Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 10
Gamansaga eftir skopsagnahöfundinn Robert Fontain.
„Ekki fyrirferðarmiklar, heldur fullþroskaðar vil ég hafa þær,“ sagði afi. „Það er
ein& og þegar maður heldur á rós í sólskininu.“
Afi var sífellt að nauða í
frændum mínum, eins og þeir
væru litlir drengir, og hvetja
þá til að hætta að drekka, til
að gleyma að konur væru til
og til að hugsa meira um hin-
ar alvarlegu hliðar mannlífs-
ins. En sjálfur var hann þeim
síður en svo gott fordæmi.
Þegar pabbi hafði orð á því,
svona meðal annarra orða, að
105 punda maður eins og afi
ætti að fara varlega í ævintýr-
in, svaraði afi: — En þetta eru
allt vöðvar, skilurðu?
Það kom berlega í ljós, þeg-
ar afi byrjaði að gera hosur
sínar grænar fyrir LaChance
ekkjunni, að hann hafði ekki
aðra eins tröllatrú á vöðvun-
um sínum einum. Kvöld nokk-
urt kom hann inn í borðstof-
una, ljómandi á svipinn og eins
skrautlegur og blómaskálin
hennar mömmu. Húðin á hon-
um var eldrauð af nuddi og
gljáði eins og gervidemantur í
bindinu hans. Hann var í hvít-
um léreftsjakka, með aðeins
einum litlum bletti eftir koní-
aksúkkulaði, og alveg tandur-
hreinum ljósbláum buxum. Á
höfðinu hafði hann stráhatt
með bláu og hvítu bandi. Hatt-
urinn sat skáhallt á höfðinu á
honum og virtist kæra sig koll-
óttan um þyngdarlögmálið.
Hann var með gulan staf, sem
hann sveiflaði og sneri eins og
trumbuslagari í varðliðssveit
landsstjórans.
Hann tilkynnti allri fjöl-
skyldunni, sem sat alveg agn-
dofa við þessa sjón í stofunni,
að hann væri á leiðinni til að
„faire 1‘amour". Og á frönsku
þýðir að elskast raunverulega
að elskast. Það er ekki hægt að
leggja neinn sakleysislegri
skilning í það.
Við hlógum öll að digurmæl-
um hans. — Þetta gerir út af
við hann, sagði Felix frændi.
— Þegar þannig stendur á láta
slagæðarnar . . . eða eru það
kannski blóðæðarnar. ... ?
— Það kemur að minnsta
kosti í veg fyrir tannpínuna
þína, sagði pabbi.
Afi deplaði augunum og tók
smá dansspor. — Ef einhver
veit um betra dauðamein, þá
gefi hann sig fram.
— Þú skellir saman fótleggj-
unum og brýtur þá á þessum
dansi, sagði Desmonde frændi
hlæjandi.
— Ég er á við tvo ykkar í
hverju sem er, hreytti afi út
úr sér. — Jæja, á fund hinnar
fögru ekkju.
. Fallöxin bíður, sagði Fel-
ix.
Með varlegum spurningum
og með því að hlusta á hvísl-
ingar, komst ég seinna að ým-
islegu um þetta ástarævintýri
afa. Það kom í ljós að hann
hafði fengið keppinaut, Gun-
boat nokkurn Hodge, sem ók
hestvagni fyrir ölgerðarhús og
vann oft verðlaun fyrir að
hafa breiðasta brjóstkassann í
Ontari. Gunboat hafði bara
gaman af að brjóta járnkarl í
sundur og í sunnudagaskóla-
ferðunum hafði ég oft séð hann
liggja á bakinu og láta brjóta
stóra steina með sleggju á mag-
anum á sér.
Maður á afa aldri og jafn
léttur og hann var, hafði auð-
vitað ekkert á móti slíkri
óf'reskju. Afi hafði sýnilega
ekki vitað neitt um keppinaut-
inn, þegar hann fór að stíga í
vænginn við ekkjuna. Því afi
minn var fyrst og fremst skyn-
samur maður. Hann var ekki
líklegur til að stuðla að ofbeldi,
einkum ef það var á kostnað
hans eigin veikbyggða líkama.
Hann var í stuttu máli sagt
ekki líklegur til neins konar
einvígis.
Dag nokkurn spurði ég
mömmu hvernig afi hefði
kynnzt ekkjunni. — Það var á
kirkjuskemmtun, svaraði hún
alverleg í bragði. — Afi söng
„Road to Mandaley“ og frú
LaChance komst mjög við.
Þegar hann fór svo að dansa
stökkdansinn þá hreifst hún
fyrir alvöru af fjöri hans og
fimi, þó að hann væri með svo-
lítið stopp innan á sér.
— En hvers vegna langar
afa til að elska LaChance ekkj-
una, þegar hann elskar nú þeg-
ar — ég byrjaði að telja á
fingrum mér — frú Frechete
saumakonu, ungfrú Costeau
kennslukonu í ballet, söngkon-
una frú Perond, ungfrú Mc-
Phail . . sagði ég því ég botn-
aði hvorki upp né niður í þessu.
— Þetta er nóg! Hættu!
hrópaði pabbi upp yfir sig. —
Þú verður allan daginn að
þessu.
— Er þetta nú nokkuð til að
ræða um við lítinn dreng?
spurði mamma dálítið æst.
— Ef hann ræðir það ekki
við okkur, þá talar hann um
það við aðra, sem ekki eru eins
skynsamir og kannski verr
innrættir.
Mamma brosti mildilega. —
Já, getur verið. En í mínu ung-
dæmi ræddum við ekki ástar-
ævintýri afans við barnabörn-
in.
— En hvers vegna vill afi
. . . byrjaði ég aftur.
- Sumir hafa þá ástríðu að
eltast við fiðrildi, Desmonde
frændi þinn kann bezt að meta
skrautlee sokkabönd, Felix hef-
ur mestar mætur á gagnslaus-
um fróðleik. Hvað afa viðvík-
10 VIKAN 6- tw.