Vikan - 11.02.1971, Side 22
Börje Rickardson hafði svosem
lent í erfiðri aðstöðu fyrr í
lífinu. Stundum furðaði hann sig á
því, hve lengi honum hefði
tekizt að halda öllu leyndu fyrir
Ellen. En hann hafði alltaf
verið fjarska varkár, og Ellen var að
eðlisfari laus við alla tortryggni.
Gleymdu
ef 3Ú á
getur
Spennandi framhaldssaga eftir Lenu Winter Sjötti hluti
Börje Rickardson beygði fyrir
hornið og stóð augliti til auglitis
við þær. En hann sá ekki Lajlu.
Hann sá bara Mikaelu og honum
brá sannarlega í brún.
Mikaela starði um stund á hann,
en þrátt fyrir stuðninginn, sem hún
hafði af Lajlu, sem sat við hliðina
á henni, féll hún saman og lá
fyrr en varði á grasflötinni fyrir
framan bekkinn. Ingvar kom með
töflur og glas í sama bili, en ekki
nógu tímanlega til að grípa Mika-
elu.
Það varð uppi fótur og fit. Ingv-
ar kraup við hliðina á Mikaelu í
grasinu, og bæði Áke og Ellen
komu þjótandi út úr húsinu. Eng-
inn veitti Börje Rickardson neina
athygli, — nema Lajla. Hann stóð
sem steini lostinn og starði á
stúlkuna, sem lá þarna í grasinu.
Svipbrigði hans gáfu augljóslega
til kynna, hvernig honum leið.
Hann hörfaði nokkur skref aft-
ur á bak. Þessi stúlka . . . þetta
var Mikaela, sú sem bjó í íbúð
með Ingigerði ( Stokkhólmi. Hann
hafði séð hana áður og vissi hver
hún var. Og þessi stúlka var unn-
usta sonar hans! Hún vissi svo
sannarlega of mikið um hann sjálf-
an . . .
Hann gat ekki farið, þótt hann
hefði helzt kosið það. Hann varð
að vera kyrr og leika hlutverk sitt.
Hann sá náfölt andlit Ingvars og
heyrði óttaslegna rödd hans, þegar
hann reyndi að vekja stúlkuna til
meðvitundar á ný. Micka . . . Ingi-
gerður hafði kallað hana því nafni.
En hún hét Mikaela Linder. Hann
hafði ekki haft minnsta grun um,
að þær væru ein og sama mann-
eskjan.
Ellen kom með vott handklæði
og lagði það á andlit stúlkunnar.
Hún hlaut brátt að komast aftur
til meðvitundar. Hvað mundi hún
segja þá? Hún hlaut að hafa þekkt
hann. Öll velferð og tilvera Börje
Rickardsons var nú í höndum henn-
ar. Skyldi hún gera sér það Ijóst?
Eða mundi honum takast að hræða
hana, svo að hún þegði? Hann
hafði jú frá ýmsu að segja líka
um hana.
Hann sá ekki augnaráð l.ajlu,
tók ekki eftir, að hún hafði veitt
honum athygli alla tíð. Hann færði
sig enn ofurlítið aftar, svo að að
Mikaela sæi hann ekki, þegar hún
vaknaði aftur til meðvitundar.
Það voru Ellen og Lajla, sem
hjálpuðu Mikaelu upp í gestaher-
bergið. Ellen hlustaði ekki á slit-
rótt tal Mikaelu og stam. Hún
hafði ofreynt sig, hafði ekki náð
sér nægilega vel eftir veikindin.
Hún þurfti að hvíla sig í einn dag
eða svo, og það fór vel á því, að
hún gerði það á heimili unnusta
síns, þar sem hún gat notið góðrar
aðhlynningar. Nei, hún yrði síður
en svo nokkrum til ama, þótt hún
fengi að hvíla sig þatna, sagði
Ellen.
