Vikan


Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 32

Vikan - 11.02.1971, Blaðsíða 32
PAPILLON Framhald af bls. 1 7. ins eru ekki lengur á milli okkar, kem ég auga á félaga minn grafinn í fenið upp að mitti. Skelfingin gefur mér málið á ný og ég öskra: „Syl- vain! Sylvain! Hreyfðu þig ekki, leggstu flatur! Losaðu fæturna ef þú getur!“ Vindur- inn ber orð mín til hans. Hann kinkar kolli til merkis um að hann skilji. Ég leggst á mag- ann og reyni að aka mér áfram. Ég er trylltur, og kraftar mín- ir magnast að því skapi, og á furðustuttum tíma hef ég nálg- ast hann um þrjátíu metra. Ég hef sjálfsagt haldið þannig áfram í klukkustund, og er þá kominn allnærri honum; það geta ekki verið eftir nema fimmtíu eða sextíu metrar. Þó sé ég hann illa. Blessaður, Sylvain! Ég gefst upp. Hendur, hand- leggir og andlit er allt þakið leðju. Ég reyni að þurrka úr vinstra auganu; í það hefur setzt saltmenguð leðja sem svíður sárt undan. Við þetta streyma tár fram í augun og ég sé ekkert. Að lokum sé ég þó Sylvain; hann liggur ekki lengur, heldur hefur rétt úr sér, og aðeins efri hluti líkam- ans stendur upp úr feninu. Fyrsta flóðaldan er nýskoll- in yfir. Henni tókst ekki að rífa mig af flekanum, heldur færði mig í kaf sem snöggvast og hélt svo áfram í land. Allt kviksyndið er þakið löðri. Hún kaffærði líka Sylvain, sem nú er sokkinn upp að bringspöl- um. Ég hugsa: „Þeim mun lengur sem brimar, þeim mun linara verður kviksyndið. Ég verð að komast alveg til hans, kosti það hvað vill.“ Örvæntingin magnar krafta mína um allan helming líkt og dýrs, sem veit unga sína í hættu, og líkt og móðir sem bjarga vill barni sínu úr yfir- vofandi hættu róta ég og róta í leðjunni til að komast nær vini mínum. Hann starir á mig án þess að segja orð, án þess að hreyfa sig hið minnsta, augu hans galopin og furðustór. Sjálfur hef ég ekki af honum augun, líkt og mér finnist öllu máli skipta að missa ekki sjón- ar af honum. É'g mjakast áfram enn, en tvær nýjar flóðöldur, sem gengu alveg yfir mig hafa bleytt í kviksyndinu, svo að nú miðar mér miklu hægar en fyr- ir klukkutíma. Enn skellur yf- 32 VIKAN 6- tbi. ir mig flóðbylgja og er sú miklu mest; hún drekkir mér næstum og hefur nærri rifið mig af flekanum. Ég setzt upp til að sjá betur. Sylvain er nú sokkinn upp að öxlum. Ég er tæpa fjörutíu metra frá hon- um. Hann starir ákaft á mig. Ég sé á honum að hann veit að hér mun hann deyja, kafna í leðjunni, aðeins þrjú hundruð metra frá fastri jörð. Ég leggst aftur flatur og reyni enn að róa mér áfram með höndunum; en nú er kvik- syndið orðið að soppu. Við störum ákaft hvor í annars augu. Hann gefur mér merki um að hætta þessari fyrirhöfn, hún sé til einskis. Ég held samt áfram og er aðeins þrjátíu metra frá honum þegar ný og geysistór flóðalda skellur yfir mig og næstum skolar mér af sekkjunum. Flekinn lyftist og færist til um fimm eða sex metra. Þegar aldan er farin hjá lít ég upp. Sylvain er horfinn. Kviksyndið er spegilslétt und- ir þunnri himnu freyðandi sjó- vatns. Það sést ekkert af aum- ingja vini mínum, ekki hönd, ekki fingur. Mín tilfinninga- legu viðbrögð eru andstyggi- leg, sjálfsbjargarhvötin gerir mig svellkaldan innvortis: „Þú lifir. Þú ert einn, og þegar þú nærð inn í frumskóginn, án fé- laga, þá biða þín þar varla neinir sældardagar, þótt þú eigir að heita frjáls." Papillon kemst í land og hittir negra sem kallast Súkku- Iaðikakan. Sá visar honum veg- inn til Kínverja að nafni Cuic- Cuic, sem líka er strokumað- ur úr fanganýlendunni. Kín- verji þessi býr á ey í strand- fenjunum ásamt tömdum grís og nokkrum öðrum húsdýrum. Súkkulaðikakan útvegar Pa- pillon, Cuic-Cuic og öðrum Kínverja, einhentum manni að nafni Hue, bát, sem þeir hyggj- ast nota til að komast til Brezka Hondúras, þar sem þeir telja víst að þeir fái öruggt griðland. Sólin er komin hátt á loft þegar Cuic-Cuic vekur mig. Hann færir mér te og brauð. Alls staðar í híbýlum hans er fullt af skrínum. Ég tek eftir tveimur búrum, fléttuðum úr tágum. — Til hvers eiga þessi búr að vera? -— Ég hef þau undir hænsn- in, sem við tökum með sem nesti. — Þú ert ekki með réttu