Vikan


Vikan - 11.02.1971, Side 21

Vikan - 11.02.1971, Side 21
Eigið þér erfitt með að vakna? Hvað skeður, ef maður fær of lítinn svefn? Viðkvæmasti þáttur svefns- ins er draumasvefninn (para- svefninn). Það verður þá líka þannig að þá dreymir minna, sem eiga bágt með svefn. Allt bendir til þess að draumaleysi sé jafnvel hættulegra en svefn- leysi. Bráðlyndi, jafnvægis- leýsi og dómgreindarleysi geta orðið afleiðingar þess að fólk er svipt draumum sínum. Það hefur verið prófað á dýrum og þá hefur jafnvel komið í ljós að dýrin sjá ofsjónir. En svo langt nær það ekki með mann- fólkið. Getur maður ekki bætt sér upp tilfallandi svefnleysi? Þeir sem ekki fá nógan svefn eða dreyma nógu mikið eiga að gefa líkamanum (eða rétt- ara sagt heilanum) tækifæri til að bæta sér það upp. Það skeð- ur ósjálfrátt að draumar auk- ast eftir að draumasvefninn hefur verið truflaður. Það eru efnaskipti í heilanum sem or- saka þetta furðulega fyrirbæri, sem ekki er að fullu rannsak- að ennþá. Hafið þér sjálfur nokkur ráð við svefnleysi? Sá sem ekki á gott með að sofna á kvöldin, ætti að draga úr kaffidrykkju og reykingum eftir klukkan sex að kvöldi. Kaffi og nikotin geta haldið vöku fyrir manni í nokkra klukkutíma. Það er gott ráð að fá sér göngutúr fyrir svefninn, eða gera líkamsæfingar. Hátt- bundnar líkamsæfingar hafa róandi áhrif á heilann og stuðla að værum og löngum svefni. En það eru mörg önnur ráð. Lesið til dæmis hæfilega spenn- andi bók, eða leiðinlega blaða- grein. Hún fjallar kannske um svefnleysi! Er það satt að sumar mann- eskjur dreymi aldrei? Allt heilbrigt fólk hefur sinn draumasvefn, þ. e. a. s. það dreymir á hverri nóttu. Sumir muna aldrei drauma sína, minnið hverfur í svefninum. Það er ekkert við því að gera, en yður dreymir fyrir þvi! Venjulega dreymir mann einn fjórða af þeim tíma sem mað- ur sefur, það er að segja 100 af hverjum 400 mínútum. Það verða að meðaltali um það bil 500 draumatímar á ári, eða fjögur ár, ef maður lifir til sjötugs. Er hættulegt að sofa of mikið? Það lítur reyndar þannig út að maður geti sofið „of mik- ið“. Ef tekið er til athugunar fólk sem hefur fengið að sofa „út“, þ. e. a. s. svo lengi sem það vill og kannski meira til, þá hefur það komið í ljós að það er ekki eins fljótt að hugsa og að koma sér að vinnu á slík- um morgnum, eins og þegar það fer á fætur eftir venjuleg- an svefntíma, 7,5—8 tíma. Það er greinilegt að fólk getur orð- ið „yfirmett' á svefni og það hefur viss deyfandi áhrif á hugsun og viðbrögð. Þó er rétt að vara foreldra við að taka slíkt hátíðlega gagnvart börn- um. Reynið þetta ekki sem ástæðu til að rífa krakkana upp á morgnana, ef þau hafa farið of seint að sofa! Er hægt að verða sér úti um einhverja „innbyggða“ vekjaraklukku? Það er mjög breytilegt hve fólk á gott með að vakna á hin- um ýmsu stigum svefnsins. Það er erfiðara að vekja fólk af draumasvefni (parasvefni), heldur en meðan það sefur hinum létta svefni (ortosvefni). En jafnvel í svefni getur mað- ur „innstillt" tilfinninguna til þess að vakna á ákveðnum tíma. Það er jafnvel hægt að halda tilfinningunni fyrir nauð- syn til þess að vakna í djúp- um svefni. Táknrænt dæmi eru nýorðnar mæður, sem vakna jafnvel á miðjum nóttum, ef einhver breyting verður á and- ardrætti unga barnsins, það verkar sterkar á þær en hávað- inn af götunni! Taugakerfið hefur sérkennilega hæfileika til að finna það sem eigandi heilans telur merkilegt og mik- ilvægt. Framhald á bls. 46 e. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.