Mikaela var máttarvana og
hrædd og þakklát fyrir umhyggju
og nærgætni Ellenar. Hún lét sem
hún svæfi. Löngu seinna tók hún
eftir, að Ellen opnaði hurðina og
leit inn í dimmt herbergið. Mika-
ela lá grafkyrr og bærði ekki á
sér, svo að Ellen lokaði hurðinni
aftur.
Hann hafði líklega ekkert sagt
enn. Það var óhugsandi, að Ellen
Rickardson léti hana sofna í þessu
fína gestaherbergi, ef hann hefði
sagt'það sem hann vissi um hana.
Bara að Börje tæki ekki upp á því
að tala einslega við Ingvar; segja
honum allan sannleikann, án þess
að Ellen fengi neitt að vita.
Mikaela settist upp í rúminu.
Þessi hugsun skelfdi hana. Hún
bióst ekki við neinu góðu af þess-
um manni, sem þóttist heita Birger
Rosen í Stokkhólmi. Hann þóttist
vera virðulegur borgari meðal
fjölskyldu sinnar og vina, en hafði
alla tíð verið svallbróðir Sigfrids
Stenings og „verndari" Ingigerð-
ar. Ef hann mundi nú sýna syni
sínum fullan trúnað, segja honum
allt af létta og telja honum hug-
hvarf. Ingvar elskaði og dáðist að
föður sínum. Ef til vill mundi hann
fyrirgefa honum, þótt hann hefði
átt vingott við unga stúlku, til að
lífga ofurlítið upp á gráan hvers-
dagsleikann. Ef svo færi, þá var
úti um Mikaelu.
Og hún gat ekkert gert. Hún
varð að bíða og sjá, hvaða leik
Börje mundi leika næst. Eða var
það ekki nauðsynlegt? Atti hún
sjálf að taka frumkvæðið í sínar
hendur og eiga næsta leik? Ein-
hvers staðar hafði hún lesið, að
árás væri bezta vörnin. En gat
hún átt í höggi við mann, sem var
miklu eldri, slyngari og lífsreynd-
ari en hún?
Hún svaf ekki mikið þessa nótt.
Vina mín, sagði Ellen morgun-
inn eftir, þegar hún leit inn til
hennar. Þú ert enn þá föl, en það
er þó bót í máli, að þú hefur hvílt
þig vel. Eg leit inn til þín seint
í gærkveldi og sá, að þú svafst
eins og lítið barn.
—■ Mér þykir þetta svo leitt hóf
Mikaela máls, en Ellen vildi ekki
hlusta á neinar afsakanir.
— Ingvar bað fjarska vel að
heilsa þér. Hann gat ekki. beðið,
þangað til þú vaknaðir. Hann
þurfti að fara á mikilvæqan fund
snemma í morgun og fór í bíln-
um með pabba sínum. Já, og
Börje bað líka kærlega að heilsa
þér.
Mikaela leit snöggt til hennar,
en Ellen var fullkomiega eðlileq.
Hún hafði ekki hið minnsta brevtt
um rödd, þegar hún sagði þessa
síðustu setningu. Hún vissi ber-
sýnilega ekkert enn.
— Herra Rickardson hlýtur að
hafa haldið . . .
— Þér er alveg óhætt að kalla
hann Börje, greip Ellen fram í
fyrir henni. — Það getur enginn
ásakað þig fyrir þetta. Það hlýt-
urðu sjálf að skilja. Mér þykir bara
verst, að þú skyldir ekki segia mér
strax, að þú værir svona slæm í
höfðinu.
— Mér . . . mér fannst það svo
óviðeigandi og kjánalegt. Og svo
var ég taugaóstyrk ... Ég á við,
að ég vonaði svo heitt, að ykkur
mundi líka vel við mig og lítast
á mig . . . Og þetta var jú ( fyrsta
skipti, sem ég átti að hitta föður
Ingvars . . .
22 VIKAN s. tw.