Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 28
turné um Evr.ópu. Leikritið var gert eftir sögu eftir
Faulkner og hét hjá okkur A Journey to Jefferson. Sag-
an heitir að vísu As I lay dying og leikritið sömuleiðis,
en nafninu var breytt af skiljanlegum ástæðum. Þetta
var nefnilega skömmu eftir að Kennedy forseti var
myrtur í Dallas. Það þótti því ekki smekklegt af banda-
rískum leikflokki að sýna erlendis leikrit með einmitt
þessu nafni, síst þegar sá sami leikflokkur var frá sjálfri
Dallas.
Sýningin var mjög góð, og fékk verðlaun fyrir sviðs-
tækni hjá Alþjóðaleikhúsráðstefnunni.
— Svo þú hefur þá verið í Dallas, þegar forsetamorð-
ið varpaði heldur vafasömum frægðarljóma á þann stað.
Hvernig virtust þér borgarbúar snúast við þessu?
— Allir sem einn, af þeim sem ég þekkti, voru svo
sjokkeraðir, að margir töluðu um að flytja frá borg-
inni, þótt þeir væru fæddir þar og uppaldir. Þeim fannst
þessi ógnaratburður hafa sett slíkan blett á borgina, að
óhugsandi væri að búa þar þaðan í frá. Mestöll vinna
bæði í Dallas og um öll Bandaríkin lagðist niður undir
eins og lá niðri í fjóra daga. Stemningin var þannig
að það er ekki hægt að lýsa henni, og hvergi jafn átak-
anleg og einmitt í Dallas.
— Hvernig kunnir þú við þig í Dallas?
— Þetta er mjög viðkunnanleg borg, fólkið mjög
opið og þægilegt. Ég mundi segja að hún væri með
betri borgum í Bandaríkjunum. Þarna er fiörugt leik-
húslíf og sinfóníuhljómsveit starfandi og það er meira
en margar borgir í Bandaríkjunum geta hrósað sér af.
— Varst þú ef til vill nærstödd, þegar skotið var á
Kennedy?
— Nei, ég var stödd á matsölustað ekki langt frá.
Þegar sagt var frá þessu trúðu menn varla eigin eyr-
um: getur það verið, hefur hann verið skotinn? spurði
maður mann. Ég þekkti læknastúdenta, sem voru á
sjúkrahúsinu, sem farið var með þá á, og þeir sngðu
að Connally hefði verið mjög hætt kominn,- hefði ver-
ið orðinn alveg blár.
— Hvar komið þið við í Evrópuferðinni?
— í París, Brussel og Ostende. Þetta var mitt síðaste
hlutverk hjá Dallas- leikhúsinu að því sinni. Þegar hin
fóru heim, fór ég til Danmerkur og var þar í tvo
mánuði að kynna mér danskt leikhúslíf. Síðan kom ég
til íslands.
— En þú fórst aftur vestur?
— Já, ég var heima eitt ár, en var svo boðið út
aftur, til Dallas, að leika gestaleik. Þá lék ég í griman-
leikriti sem heitir The-Marriage-Go-Round; það hefur
raunar verið kvikmyndað og myndin meðal annars sýnd
hér á landi. Þar fór ég með aðalhlutverkið, lék sænska
stúlku sem heitir Katrín. Þarna lék ég í þrjá mánuði
og kom svo heim aftur; var á samningi hjá Þjóðleik-
húsinu, en þar byrjaði ég strax og ég kom heim frá
Danmörku. Ég var byrjuð að æfa hlutverk [ Eftir synda-
fallið eftir Arthur Miller, en fékk frí til að fara út. En
eftir heimkomuna tók ég við af annarri leikkonu, sem
fór utan á námskeið, svo að ég lenti ( Syndafallinu
engu að síður, fór þar með hlutverk Felice. Síðan hef
ég verið hérna heima.
— Þú varst í leiklistarskóla Þjóðleikhússins?
— Jú, ég var í honum tvö ár.
Talið barst nú að Fást, sem sagt hefur verið eitt erf-
iðasta verk fyrir leikara í öllum samanlögðum leikbók-
menntunum.
— Það er þekkt fyrir það, sagði Sigríður. — Það er
afskaplega erfitt í flutningi. En það er mjög gaman
að spekúlera í því og vinna [ því. Það er ekki grunnt
á neinu þar. Og síðari hlutinn er víst ekkert síðri. En
28 VIKAN g tbi.
„Eg reyni að láta mér
hann er enn erfiðari í flutningi og hefur víst sjaldan „Sé citthvað varið í verkið,
verið sviðsettur. En mér finnst það hljóti að koma dálítið er mer sama bvort það er
■ , ., .. o, ., , . , , . t tragískt eða kómískt."
einkennilega við leikhusgestinn, að S|a fyrri hlutann af
leikritinu, þar sem djöfullinn gerir samninginn við
Drottin, en fær svo ekki endanlega svarið, fær ekki að
vita úrslitin. Að vísu kemur saga Grétu þarna inn [ og
hún fær sinn endi, en þá er ennþá allt í óvissu um
hvernig lýkur viðskiptum þeirra Fásts og Mefistófelesar,
en viðureign þeirra, sem er afleiðing samnings þeirra
Guðs og djöfulsins, er þó aðalefni leiksins.