ráði, Cuic. Við tökum hænsnin ekki með. — Jú, ég vil hafa þau með. —- Ertu eitthvað verri. Ef bæði hænur og hanar taka til við að gaukla og gala á leið- inni niður fljótið, þá getur það haft verulega hættu í för með sér, eins og þú efalaust skilur? — Ég vil ekki skilja hænsn- in við mig. — Steiktu þau og legðu þau í feiti eða olíu. Þá geymast þau í nokkra daga. Þegar mér loksins hefur tek- izt að sannfæra Cuic-Cuic, fer hann út að handsama hænsn- in, en gaggið í fyrstu hænunni sem hann náði hefur greini- lega verið aðvörunarmerki fyr- ir hin, því að þeim tekst hon- um ekki að ná fyrr en eftir óralanga mæðu. Þau fela sig öll í runnunum. Það var und- arlegt með þessi dýr, en þau hljóta einhvern veginn að hafa fundið á sér hættuna. Klyfjaðir eins og múlasnar þokum við okkur gegnum runn- ana, með grísinn sem leiðsag- ara. Cuic-Cuic hafði grátbeðið um að við tækjum hann með. Ertu viss um að þetta óargadýr reki ekki upp skræk, þegar verst gegnir? — Já, það get ég svarið f.yr- ir. Hann steinþegir þegar ég segi honum að halda sér sam- an. Hann skrækti ekki einu sinni þegar tígrisdýr ætlaði eitt sinn að ráðast á okkur. Og þó reis þá hvert hár á hans skrokki. Til hafs. Öryggi Cuic-Cuics sannfærir mig og ég samþykki að taka hans heittelskaða grís með. Það er orðið dimmt þegar við kom- um 'að felustaðnum. Súkkulaði- kakan er þar fyrir ásamt þeim einhenta. Tvö vasaljós gera mér mögulegt að fylgjast með öllu. Ekkert vantar, hvorki seglútbúnað eða annað. Ég kenni Cuic-Cuic að setja upp segl og draga þau niður aftur. og hann endurtekur hreyfing- ar mínar nokkrum sinnum. Hann er fljótur að læra. É« borga negranum, sem hefur sýnt sig í að vera ærleg mann- eskja. Hann er svo barnalegur að hann hefur tekið með sér límpappír og peningaseðla, sem rifnað höfðu í parta hjá hon- um. Hann biður mig að líma þá saman fyrir sig. Ekki eitt andartak datt honum í hug að ég tæki af honum peningana. Fólk sem er gott og réttlátt grunar meðbræður sína ekki um græsku. Súkkulaðikakan er heiðarlegur maður og réttlát- ur. Síðan hann sá hvernig fangarnir eru meðhöndlaðir, hikar hann ekki andartak við að hjálpa hverjum sem er úr þeirra hópi til að flýja úr hel- víti fanganýlendunnar. ■— Blessaður, Súkkulaðikaka. Óska þér og þinni fjölskyldu alls góðs. — Kærar þakkir. Ég stíg síðastur um borð. Súkkulaðikakan ýtir frá og báturinn rennur frá landi. Nú hefur rignt í rúmlega klukkustund. Ég nota málaðan mjölpoka fyrir regnstakk. Cu- ic og sá einhenti skýla sér á sama hátt. Fljótið er straumhart og hvirfilstraumar víða í því. Eft- ir fjóra tíma förum við fram hjá tveimur vitum, sínum á hvorum bakka. Ég veit að haf- ið er nærri, því að vitarnir eru nálægt ósnum. Við setjum upp segl og komumst vandræða- laust út úr mynni Kourou- fljótsins. Sterkur vindur stend- ur á okkur frá hlið. Við stefn- um til hafs, skjótumst eins og ör út úr fljótsmynninu og fjar- lægjumst ströndina hratt. Fjörutíu ldlómetra framundan sjáum við vitann á Royale, sem vísar okkur veginn. Fyrir þrettán dögum var ég skammt handan þessa vita, á Djöflaeynni. Engan gleðisvip er að sjá á 'kínversku félögun- um mínum tveimur, þótt allt hafi gengið svona vel. Þessir öndvegis menn hafa aðra að- ferð en við til að sýna tilfinn- ingar sínar. Þegar við erum komnir góð- an spöl frá landi segir Cuic- Cuic með ósköp eðlilegri rödd: — Þetta gekk þó slysalaust. Sá einhenti bætir við: —- Já, við komumst erfiðleikalaust til hafs. Ég er þyrstur, Cuic-Cuic. Gefðu mér lögg af tafia. Svo fáum við okkur allir góðan rommslurk. Allt étið nema grísinn. Við höfum ekki áttavita, en á fyrsta flóttanum lærði ég að stýra eftir sól, stjörnum og vindi. É'g stefni því án þess að hika út á opið haf og.læt siglu- toppinn bera í pólstjörnuna. Báturinn fer ágætlega í sjó; hann rís og hnígur mjúklega á öldunum og tekur sjaldan inn sjó. Þar eð vindurinn er mjög sterkur erum við langt frá ströndinni og eyjunum þegar morgnar. Hefði það ekki verið of áhættusamt, hefði ég látið það eftir mér' að sigla einn hring kringum Djöflaeyna til að virða hana fyrir mér úr fjarlægð.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.