparhönd þeim, sem í nauðum eru staddir, og svo mætti lengi telja. i Ilið jtxkvæða livílir í i þagnargildi, á meðan gamli 1 íslenzki málsháttui’inn er i heiðri hafður: Það er fi’étta i fljótast, sem i frásögn er , ljótast. i G. Gr. Myndir frá bardögum í Vietnam dag eftir dag eru hver annarri líkar. Þær hafa lítið frétta- gildi, en hins vegar slæm áhrif. Það er hættulegt aS varpa of sterku Ijósi á skuggahliðar heimsins. 6. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.