— Hefur þetta ekki verið erfiðasti veturinn hjá þér
til þessa?
— Jú, það held ég nú. Þetta eru hvorttveggja stór
hlutverk.
— Hvernig finnst þér þýðing Yngva Jóhannessonar?
— Mér finnst þýðandinn hafa sloppið mjög vel frá
þykja vœnt um hlutverkin”
ur að fara varlega í það, því að karakterinn sem maður
túlkar getur verið allt annar en maður sjálfur, og það
er algengast. En leiðin til að túlka persónuna skírist
þegar maður kynnist henni nánar.
— Hverskonar hlutverk þykir þér skemmtilegast að
túlka?
— Ég veit það bara ekki. Það er erfitt að segja um
það. Ég reyni að láta mér þykja vænt um hlutverkin,
sem ég fæ. En auðvitað eru þau misjöfn. Um þessi tvö
aðalhlutverk, sem ég fer með núna, er það að segja
að ég hef afskaplega gaman af að leika þau bæði.
— Og þó verður víst síst af öllu sagt að þau séu l!k.
— Nei, þau eru gerólík, og það er líka mjög spenn-
andi. í næstu viku eru fimm sýningar hjá mér, tvær
á Fást og þrjár á Ég vil. Það verður dálítið strangt, en
ég hlakka til. r
— Láta þér jafnvel hlutverk [ gaman- og sorgar-
leikjum?
— Sé eitthvað varið í verkið, er mér sama hvort það
er tragískt eða kómískt.
— Hvernig fannst þér að leika Snæfríði Islandssól?
— Mér fannst afskaplega gaman að fá tækifæri til
þess. Það var líka erfitt. Ég held að flestir íslendingar
kunni (slandsklukkuna allt að því utan að. Eða að
minnsta kosti kafla úr henni. En það er gaman að
leika í leikverkum Kiljans, þótt hann sé flókinn oft og
tíðum. En Snæfríður er sérstaklega skemmtilegt hlutverk
og vel skrifað.
— Gerir það ekki Snæfríði óvenju erfiða viðfanas að
hún er ekki einungis manneskja, heldur tákn?
— Jú, það er nú það. Þannig persónur eru alltaf
erfiðar viðfangs. Og allir búnir að ímynda sér fyrirfram
hvernig þær eigi að vera. Hlutverk, sem eru þannig
uppi á einhverjum tindi, eru gífurlega erfið, en jafn-
framt skemmtileg viðfangs.
— Þú hefur farið með mörg sönghlutverk?
— Já, það hefur verið talsvert um það. O þetta er
indælt stríð, Fiðlarinn á þakinu, Deleríum búbónis, og
fleiri. Og Kiss me Kate í gamla daga. Það var min
frumraun. Ég tók við því á stuttum tíma. Það stóð þannig
á því að Guðmunda Elíasdóttir veiktist, viku fyrir frum-
sýningu, og ég hljóp ! skarðið.
— Var það ekki strangt?
— Jú, jú, það var voðalega erfitt. En ég gerði mér
enga grein fyrir þv! þá. Ég hlakkaði til frumsýningar-
innar!
Svend-Aage Larsen setti leikinn upp, Jón Sigurbjörns-
son og Arni Jónsson voru meðal söngvara og leikara
Framhald á bls. 44
„Hlutverk, sem eru
uppi á einhverjum
tindi eru gífurlega
erfið, en jafn-
framt skemmtileg
viðfangs.“
e tw. VIKAN 29
Ingibjörg Iitla er
sérstaklega fjörug
og sjarmerandi
hnáta og um þessar
mundir önnum kaf-
in við að æfa fyrstu
Heimilisstörfin taka
mikinn hluta þess
tíma, sem afgangs
verður frá leikhús-
inu.
þessu, ekki síst þegar tillit er tekið til þess hversu
óhemju erfitt verkið er til þýðingar. Að m!nu viti er raun-
ar varla hægt að þýða það; það verður helst að yrkja það
einhvernveginn upp. Og þýskan er erfitt mál að þýða
úr, setningarnar svo snúnar og meiningin kemur oft
ekki fyrr en ! endann.
— Er ekki erfitt að vera leikari yfirleitt?
— Það krefst mjög mikillar einbeitingar. Annars
aengur þetta ekki. Meginatriðið er að skilja verkið og
hugarástand þeirrar persónu, sem maður túlkar, og
koma þv! hugarástandi yfir. Til þess eru ýmsar leiðir
og margvíslegar,- ein hentar þessum leikaranum, önnur
hinum. Kannski kemur eitthvað fram í persónunni sem
maður sjálfur þekkir af eigin reynslu, eða þá að leik-
arinn reynir að gera sér í hugarlund, hvernig hann
hefði brugðist við í sporum persónunnar. En það verð-
sporin.